Rúmlega 40 tegundir af jólabjór í ár

Margir bíða spenntir eftir 15. nóvember ár hvert.
Margir bíða spenntir eftir 15. nóvember ár hvert. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að rúmlega fjörutíu tegundir af jólabjór verði til sölu í ár. Það er svipað og í fyrra. Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum miðvikudaginn 15. nóvember en nokkru fyrr verða einhverjar tegundir komnar í sölu í fríhöfninni í Keflavík.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að tæplega 800 þúsund lítrar hafi selst af jólabjór í fyrra. Árið 2015 seldust um 750 þúsund lítrar og þannig hefur þróunin verið; bæði framboð og eftirspurn hefur aukist ár frá ári. Árið 1989, árið sem bjórinn var leyfður hér á ný, seldust um 10 þúsund lítrar af jólabjór.

„Þetta er stórt sölutímabil, sennilega það stærsta af einstökum sölutímabilum,“ segir Sigrún Ósk í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert