„Gráa gullið frá Íslandi“

Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor.
Senjórítukórinn. Frá kóramóti kvennakóra á Ísafirði í vor. Ljósmynd/Senjóríturnar

„Við tökum við konum frá 67 ára í Senjóríturnar,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, meðlimur í kvennakórnum Senjórítunum sem er um 70 manna kór fullorðinna kvenna. Silja lýsti nýlega eftir fleiri senjórítum í kórinn, öllum raddgerðum, á facebooksíðu sinni, en eitthvað hafði grisjast í kórnum í sumar. „Ég fékk reyndar ekki leyfi hjá kórnum til að gera þetta, en mér fannst raðirnar eitthvað hafa þynnst,“ segir Silja og hlær.

Eru með góðan kórstjórnanda

„Við erum með mjög góðan stjórnanda, hana Ágotu Joó, sem er einnig stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur og hefur unnið til þrennra fyrstu verðlauna á alþjóðlegu kóramóti með hann, þannig að það er betra að hafa einhverja reynslu af söng, nótum eða hljóðfæraleik,“ heldur Silja áfram.

„Senjórítukórinn varð til upp úr Kvennakór Reykjavíkur. Þegar konur eldast þá breytist röddin, þegar þær urðu of fullorðnar til að vera í honum voru þær látnar hætta. Sumar kvennanna vildu samt halda áfram, þannig varð Senjórítukórinn til sem deild út úr Kvennakór Reykjavíkur. Senjóríturnar voru svo stofnaðar formlega fyrir um tveimur árum, þegar við vorum orðnar svo margar að við vildum vera sjálfstæðar,“ segir Silja. „Við tókum þátt í kvennakóramóti á Ísafirði í vor, tókum sérstakt ísfirskt þema. Við munum halda tónleika í Seltjarnarneskirkju 28. október nk., við verðum einar, ekki með einsöngvara með okkur, og við ætlum að syngja hress lög eins og Án þín, Vorkvöld í Reykjavík, Kenndu mér að kyssa rétt, Bíllinn minn og ég, og svo munum við taka syrpu úr Mamma Mia.“

Eiga trygga aðdáendur

Senjóríturnar hafa enn ekki gefið neitt út af tónlist en eiga orðið trygga aðdáendur. Kórinn æfir vikulega á mánudögum kl. 16 í matsal þjónustukjarna aldraðra við Vitatorg. Aðspurð hvort kórstarfið feli í sér fleira en æfingar, tónleika og kórferðir segir Silja að þær hafi t.d. farið um 40 saman á „singalong“-sýningu á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu og þær sungu þar við raust við þýðingu Þórarins Eldjárns.

Senjóríturnar fóru í söngferðalag til Færeyja og hyggjast fara til Danmerkur í kórferð næsta vor. „Færeyska Kringvarpið hrósaði okkur í hástert og kallaði okkur „gráa gullið frá Íslandi“,“ segir Silja og hlær við.

Söngvaþjóðin Íslendingar

„Starfandi kórar á landinu eru örugglega um 250,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra, en hún segir 35 kóra vera í sambandinu, sem heldur kóramót og heldur utan um upplýsingar handa aðildarkórum.

Með haustinu fer af stað kórstarf úti um land allt. Hægt er að vera í ýmsum gerðum kóra en það eru t.d. karlakórar, kvennakórar, blandaðir kórar, kórar aldraðra, barnakórar og kirkjukórar.

„Markmiðið er að stuðla að samvinnu og efla kvennakórastarf á landinu. Á þriggja ára fresti erum við með kvennakóramót þar sem við syngjum saman eða erum með söngsmiðjur,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Gígjunnar, sambands íslenskra kvennakóra. Í Gígjunni eru 28 kórar, sem er þó ekki tæmandi listi yfir alla kvennakóra landsins.

Karlakórar í Sambandi íslenskra karlakóra eru 32 og svo eru tveir til viðbótar að sækja um, að sögn Geirs A. Guðsteinssonar formanns. „Við gerum ráð fyrir að kór þurfi að hafa a.m.k. sextán meðlimi til að teljast kór,“ segir Geir. Sambandið er regnhlífarsamtök fyrir karlakóra og sér um söngmót karlakóra, sem skiptast í Heklukóra og Kötlukóra sem halda mót innbyrðis eftir því hvar þeir eru á landinu.

Innlent »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...