Lögreglan hyggst stöðva gjaldtöku

mbl.is/Hjörtur

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ákveðið að verða við beiðni Vegagerðarinnar og stöðva gjaldtöku við Hraunfossa í Borgarfirði.

Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Vesturlandi. Rakinn er rökstuðningur Vegagerðarinnar í færslunni þar sem vísað er meðal annars í lög um vegalög og skilgreiningu á umræddum vegi í vegaskrá.

„Það er ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Þá telur lögreglustjóri að aðstæður séu til þess fallnar að skapa verulega hættu við þjóðveginn svo ekki verði við unað.“

mbl.is