Kína að opnast fyrir íslensku lambakjöti

Líkur á að kínversk stjórnvöld heimili umfangsmikinn innflutning á íslensku lambakjöti til Kína hafa aukist síðustu daga. Gæti útflutningur héðan hafist þegar á næstu sláturtíð.

Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötiðnaðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, í Morgunblaðinu í dag og vísar til athugunar kínverskrar eftirlitsnefndar á íslenskum landbúnaði síðustu daga. Nefndin muni ljúka störfum á mánudag. Hún mun í framhaldinu skila skýrslu til kínverskra yfirvalda.

Ágúst bendir á að Kínverjar neyti árlega um 50 milljóna tonna af lambakjöti. Til samanburðar séu framleidd 10 þúsund tonn á Íslandi.  „Miðað við stærð þessa markaðar og fjölgunina í kínverskri millistétt eru gríðarleg tækifæri í Kína. Ég hef sagt að sá dagur kemur að við höfum ekki nógu mikið íslenskt lambakjöt til að allir fái það sem þeir vilja.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert