Stormur við suðurströndina

Vindaspáin klukkan 20 í kvöld.
Vindaspáin klukkan 20 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við stormi með suðurströndinni í kvöld og einnig snörpum vindhviðum við fjöll á Suðvesturlandi. Útlit fyrir talsverða eða mikla rigningu suðaustantil á landinu út vikuna.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Vegagerðin segir að óveðrið fylgi því þegar skil lægðar fara hratt yfir landið. Þá megi reikna með vindhviðum allt að 35 m/s undir Eyjafjöllum eftir kl. 21 og fram yfir miðnætti. Eins um tíma seint í kvöld undir Hafnarfjalli, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert