Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

Sjálfstæðismenn vilja að ný samgöngumannvirki standist öryggisstaðla.
Sjálfstæðismenn vilja að ný samgöngumannvirki standist öryggisstaðla. Eggert Jóhannesson

Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður.

Þetta kemur fram í svari Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Á fundi ráðsins í gær lögðu fulltrúar flokksins fram bókun þess efnis að æskilegt væri að öll ný umferðarmannvirki í borginni væru hönnuð með hliðsjón af alþjóðlegum viðurkenndum umhverfisstöðlum.

„Af svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn um veggi við Miklubraut verður ráðið að umrædd mannvirki standist ekki evrópska umferðaröryggisstaðla, hvorki grjótveggur norðan Miklubrautar né steyptur veggur sunnan hennar. Ekki verður hjá því komist að gera alvarlegar athugasemdir við slík vinnubrögð um leið og óskað er eftir því að úr verði bætt,“ segir í bókuninni. Þá er bent á að 8 alvarleg slys hafi orðið á vegkaflanum frá árinu 1996.

Veggir valdir til að mæta kröfum íbúa

Undanfarið hefur verið unnið að því að reisa hlaðinn vegg milli Miklubrautar og Klambratúns en samhliða er verið að byggja strætórein og göngu- og hjólastíg. Þá á að steypa upp vegg hinu megin götunnar.

Veggurinn stendur í um 1,3 til 1,5 metra hæð yfir ...
Veggurinn stendur í um 1,3 til 1,5 metra hæð yfir götunni. Gangandi og hjólandi vegfarendur eiga að sjá vel yfir hann - en gera má ráð fyrir að það sé einstaklingsbundið. Eggert Jóhannesson

í svarinu kemur fram að valið hafi staðið á milli þess að hafa lága veggi sitt hvoru megin götunnar eða girðingu í miðeyju. Íbúar hafi ítrekað lagt fram beiðnir um að samhliða uppbyggingu strætóreinar yrði „hljóðvist bætt og umhverfið fegrað með meiri gróðri.“ Tekið er fram að grjótveggurinn að norðanverðu standi í 1,3 til 1,5 metra hæð yfir akbrautinni , svo gangandi og hjólandi muni sjá yfir þá. Þá muni aftan við veggina beggja vegna götunnar koma runnagróður og tré. „Umhverfisgæði þeirra sem þarna búa og fara um gangandi og hjólandi munu aukast talsvert frá því sem nú er.“

Hvorugur árekstrarprófaður

í svarinu kemur enn fremur fram að hvorugur veggjanna, sá steypti að sunnanverðu eða sá hlaðni norðanmegin götunnar hafi verið árekstrarprófaður eða fengið vottun sem eftirgefanlegur vegbúnaður. Verkefnið sé hins vegar samstarfsverkefni borgarinnar og Vegagerðarinnar.

„Sérfræðingar sem unnið hafa að verkefninu hafa ekki talið ástæðu til að setja upp vegrið til að varna því að bílar aki á veggi norðan eða sunnan götunnar. Ef vilji er til að setja vegrið, til að verja veggi fyrir árekstrum er rými til þess Klambratúnsmegin en ekki sunnanmegin,“ segir í svari Samgöngustjóra sem er jafnframt megininntakið í gagnbókun meirihluta borgarráðs. Þar er tekið fram að vilji borgarinnar standi til að draga úr umferðarhraða um götuna. Það sé besta öryggisaðgerðin.

mbl.is

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Páskar í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...