Einhyrningur heldur á nýjar slóðir

Einyrningur.
Einyrningur. Ljósmynd/Erla Þórey

Þau Erla og Bjarni veltu lengi fyrir sér hvað þau ættu að gera við hrútinn sinn og fyrirbærið Einhyrning sem vakti heimsathygli í vor. Fólk hafði ýmsar hugmyndir um það, en nú hafa þau ákveðið að gefa hrútinn á uppboð sem haldið verður á uppskeruhátíð í Skaftárhreppi í nóvember. Ágóðinn fer í gott málefni innan sveitar.

Einhyrningur hefur haft það harla gott síðan hann var síðast í fjölmiðlum, engin stórtíðindi í lífi hans og ég gleymi stundum alveg hvað hann er frægur. Hann kemur vel undan sumri og fór meira að segja á hrútasýningu um daginn, hann fékk að fara með hinum hrútunum til gamans, en hann var ekki dæmdur. Fólki leist bara ágætlega á hann, en flestir höfðu þó séð hann áður, enda innansveitarfólk á sýningunni,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti og eigandi hins sérstaka hrúts, Einhyrnings.

Hann komst í heimsfréttirnar síðastliðið vor þegar sagt var frá honum hér á þessum síðum. Fyrir sitt einstaka útlit, með horn sín samvaxin sem eitt stórt upp úr höfði, rataði hann á ekki ómerkari miðla en BBC, Daily Mail, News Week og Machable, sem og í mexíkóska og þýska fjölmiðla.

Mun hornið vaxa inn í bakið?

Erla segir að fólk hafi stungið upp á því í framhaldi frægðarinnar að þau létu Einhyrning vinna fyrir sér með því að selja ferðamönnum aðgang að honum, til að fá að berja fyrirbærið augum.

„Nei, við gerðum það ekki. Við leyfðum honum að lifa sínu hversdagslega lífi, hann var hér í heimahögum í sumar með hinum fullorðnu hrútunum. En Einhyrningur samlagaðist hrútahópnum ekki mjög vel, hann var þó nokkuð einn. Ég veit ekki hvort hann hefur verið skilinn út undan, kannski af því hann er öðruvísi, eða hvort hann hefur hreinlega kosið einveruna sjálfur af einhverjum ástæðum. Hann er því þó nokkur eintrjáningur en hann náði að ergja okkur svolítið í sumar, hann reyndist vera girðingafantur og var að stelast þó nokkuð í túnin. Hann fór þar sem hann vildi fara, lét ekki girðingar stoppa sig til að komast úr úthaganum inn á ræktuð tún.“

Erla segir börnin sín þrjú ekki hafa lagt sig neitt sérstaklega eftir því að spekja Einhyrning, ekkert meira en aðrar kindur. Hann sé því ekki gæfur úti í haga, en rólyndisskepna þegar hann er inni í fjárhúsi.

Þegar Erla er spurð að því hvernig Einhyrningi hafi gengið að halda holdum, því hann var nokkuð rýr í vor, þá segir hún hann vera blómlegan og að honum virðist líða vel, hornið sé honum ekki til trafala á nokkurn hátt.

„Hornið hefur auðvitað vaxið heilmikið og börnin mín hafa þó nokkrar áhyggjur af því að það muni á endanum vaxa inn í bakið á honum, því það sveigist aftur og niður.“

Einhyrningur hefur verið listafólki innblástur

Erla segir að hinir og þessir hafi komið fram með ýmsar hugmyndir í vor um hvað ætti að gera við Einhyrning. Einhverjir stungu upp á að hann yrði fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík, en það kom ekki til greina því það er stranglega bannað að flytja sauðfé frá heimahögum hrútsins til höfuðborgarinnar. Þar fyrir utan fellur það ekki að stefnu Húsdýragarðsins að hafa sérkennileg dýr eins og Einhyrning til sýnis.

„Fólk hafði líka samband við mig sem langaði að bjarga Einhyrningi frá dauða, þetta var vegan-fólk sem langaði að stofna garð eða einhverskonar friðarstað, en þau þekktu ekki vel til reglugerða og vissu ekki af sauðfjárveikivörnum sem banna að sauðfé sé flutt lifandi á milli varnarhólfa, svo það var kannski sjálfhætt með hugmyndina. Ég hef í það minnsta ekkert heyrt frá þeim aftur. Ég gerði þeim líka grein fyrir að þau þyrftu að sjá Einhyrningi fyrir fóðri, það þyrfti að heyja að sumri eða kaupa hey til að eiga yfir veturinn til að gefa skepnunni,“ segir Erla og bætir við að Einhyrningur hafi líka verið listafólki innblástur, listakona norður á Akureyri fékk leyfi til að nota hann sem fyrirmynd í skúlptúr.

Annar Einhyrningur kom í heiminn í sömu sveit

Þau hjónin í Hraunkoti, Erla og Bjarni, hafa velt heilmikið fyrir sér hvað þau ættu að gera við Einhyrning, og loksins komist að niðurstöðu.

„Við erum búin að ákveða framtíð hans. Við höfum ákveðið að gefa hann á uppboð sem er alltaf haldið hérna í Skaftárhreppi í tengslum við árlega uppskeruhátíð í byrjun nóvember. Í tengslum við uppskeruhátíðina eru margir viðburðir í sveitarfélaginu. Ágóðinn af uppboðinu fer svo í gott málefni hér innan sveitar.

Er þetta ekki bara góður endir á þessu Einhyrningsævintýri?“ spyr Erla og hlær. En ævintýrið heldur kannski áfram annars staðar, því Erla segir að síðastliðið vor hafi fæðst í sveitinni annar hrútur með samvaxin horn, rétt eins og Einhyrningur þeirra. „Það var á bænum Kirkjubæjarklaustri II, og vissulega ástæða til að velta fyrir sér hvernig á því standi að tveir svona hrútar fæðist með stuttu millibili í sömu sveit. Kannski er einhver skyldleiki með fénu, að það beri í sér gen sem valdi þessum samvexti hornanna? Hver veit.“

mbl.is

Innlent »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Skoðun Jóns Þórs ekkert nýtt

16:18 „Það er málefnalegt að allur þingheimur hafi allt sem allur þingheimur þarf til að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þetta þing treystir þessum ráðherra. Það að grafa undan því í einhverjum pólitískum tilgangi til þess að koma sér undan eigin ábyrgð er algjört hneyksli. Það er algjörlega óboðlegt.“ Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Minnst matarsóun hjá yfir 60 ára

15:57 Um 75% þeirra sem tóku þátt í könnun Umhverfisstofnunar síðasta haust á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar reyna að lágmarka matar- og drykkjarsóun. Hlutfallið er mjög svipað og mældist í sambærilegri könnun sem var framkvæmd haustið 2015. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...