„Ákærði á sér engar málsbætur“

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í dag. Niðurstaða dómsins er að Thomas Möller Olsen, skipverji á togaranum Polar Nanoq, sæti nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Fátítt er að svo langir fangelsisdómar falli hér á landi.

Í dóminum kemur fram að Thomas hafi veist að Birnu með ítrekuðum höggum og tekið hana kröftugu kverkataki. Því næst hafi hann komið henni í vatn þar sem hún drukknaði. „Atlaga ákærða var því bæði afar hrottafengin og langdregin. Þá liggur einnig fyrir samkvæmt framansögðu að ákærði aðhafðist margt til þess að reyna að leyna broti sínu. Þá freistaði hann þess með framburði sínum fyrir dómi að varpa sök á skipsfélaga sinn,“ segir í dómnum.

Þessi atriði horfi til refsiþyngingar og vísaði dómurinn til 1., 2., 3. og 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við refsimatið var einnig litið til þess að Thomas var einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Hafna framburði um aðkomu Nikolajs

Héraðsdómur telur sannað að Birna hafi verið í bílaleigubíl sem Thomas hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar sl. Vísaði dómurinn m.a. til rannsókna á blóði úr Birnu sem fannst í bílnum. Einnig telur dómurinn sannað að veist hafi verið að Birnu með ofbeldi í bílnum. Hún hafi ítrekað verið slegin í andlit og höfuð, hún hafi verið tekin kverkataki og hert að „með ofsafengnum hætti“ í langan tíma. Ennfremur telur dómurinn að á grundvelli rannsóknarniðurstaðna verði því slegið föstu að eftir árásina hafi brotaþola verið komið í vatn, sjó eða ferskvatn, rænulausri eða í það minnsta ósjálfbjarga, þar sem hún hafi drukknað með skjótum hætti.

Við aðalmeðferð málsins beindist málflutningur Thomasar að miklu leyti að Nikolaj, skipverja á Polar Nanoq, sem hann sagði hafa keyrt á brott með Birnu á bílaleigubifreið sem þeir höfðu umráð með, aðfaranótt 14. janúar sl., við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Í forsendum dómsins segir að ekkert haldbært hafi komið fram í málinu sem styddi þessa frásögn Thomasar.

„Í því sambandi skal sérstaklega tekið fram að dómurinn telur að engu verði slegið föstu um það á grundvelli myndskeiðs úr eftirlitsmyndavél á húsi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, sem staðsett er við Hnoðraholtsbraut, að þegar bílnum hafi verið ekið frá húsinu hafi enginn setið í hægra framsæti, svo sem byggt var á af hálfu ákærða við aðalmeðferð málsins,“ segir í forsendum dómsins. Í ljósi m.a. þessa taldi dómurinn að framburður Nikolaj fyrir dómi um atvik máls aðfaranótt 14. janúar sl., svo langt sem hann næði, hefði stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna og hafi þannig að sínu leyti verið trúverðugur.

Dómurinn telur framburð Thomasar um þrif á umræddum bílaleigubíl afar ótrúverðugan í ljósi rannsóknarniðurstaðna sem unnar voru um lífsýni og blóð í bílnum. Thomast bar því við að hann hefði þrifið bílinn vegna þess að í aftursæti hans væri æla. Telur dómurinn sannað að blóð var víða í bílnum auk ummerkja um blóð. Í framburði Thomasar kom fram að hann hefði ekki séð blóð þegar hann þreif bílinn að innan, en dómurinn telur þann framburð afar ótrúverðugan með hliðsjón af rannsóknarniðurstöðunum.

Kílómetrarnir enn óútskýrðir

Í dómnum segir að ekki hafi tekist að upplýsa hvernig brotaþola hafi verið komið þangað sem lík hennar hafi á endanum fundist. Telur dómurinn að miðað við skýringar á leim akstursleiðum sem ákæri hafi ekið bílaleigubílnum á meðan hann hafði hann á leigu, sé enn að lágmarki óútskýrður um 140 kílómetra akstur. Telur dómurinn ljóst að miðað við þær upplýsingar sem lagðar hafi verið fram að sú vegalengd nægi til þess að aka frá Hafnarfjarðarhöfn og á það svæði þar sem lík brotaþola fannst og aftur til baka. Einnig kemur fram að ákærði hafi fimm sinnum áður leigt bíl hér á landi og sé ekki alls ókunnugur á Suðvesturhorninu. Hann hafi enda oft ekið talsverðar vegalengdir hér á landi.

Í ályktunarorðum dómsins um fyrri ákærulið málsins, þ.e. manndráp, segir að eftir heildstætt mat á þeim atriðum sem rakin hafi verið, telji dómurinn sannað gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru.

Gert að greiða foreldrunum miskabætur og útfararkostnað

Brjánn Guðjóns­son og Sigurlaug Hreinsdóttir, foreldrar Birnu, fá bæði 3,5 milljónir króna í miskabætur, en Thomasi verður einnig gert að greiða Brjáni um 750 þúsund króna útfararkostnað. Í dómsniðurstöðunni segir að við mat á bótafjárhæðunum megi líta til þess að dóttir þeirra, tvítug að aldri, hafi verið „hrifin frá þeim fyrirvaralaust.“ Ákærða verður einnig gert að greiða foreldrum Birnu málskostnað, en að mati dómsins er hann hæfilegur 750 þúsund krónur til hvors þeirra um sig. Verj­andi Thomas­ar fær rúm­lega 20 millj­ón­ir króna.

„Sá langi tími sem leið frá hvarfi brotaþola og þar til hún fannst látin var óumdeilanlega til þess fallinn að auka enn á miska þeirra,“ segir í dómnum. „Sú mikla athygli og umfjöllun sem málið hefur hlotið var enn fremur til þess fallin að auka á miska foreldranna,“ segir í dómnum. 

mbl.is

Innlent »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

Í gær, 22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Í gær, 21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Dansíþróttafélag leitar að æfingaaðstöðu
Dansíþróttafélag óskar eftir æfingaaðstöðu fyrir iðkendur sína. Veislusalir og ...
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...