Fá 13% meira fyrir kjötið

Bændur fá meira fyrir innleggið en boðað var fyrr í …
Bændur fá meira fyrir innleggið en boðað var fyrr í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ákveðið hefur verið að Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga, sem er í helmingseigu KS, greiði 13% viðbótarálag til sauðfjárbænda á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust.

Viðbótarálagið verður greitt á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá afurðastöðvum KS á Sauðárkróki og SKVH á Hvammstanga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Greitt verður fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember. Í bréfinu frá KS segir að þetta sé meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar. Þar megi nefna að gengi erlendra gjaldmiðla, sér í lagi evru, virðist ætla að verða heldur hagstæðara en á síðustu verðtíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert