Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

Ágústa Eva og Gunni skipa Sycamore Tree.
Ágústa Eva og Gunni skipa Sycamore Tree. mbl.is/RAX

Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina.

Hljómsveitin Sycamore Tree sendir frá sér sína fyrstu plötu, Shelter, um helgina og verða tónleikarnir á útgáfudaginn, sunnudaginn 24. september, í Kaldalóni í Hörpu. Hljómsveitina skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Þau eru bæði þekkt í öðrum listamannahlutverkum en Ágústa Eva er jafnframt leikkona og Gunni er þekktur fatahönnuður (GK, Andersen & Lauth, Freebird). Það er ekki lengra síðan en í júlí í fyrra að hann sendi henni skilaboð um samstarf, sem hefur gengið vel og nú rúmlega ári síðar er fyrsta platan tilbúin. Nokkur lög hafa þegar komið út og hafa þessir hugljúfu tónar átt upp á pallborðið hjá íslenskum útvarpsstöðvum.

„Hann er náttúrlega færibandamaður. Það eru ekki margir listamenn sem eru með svona gott verkvit og skipulag. Við getum verið með svolítið spes heila og verið í ákveðnu tímaleysi en þessi er búinn að fá svo góða þjálfun í tískubransanum,“ segir Ágústa Eva um samstarfsmann sinn og hann viðurkennir það.

Frelsi í skipulaginu

„Í mínum heimi, ef þú missir af skilafrestinum, ertu dauður. Þú ert hluti af risastóru apparati sem gengur á tímalínu og þú verður bara að skila þínu. Þú getur ekki leyft þér munaðinn að vera sá listamaður sem vaknar upp dag eftir dag og segir: nei, mér líður ekki eins og ég geti skapað í dag,“ segir hann og heldur áfram: „Þú getur ekki leyft þér þann munað lengi að bíða eftir andagiftinni. Hún kemur með vinnunni,“ segir hann.

„Það felst mikið frelsi í skipulaginu,“ segir Ágústa Eva en þau eru bæði óhrædd við að framkvæma hlutina.

Upphafið að þessu verkefni liggur hjá Gunna. „Ég ákvað að gera plötu 1. janúar 2016 og talaði við Ómar mánuði síðar,“ segir hann og á þar við Ómar Guðjónsson, gítarleikara með meiru, en hann útsetti lögin.

Gunni notar símann í hugmyndavinnu, tekur upp þegar hann spilar á gítarinn og grunnurinn að fyrsta laginu varð til strax á nýársdag. Það var lagið „My Heart Beats for You“ sem er fyrsta lagið á plötunni og jafnframt fyrsta lagið sem þau tóku upp.

Þau þekktust ekki áður en Ómar er tengingin á milli þeirra tveggja en hann er góður vinur beggja.

Hvernig vissirðu að Ágústa Eva myndi passa svona vel inn í þetta verkefni?
„Það er bara röddin, ég hef alltaf verið svo hrifinn af röddinni hennar.“
Hann nefnir til dæmis Megasarlagið „Lengi skal manninn reyna“ sem Ágústa Eva söng. Síðan má ekki gleyma Silvíu Nótt. „Alveg frábærar raddir í því verkefni, allt öðruvísi beiting en maður heyrir að það er ótrúlega mikil næmni í röddinni, sem við Ómar vissum að myndi passa fullkomlega fyrir þetta.“

Samstarf þeirra við Ómar hefur verið gefandi. „Hann er sjálfur ekki vanur að vera pródúsent fyrir aðra þó hann sé með mikla reynslu sem tónlistarmaður,“ segir Gunni.

„Stór partur af honum er djassinn, þessi spunaheimur þar sem allt er hægt og allt í boði. Þetta á vel við hann. Hann er ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir frekar en við,“ segir Ágústa Eva um vinnslu plötunnar.

Allsber og brothætt

En hvernig skyldi henni síðan hafa fundist að syngja þessi lög?

 „Mér finnst það mjög eðlilegt. Þetta er ekkert mál einhvern veginn, þetta er allt á jafnsléttu. Vanalega syng ég tónlist sem annað fólk hefur sungið áður. Það er allt annað. Núna er ég til dæmis að æfa fyrir Ellu Fitzgerald-tónleika. Það er bara söngleikfimi. Ég hef líka sungið arabískan söngspuna. Mér finnst gaman að ráðast í þannig verkefni en síðan er allt öðruvísi að ganga í eitthvað svona sem er algjörlega autt blað, bara einhverjar nótur. Þetta eru fallegar einfaldar ballöður,“ segir hún og Gunni tekur við:

„Fyrsta skrefið er að hittast tvö og vinna með lögin áður en við förum í stúdíóið, bara röddin hennar og gítarinn. Þá eru lögin algjörlega allsber og brothætt.“

Þau lýsa þessu bæði sem skemmtilegu verkefni og segja ferlið hafa verið „eðlilegt og heiðarlegt“.

Það er líka einhver einlægni og næmni í tónlistinni. „Það er grunnurinn í þessu, þessir tilfinningastrengir og svo er búið til heimili utan um þau,“ segir hún en lögin fjalla um ástina frá ýmsum hliðum en Gunni semur textana.

Litbrigði ástarinnar

„Við erum ekki viðkvæm að segja þessa hluti,“ segir hann.

„Það er helst ég sem er viðkvæm fyrir því,“ segir Ágústa Eva. „Hann skrifar eitthvað fallegt og einlægt og ég segi bara, nei, þetta er alltof væmið! Ástin vekur allskonar tilfinningar og er af öllum stærðum og gerðum hvort sem hún er til barns, fullorðins eða fjölskyldu. Litbrigði ástarinnar eru svo mörg,“ segir Ágústa Eva og bætir við að þó lögin séu ástarlög séu þau ólík.

„Ástin er falleg, sár, ljót og bitur, sæt og allskonar,“ segir Gunni. „Lífið er langt og flókið. Við eigum mörg orð yfir snjó og slyddu en við ættum frekar að eiga svona mörg orð um ást. Hún er miklu flóknara fyrirbæri.“

Gunni er búinn að vera með konu sinni, Kolbrúnu, í 25 ár. „Gift í 23 ár. Ég á vini sem hafa verið giftir fjórum sinnum á þessum tíma!“

Ástarljóðin komu á hárréttum tíma fyrir naglann Ágústu Evu.

„Ef ég væri ekki svona ástfangin sjálf veit ég ekki hvort ég hefði gefið þessu séns,“ segir hún en maður hennar er Aron Pálmarsson handboltamaður og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman í byrjun nóvember. Fyrir á Ágústa Eva sex ára dreng.

„Ef Gunni hefði komið með þetta til mín á einhverjum öðrum tíma hefði ég sagt nei. En það var bara eins og hann væri að skrifa um mínar tilfinningar og líf mitt. Þegar það kom erfitt lag eða skilnaðarlag, þá stóð þannig á að maðurinn minn var akkúrat að fara til útlanda. Þetta var mjög auðvelt fyrir mig tjáningarlega.“

Verður að vera heiðarlegt

Hún tók því væmninni fagnandi nú en á sama tíma er henni annt um skilaboðin og hvernig hún segir söguna. „Það er leikarinn í manni, maður er að búa til heim og hugsa um hvaðan er maður að koma, hvað maður er að segja og hvað maður vill. Þetta verður að vera heiðarlegt til að vera satt og til þess að ganga upp. Ef maður er bara að syngja einhvern texta og er ekkert að hugsa um meininguna og leggja neitt frá sjálfum sér í það, held ég að fáir nenntu að hlusta. Fólk finnur að það er eitthvað satt í tónlistinni og eitthvað sem það tengir við.“

Platan heitir Shelter og segir Ágústa Eva hana einmitt vera „skjól í þessum harða heimi“.
Þau hugsa bæði á sjónrænan hátt enda er Gunni fatahönnuður og Ágústa Eva er bæði myndlistar- og hönnunarmenntuð. „Þetta er svo stór partur af tónlistinni. Þess vegna hlökkum við mikið til að flytja þessa tónlist á okkar forsendum á tónleikunum, miðla betur tilfinningunum og því sem við erum að skapa,“ segir hún.

Á útgáfutónleikum njóta þau krafta fjölda valinkunnra hljóðfæraleikara sem endurskapa stóran hljóðheim plötunnar. Meðal gesta verða Arnar Guðjónsson, Arnar Gíslason, Samúel Jón Samúelsson, Roland Hartwell, Örnólfur Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir og Dagný Halla Björnsdóttir.

„Þessi plata; nú erum við búin að loka henni og ég get ekki beðið með að byrja á næstu. Það er bara búið að segja einn kafla í sögunni,“ segir Gunni þannig að Sycamore Tree á enn eftir að vaxa og breiða úr sér.

Innlent »

Heillaður af löngu látnum greifa

Í gær, 22:45 Nafnið Rumford greifi er ef til vill ekki á hvers manns vitorði hér í fásinninu. Það er eigi að síður svo að sitthvað sem þessi bresk/bandaríski vísindamaður fann upp fyrir meira en tveimur öldum kemur reglulega við sögu í okkar lífi öllum þessum árum síðar. Meira »

Gáleysi skipstjóra olli strandi Skrúðs

Í gær, 22:10 Gáleysi skipstjóra olli strandi Viðeyjarferjunnar Skrúðs í september í fyrra. Þetta kemur fram í áliti rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þar segir einnig að skipstjórinn hafi ekki verið lögskráður á bátinn. Meira »

Mat verði lagt á reynsluna af EES

Í gær, 21:41 Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður. Meira »

Elsa leiðir Framsókn á Akranesi

Í gær, 21:29 Elsa Lára Arnardóttir skrifstofustjóri leiðir lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi í vor. Ragnar Baldvin Sæmundsson verslunarmaður er í 2. sæti og Liv Åse Skarstad húsmóðir í 3. sæti. Meira »

Endurkoma Don Cano

Í gær, 20:51 Það muna margir eftir tískumerkinu Don Cano sem kom fyrst á markað árið 1981 en vinsældir Don Cano-krumpu- og glansgallanna voru gríðarlegar á sínum tíma og má í raun segja að þessir eftirminnilegu gallar hafi gersamlega átt íslenskan markað. Nú er framleiðsla á merkinu hafin að nýju. Meira »

Skór sem koma fólki í spariskap

Í gær, 20:50 Hönnunarsafn Íslands blæs til heljarinnar skóveislu á morgun, sunnudag. Í tilefni af tíu ára afmæli Kron by Kronkron verða til sýnis 800 skópör úr smiðju þeirra Hugrúnar Daggar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar. Meira »

Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

Í gær, 20:40 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári. Meira »

Handverksbjór og hamborgarar

Í gær, 20:49 „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Meira »

Heppinn lottóspilari vann 26 milljónir

Í gær, 19:55 Einn heppinn lottóspilari var með allar fimm tölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í kvöld. Hann fær í sinn hlut rúmar 26 milljónir króna. Meira »

Réttarhöld í vændismálum verði opin

Í gær, 19:44 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að opnun réttarhalda í vændis- og mansalsmálum myndi hjálpa til í baráttunni gegn vændisstarfsemi. Meira »

Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

Í gær, 19:42 Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

Í gær, 18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

Í gær, 18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

Í gær, 17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

Í gær, 16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

Í gær, 17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

Í gær, 17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Land Crusier VX 2004
Til sölu Toyota L.C, vx árg. 2004. Í ágætu standi, ekinn 218 þús. Verð kr. 1.4...
KTM 1090 R verð: 2.549.000,-
Litli bróðir 1290 R ! 125 hp. aðeins 207 kg. Léttleiki og snerpa á þjóðvegi eða ...
 
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...