„Ákærði á sér engar málsbætur“

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í dag. Niðurstaða dómsins er að Thomas Möller Olsen, skipverji á togaranum Polar Nanoq, sæti nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Fátítt er að svo langir fangelsisdómar falli hér á landi.

Í dóminum kemur fram að Thomas hafi veist að Birnu með ítrekuðum höggum og tekið hana kröftugu kverkataki. Því næst hafi hann komið henni í vatn þar sem hún drukknaði. „Atlaga ákærða var því bæði afar hrottafengin og langdregin. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framansögðu að ákærði aðhafðist margt til þess að reyna að leyna broti sínu. Þá freistaði hann þess með framburði sínum fyrir dómi að varpa sök á skipsfélaga sinn,“ segir í dómnum.

Þessi atriði horfi til refsiþyngingar og vísaði dómurinn til 1., 2., 3. og 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við refsimatið var einnig litið til þess að Thomas var einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Hafna framburði um aðkomu Nikolajs

Héraðsdómur telur sannað að Birna hafi verið í bílaleigubíl sem Thomas hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar sl. Vísaði dómurinn m.a. til rannsókna á blóði úr Birnu sem fannst í bílnum. Einnig telur dómurinn sannað að veist hafi verið að Birnu með ofbeldi í bílnum. Hún hafi ítrekað verið slegin í andlit og höfuð, hún hafi verið tekin kverkataki og hert að „með ofsafengnum hætti“ í langan tíma. Ennfremur telur dómurinn að á grundvelli rannsóknarniðurstaðna verði því slegið föstu að eftir árásina hafi brotaþola verið komið í vatn, sjó eða ferskvatn, rænulausri eða í það minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún hafi drukknað með skjótum hætti.

Við aðalmeðferð málsins beindist málflutningur Thomasar að miklu leyti að Nikolaj, skipverja á Polar Nanoq, sem hann sagði hafa keyrt á brott með Birnu á bílaleigubifreið sem þeir höfðu umráð með, aðfaranótt 14. janúar sl., við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Í forsendum dómsins segir að ekkert haldbært hafi komið fram í málinu sem styddi þessa frásögn Thomasar.

„Í því sambandi skal sérstaklega tekið fram að dómurinn telur að engu verði slegið föstu um það á grundvelli myndskeiðs úr eftirlitsmyndavél á húsi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, sem staðsett er við Hnoðraholtsbraut, að þegar bílnum hafi verið ekið frá húsinu hafi enginn setið í hægra framsæti, svo sem byggt var á af hálfu ákærða við aðalmeðferð málsins,“ segir í forsendum dómsins. Í ljósi m.a. þessa taldi dómurinn að framburður Nikolaj fyrir dómi um atvik máls aðfaranótt 14. janúar sl., svo langt sem hann næði, hefði stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna og hafi þannig að sínu leyti verið trúverðugur.

Dómurinn telur framburð Thomasar um þrif á umræddum bílaleigubíl afar ótrúverðugan í ljósi rannsóknarniðurstaðna sem unnar voru um lífsýni og blóð í bílnum. Thomast bar því við að hann hefði þrifið bílinn vegna þess að í aftursæti hans væri æla. Telur dómurinn sannað að blóð var víða í bílnum auk ummerkja um blóð. Í framburði Thomasar kom fram að hann hefði ekki séð blóð þegar hann þreif bílinn að innan, en dómurinn telur þann framburð afar ótrúverðugan með hliðsjón af rannsóknarniðurstöðunum.

Kílómetrarnir enn óútskýrðir

Í dómnum segir að ekki hafi tekist að upplýsa hvernig brotaþola hafi verið komið þangað sem lík hennar hafi á endanum fundist. Telur dómurinn að miðað við skýringar á leim akstursleiðum sem ákæri hafi ekið bílaleigubílnum á meðan hann hafði hann á leigu, sé enn að lágmarki óútskýrður um 140 kílómetra akstur. Telur dómurinn ljóst að miðað við þær upplýsingar sem lagðar hafi verið fram að sú vegalengd nægi til þess að aka frá Hafnarfjarðarhöfn og á það svæði þar sem lík brotaþola fannst og aftur til baka. Einnig kemur fram að ákærði hafi fimm sinnum áður leigt bíl hér á landi og sé ekki alls ókunnugur á Suðvesturhorninu. Hann hafi enda oft ekið talsverðar vegalengdir hér á landi.

Í ályktunarorðum dómsins um fyrri ákærulið málsins, þ.e. manndráp, segir að eftir heildstætt mat á þeim atriðum sem rakin hafi verið, telji dómurinn sannað gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru.

Gert að greiða foreldrunum miskabætur og útfararkostnað

Brjánn Guðjóns­son og Sigurlaug Hreinsdóttir, foreldrar Birnu, fá bæði 3,5 milljónir króna í miskabætur, en Thomasi verður einnig gert að greiða Brjáni um 750 þúsund króna útfararkostnað. Í dómsniðurstöðunni segir að við mat á bótafjárhæðunum megi líta til þess að dóttir þeirra, tvítug að aldri, hafi verið „hrifin frá þeim fyrirvaralaust.“ Ákærða verður einnig gert að greiða foreldrum Birnu málskostnað, en að mati dómsins er hann hæfilegur 750 þúsund krónur til hvors þeirra um sig. Verj­andi Thomas­ar fær rúm­lega 20 millj­ón­ir króna.

„Sá langi tími sem leið frá hvarfi brotaþola og þar til hún fannst látin var óumdeilanlega til þess fallinn að auka enn á miska þeirra,“ segir í dómnum. „Sú mikla athygli og umfjöllun sem málið hefur hlotið var enn fremur til þess fallin að auka á miska foreldranna,“ segir í dómnum. 

mbl.is

Innlent »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »

Tesla setur nýtt sölumet rafbíla í Noregi

16:30 Sala á rafbílnum Tesla Model 3 í Noregi í mars virðist hafa slegið fyrra sölumet rafbíla í landinu. Þá miðað við sölu í einum mánuði. Rafbílar frá Tesla hafa selst vel í Noregi. Meira »

Utanfélagsmenn óbundnir af boðun

15:47 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ sagði Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Meira »

Ingimundur úr stjórn Isavia

15:44 Ingimundur Sigurpálsson lét af embætti stjórnarformanns Isavia á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag á Hótel Natura í Reykjavík. Ingimundur hefur verið formaður stjórnar Isavia undanfarin sex ár. Meira »

Píratar bjóða börnum pítsur

15:32 Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að bjóða þeim pítsur í skólanum og hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pítsu á Austurvelli. Meira »

Útilokað fyrir blinda að labba Laugaveg

15:09 „Það er nánast útilokað fyrir mig að labba Laugavegin vegna allra hindrana á gangstéttunum. Öll þessi auglýsingaskilti frá veitingastöðum og verslunum eru alls staðar,” segir Vilhjálmur Gíslason sem er blindur og notast við blindrastaf. Meira »

Bíða eftir niðurstöðu efnissýna

14:50 Beðið er eftir niðurstöðu efnissýna sem tekin voru á fjórum stöðum í Ártúnsskóla vegna gruns um myglu. Þak skólans lekur og einnig hefur verið lekavandamál meðfram gluggum á glervegg. Sýni voru tekin á þessum stöðum í byggingunni. Meira »

Leki í skipi úti fyrir Hafnarfirði

14:36 Leki kom upp í togskipinu Degi úti fyrir Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag og voru björgunaraðilar kallaðir til. Fimm manns eru um borð í skipinu og var ekki talið að mikil hætta væri á ferð. Meira »

Gagnrýnir „plebbaskap“ þingmanna

14:26 „Sumir þingmenn halda að það sé hlutverk þeirra að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Þingmenn sem geta ekki einu sinni haft sæmilegt eftirlit með sjálfum sér hafa ekkert með slík eftirlitsstörf að gera.“ Meira »

Ber að leggja niður störf

14:04 Allir þeir sem sinna starfi sem heyrir undir kjarasamning Eflingar og verkfallsboðun félagsins nær til, verða að leggja niður störf á morgun hvort sem þeir eru í öðrum félögum eða utan stéttarfélaga, segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, í samtali við mbl.is. Meira »

Um 90 manns í sýnatöku vegna mislinga

13:39 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er 6 og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 90 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

Vinnufundur deiluaðila stendur yfir

13:32 Vinnufundur stendur yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Framsýnar funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Meira »

Skortir á skilning lækna vegna ófrjósemi

13:24 „Staðan fyrir konur með endómetríósu er ekkert voðalega góð upp á að fá aðstoð við frjósemina,“ segir Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu sem standa fyrir málþingi um endómetríósu og ófrjósemi. Meira »
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...