Vill brúa Skerjafjörð og reisa nýja byggð

Hugmyndin er til þess fallin að létta mjög á umferð ...
Hugmyndin er til þess fallin að létta mjög á umferð um stofnæðar höfuðborgarsvæðisins, að mati Björns Jóns. Stilla úr myndinni Skerjabraut

„Þessar tengingar eru hagsmunamál allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, við mbl.is. Hann hefur sent frá sér stutta heimildamynd um hugmyndir um byggingu brúar yfir Skerjafjörð, svokallaða Skerjabraut, og tengja þannig betur saman Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfjörð. Brúin gæti að mati Björns Jóns verið lykilþáttur í uppbyggingu tugþúsunda manna byggðar á Álftanesi.

Björn Jón hefur að eigin sögn haft áhuga á skipulagsmálum frá því hann var strákur. Hann segir að þeir vinirnir, Bolli Kristinsson, hafi lengi verið heillaðir af þeirri hugmynd að ráðast í byggingu Skerjabrautar. Þeir hafi viljað sýna fram á kosti framkvæmdarinnar á myndrænan og aðgengilegan hátt. Hann tekur þó fram að hugmyndin sé ekki ný af nálinni. Hún hafi fyrst verið sett fram af Trausta Valssyni 1973. Þá hafi Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, tekið hugmyndina upp á sína arma og talað fyrir henni um 1980.

Stórskipahöfn ekki lengur á dagskrá

Björn Jón segir að það sem helst hafi staðið í veginum á þeim tíma hafi verið fyrirhuguð stórskipahöfn á Kársnesi; höfn sem ekki sé á döfinni í dag, enda sé höfnin á Kársnesi hugsuð fyrir minni báta.

Hann bendir á að helstu stofnæðar höfuðborgarsvæðisins beri ekki lengur þann mikla fjölda bíla sem um þær fari. Þegar horft sé á höfuðborgarsvæðið sem eina heild blasi við að umferðarkerfið sé hálfklárað. Skortur sé á vegtengingum á milli sveitarfélaganna, enda séu stofnæðar hvers sveitarfélags hugsaðar frá austri til vesturs, en ekki frá norðri til suðurs. Þannig vanti ýmsar tengingar sem æskilegt væri að hafa. Hann nefnir veg um Fossvog og Sundabraut, sem aldrei hafi orðið að veruleika. „Á stórum köflum er þetta sprungið,“ segir hann og nefnir að öll umferðin út úr höfuðborginni tengist í einni trekt í Ártúnsbrekkunni.

Björn Jón Bragason er áhugmaður um skipulagsmál.
Björn Jón Bragason er áhugmaður um skipulagsmál. mbl.is/Rax

Styttra inn í Reykjavík

Björn Jón segir að margvíslegur ávinningur fengist af byggingu Skerjabrautar enda blasi við, ef öll landamæri séu fjarlægð, að Skerjafjörðurinn sé miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. „Með vegtengingu yfir Skerjafjörð væri stór hluti umferðar tekinn út fyrir byggð, en mikil mengun og ónæði hlýst af umferðarþunga í Hlíðunum eins og allir þekkja. Garðbæingar og Hafnfirðingar yrðu mun skemur á leiðinni til Reykjavíkur, en brautin lendir í næsta nágrenni við stærstu vinnustaði landsins, Háskólana tvo, Landspítalann, stjórnsýsluna, flugvöllinn, auk margs konar verslunar og þjónustu,“ segir hann í myndinni. Hann bendir líka á að hægt yrði að nýta betur þá fjárfestingu sem liggur í atvinnuhúsnæði í miðbænum og á Seltjarnarnesi.

Hann segir að brautin yrði líka mikilvægur öryggisþáttur en eins og sakir standa geti umferðarþunginn í Reykjavík hamlað för forgangsbifreiða. Brautin væri til þess fallin að létta verulega á umferðarþunganum og dreifa álaginu betur.

Góð reynsla af landfyllingum

Björn Jón segir að flestar ef ekki allar aðgerðir sem rætt er um, þegar kemur að samgöngubótum, séu afar kostnaðarsamar. Þar nefnir hann hugmyndir um flugvöllinn, borgarlínu og dýrustu útfærslu Sundabrautar, framkvæmdir sem hlaupi sumar á tugum milljarða króna. Hann segir að Skerjabraut þyrfti alls ekki að vera svo dýr, enda sé að stærstum hluta mjög grunnt á því svæði sem hann sér fyrir sér að brautin yrði. Brúin sjálf þyrfti aðeins að ná yfir stuttan hluta leiðarinnar, sem í heild er um tveir kílómetrar. Hann bendir á að Íslendingar hafi góða reynslu af því að leggja vegi á landfyllingar og nefnir í því samhengi Sæbraut, Gilsfjarðarbrúa og veginn um Kjálkafjörð. „Það er mikilvægt í þessari umræðu að framtíðarsýnin sé raunhæf og hagkvæm,“ segir Björn Jón.

Hér má sjá hvernig Skerjabraut myndi líta út, gangi hugmyndirnar ...
Hér má sjá hvernig Skerjabraut myndi líta út, gangi hugmyndirnar eftir. Stilla úr myndinni Skerjabraut

Ný byggð á Álftanesi

Hann sér fyrir sér að í kjölfar byggingar Skerjabrautar gæti mikil og blómleg byggð risið á Álftanesi. Þar liggi verðmætt byggingaland sem ekki sé nýtt í dag. Á þeim slóðum væri mjög eftirsóknarvert að búa, í ljósi nálægðar við miðbæ Reykjavíkur og veðursældar. „Ungt fólk vill búa í nálægð, reiðhjólafjarlægð, við gróinn miðbæ,“ segir hann við mbl.is.

Björn Jón sér líka fyrir sér að auðvelt væri að gera vegtengingu frá Bessastaðanesi, sem mætti nýta sem gott byggingarland, yfir á Kársnes. „Ég er sannfærður um að með brú yfir Skerjafjörð og mikilli uppbyggingu á Álftanesi getum við á næstu árum og áratugum byggt upp miklu skemmtilegri borg,“ segir hann í myndinni.

Umferðarvandinn blasir við

Björn Jón segir að þeir sveitarstjórnarmenn sem hann hefur rætt við séu mjög jákvæðir fyrir hugmyndinni. Hann hafi fengið mikil og góð viðbrögð við myndinni. „Mér finnst gaman að þessar gömlu hugmyndir séu núna að fá verðskuldaða athygli. Þetta er orðið raunhæfara núna en þetta var þá. Og umferðarvandinn blasir við okkur alls staðar.“

Hann bendir líka á í myndinni að hægt væri að ná sátt um flugvöllinn með því að hnika til neyðarbrautinni og færa hana út í sjó með landfyllingu. Hann segir afar mikilvægt að ná lendingu í flugvallarmálinu og telur að þessar hugmyndir geti verið skref í þá átt.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »

Æ, er hún ekki alltaf svo glöð?“

11:13 Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er setning sem komið hefur margoft upp í samtölum okkar þáttastjórnanda morgunþáttarins Ísland vaknar að undanförnu. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

„Er eitthvað að óttast við faglegt mat?“

11:18 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ástæða væri til að fagna stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í málum er varða Landspítalann. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin væri einhuga í málinu. Meira »

Drengir yngri en 11 ára horfa á klám

11:11 Íslenskir drengir eiga Norðurlandamet í klámáhorfi og meðalaldur íslenskra drengja er 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Margir eru því mun yngri en 11 ára þegar þeir sjá klám í fyrsta skipti. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra jafnréttismála. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...