Sagði frá kjarnorkuárásinni

Tokuko Kimura flutti vitnisburð eftirlifanda kjarnorkuáraásanna.
Tokuko Kimura flutti vitnisburð eftirlifanda kjarnorkuáraásanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tokuko Kimura sem lifði af kjarnorkuárásina á Nagasaki sagði gestum ráðhúss sögu sína á Friðardögum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag um kl. 11. Hún var um borð í Friðarskipinu eða Peace Boat sem er nú í Reykjavík. Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi, flutti einnig ávarp á fundinum. 

Fulltrúar ICAN Friðarverðlaunahafa Nóbels 2017 eru einnig á Friðardögum í Reykjavík sem hófust í dag og standa yfir til 10. októ­ber. Norska Nóbelsnefndin hefur tilkynnt að samtökin ICAN - International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, hefðu hlotið Friðarverðlaun Nóbels 2017. Samtökin hljóta verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum og því að fá ríki heims til að undirrita sáttmála um eyðingu þeirra en 122 ríki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna undirrituðu í júlí sáttmála sem miðar að eyðingu allra kjarnorkuvopna. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Akira Kawasaki fulltrúi í framkvæmdastjórn Friðarskipsins og fulltrúi í alþjóðlegum stýrihópi ICAN samtakanna er einnig hér á landi. 

Alþjóðlegu félagasamtökin „Peace Boat“ eða „Friðarskipið“ hafa aðsetur í Japan og hófu hnattreisur sínar fyrir heimi án kjarnavopna, og til að segja sögur eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki, árið 2008. Fram til þessa hafa yfir 170 eftirlifendur árásanna tekið þátt í verkefninu og ferðast um heiminn til að segja sögu sína og tala fyrir heimi án kjarnorkuvopna. Meðalaldur eftirlifenda kjarnorkuárásanna er nú yfir 81 ár sem þýðir að farið er að fenna yfir minningarnar um stríðið og kjarnorkusprengingarnar. Þetta kemur einnig fram í tilkynningu. 

Gestir ráðhússins.
Gestir ráðhússins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar bauð gesti velkomna.
Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar bauð gesti velkomna. mbl.is/Kristinn Magnússon
Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi flutti ávarp.
Yasuhiko Kitagawa, sendiherra Japans á Íslandi flutti ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Leikið í anda vináttu og ástar

17:25 „Fótbolti er vinátta,“ segir Håkan Juholt sendiherra Svía hér á landi í samtali við mbl.is. Sendiráð Svíþjóðar og Þýskalands mættust í knattspyrnuleik í Hljómskálagarðinum í dag í tilefni af því að þjóðirnar takast á í heimsmeistarakeppninni í Rússlandi í kvöld. Meira »

Grunur um ölvunarakstur í Kömbunum

17:12 Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um umferðarslys í Kömbunum rétt eftir hádegi í dag. Enginn slasaðist í árekstrinum en ökumaður annars bílsins er grunaður um ölvunarakstur og er í fangageymslu lögreglu. Meira »

Slá þrjár flugur í einu höggi

17:07 Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fannar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskriftarathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag. Meira »

Dæmt til að greiða 58 milljónir

16:26 Þrotabú Pressunnar hefur verið dæmt til að greiða Útverði tæpar 58 milljónir króna vegna kaupa á DV ehf. fyrir fjórum árum. Seljendur DV veittu Pressunni lán fyrir kaupum á félaginu en tókst ekki að fá skuldina greidda þrátt fyrir tilraunir til innheimtu. Meira »

Flugvélin var ofhlaðin

15:39 Flugvél, sem fljúga átti frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en brotlenti innarlega í Barkárdal 9. ágúst 2015, með þeim afleiðingum að einn lést og annar slasaðist alvarlega, var ofhlaðin. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefið hefur út skýrslu um slysið. Meira »

Líkfundur í Ölfusá

13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »