„Ákærði á sér engar málsbætur“

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í dag. Niðurstaða dómsins er að Thomas Möller Olsen, skipverji á togaranum Polar Nanoq, sæti nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Fátítt er að svo langir fangelsisdómar falli hér á landi.

Í dóminum kemur fram að Thomas hafi veist að Birnu með ítrekuðum höggum og tekið hana kröftugu kverkataki. Því næst hafi hann komið henni í vatn þar sem hún drukknaði. „Atlaga ákærða var því bæði afar hrottafengin og langdregin. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framansögðu að ákærði aðhafðist margt til þess að reyna að leyna broti sínu. Þá freistaði hann þess með framburði sínum fyrir dómi að varpa sök á skipsfélaga sinn,“ segir í dómnum.

Þessi atriði horfi til refsiþyngingar og vísaði dómurinn til 1., 2., 3. og 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við refsimatið var einnig litið til þess að Thomas var einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Hafna framburði um aðkomu Nikolajs

Héraðsdómur telur sannað að Birna hafi verið í bílaleigubíl sem Thomas hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar sl. Vísaði dómurinn m.a. til rannsókna á blóði úr Birnu sem fannst í bílnum. Einnig telur dómurinn sannað að veist hafi verið að Birnu með ofbeldi í bílnum. Hún hafi ítrekað verið slegin í andlit og höfuð, hún hafi verið tekin kverkataki og hert að „með ofsafengnum hætti“ í langan tíma. Ennfremur telur dómurinn að á grundvelli rannsóknarniðurstaðna verði því slegið föstu að eftir árásina hafi brotaþola verið komið í vatn, sjó eða ferskvatn, rænulausri eða í það minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún hafi drukknað með skjótum hætti.

Við aðalmeðferð málsins beindist málflutningur Thomasar að miklu leyti að Nikolaj, skipverja á Polar Nanoq, sem hann sagði hafa keyrt á brott með Birnu á bílaleigubifreið sem þeir höfðu umráð með, aðfaranótt 14. janúar sl., við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Í forsendum dómsins segir að ekkert haldbært hafi komið fram í málinu sem styddi þessa frásögn Thomasar.

„Í því sambandi skal sérstaklega tekið fram að dómurinn telur að engu verði slegið föstu um það á grundvelli myndskeiðs úr eftirlitsmyndavél á húsi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, sem staðsett er við Hnoðraholtsbraut, að þegar bílnum hafi verið ekið frá húsinu hafi enginn setið í hægra framsæti, svo sem byggt var á af hálfu ákærða við aðalmeðferð málsins,“ segir í forsendum dómsins. Í ljósi m.a. þessa taldi dómurinn að framburður Nikolaj fyrir dómi um atvik máls aðfaranótt 14. janúar sl., svo langt sem hann næði, hefði stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna og hafi þannig að sínu leyti verið trúverðugur.

Dómurinn telur framburð Thomasar um þrif á umræddum bílaleigubíl afar ótrúverðugan í ljósi rannsóknarniðurstaðna sem unnar voru um lífsýni og blóð í bílnum. Thomast bar því við að hann hefði þrifið bílinn vegna þess að í aftursæti hans væri æla. Telur dómurinn sannað að blóð var víða í bílnum auk ummerkja um blóð. Í framburði Thomasar kom fram að hann hefði ekki séð blóð þegar hann þreif bílinn að innan, en dómurinn telur þann framburð afar ótrúverðugan með hliðsjón af rannsóknarniðurstöðunum.

Kílómetrarnir enn óútskýrðir

Í dómnum segir að ekki hafi tekist að upplýsa hvernig brotaþola hafi verið komið þangað sem lík hennar hafi á endanum fundist. Telur dómurinn að miðað við skýringar á leim akstursleiðum sem ákæri hafi ekið bílaleigubílnum á meðan hann hafði hann á leigu, sé enn að lágmarki óútskýrður um 140 kílómetra akstur. Telur dómurinn ljóst að miðað við þær upplýsingar sem lagðar hafi verið fram að sú vegalengd nægi til þess að aka frá Hafnarfjarðarhöfn og á það svæði þar sem lík brotaþola fannst og aftur til baka. Einnig kemur fram að ákærði hafi fimm sinnum áður leigt bíl hér á landi og sé ekki alls ókunnugur á Suðvesturhorninu. Hann hafi enda oft ekið talsverðar vegalengdir hér á landi.

Í ályktunarorðum dómsins um fyrri ákærulið málsins, þ.e. manndráp, segir að eftir heildstætt mat á þeim atriðum sem rakin hafi verið, telji dómurinn sannað gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru.

Gert að greiða foreldrunum miskabætur og útfararkostnað

Brjánn Guðjóns­son og Sigurlaug Hreinsdóttir, foreldrar Birnu, fá bæði 3,5 milljónir króna í miskabætur, en Thomasi verður einnig gert að greiða Brjáni um 750 þúsund króna útfararkostnað. Í dómsniðurstöðunni segir að við mat á bótafjárhæðunum megi líta til þess að dóttir þeirra, tvítug að aldri, hafi verið „hrifin frá þeim fyrirvaralaust.“ Ákærða verður einnig gert að greiða foreldrum Birnu málskostnað, en að mati dómsins er hann hæfilegur 750 þúsund krónur til hvors þeirra um sig. Verj­andi Thomas­ar fær rúm­lega 20 millj­ón­ir króna.

„Sá langi tími sem leið frá hvarfi brotaþola og þar til hún fannst látin var óumdeilanlega til þess fallinn að auka enn á miska þeirra,“ segir í dómnum. „Sú mikla athygli og umfjöllun sem málið hefur hlotið var enn fremur til þess fallin að auka á miska foreldranna,“ segir í dómnum. 

mbl.is

Innlent »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »

Viðkvæm en ekki í hættu

05:30 Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU). Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Fallega jólaskeiðin frá ERNU er komin
Jólaskeiðin 2018 er nú fáanleg í verslun okkar í Skipholti 3. Sama verð frá 2015...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...