Sagði frá kjarnorkuárásinni

Tokuko Kimura flutti vitnisburð eftirlifanda kjarnorkuáraásanna.
Tokuko Kimura flutti vitnisburð eftirlifanda kjarnorkuáraásanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tokuko Kimura sem lifði af kjarnorkuárásina á Nagasaki sagði gestum ráðhúss sögu sína á Friðardögum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag um kl. 11. Hún var um borð í Friðarskipinu eða Peace Boat sem er nú í Reykjavík. Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi, flutti einnig ávarp á fundinum. 

Fulltrúar ICAN Friðarverðlaunahafa Nóbels 2017 eru einnig á Friðardögum í Reykjavík sem hófust í dag og standa yfir til 10. októ­ber. Norska Nóbelsnefndin hefur tilkynnt að samtökin ICAN - International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, hefðu hlotið Friðarverðlaun Nóbels 2017. Samtökin hljóta verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum og því að fá ríki heims til að undirrita sáttmála um eyðingu þeirra en 122 ríki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undirrituðu í júlí sáttmála sem miðar að eyðingu allra kjarnorkuvopna. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Akira Kawasaki fulltrúi í framkvæmdastjórn Friðarskipsins og fulltrúi í alþjóðlegum stýrihópi ICAN samtakanna er einnig hér á landi. 

Alþjóðlegu félagasamtökin „Peace Boat“ eða „Friðarskipið“ hafa aðsetur í Japan og hófu hnattreisur sínar fyrir heimi án kjarnavopna, og til að segja sögur eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki, árið 2008. Fram til þessa hafa yfir 170 eftirlifendur árásanna tekið þátt í verkefninu og ferðast um heiminn til að segja sögu sína og tala fyrir heimi án kjarnorkuvopna. Meðalaldur eftirlifenda kjarnorkuárásanna er nú yfir 81 ár sem þýðir að farið er að fenna yfir minningarnar um stríðið og kjarnorkusprengingarnar. Þetta kemur einnig fram í tilkynningu. 

Gestir ráðhússins.
Gestir ráðhússins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar bauð gesti velkomna.
Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar bauð gesti velkomna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi flutti ávarp.
Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi flutti ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert