Eldur í einbýlishúsi í Hörgárdal

mbl.is/Hjörtur

Eldur kom upp í einbýlishúsi í Hörgárdal fyrir skömmu síðan. Fyrstu slökkviliðsbílarnir eru komnir á staðinn.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra logaði út um glugga og hurð og því er talið að um mikinn eld sé að ræða.

Ekkert fólk er inni í húsinu og ekki er talið að neinn hafi verið þar inni þegar eldurinn kviknaði.

Lögreglan gat ekki gefið upplýsingar um eldsupptök.

Hörgárdalur.
Hörgárdalur. Ljósmynd/www.mats.is
mbl.is