Nú standa öll spjót á íslenskunni

Dröfn stóð fyrir bókahátíðarviku í Seljaskóla og nemendur unglingastigs fengu ...
Dröfn stóð fyrir bókahátíðarviku í Seljaskóla og nemendur unglingastigs fengu að mála skápa sína með bókarkjölum. . mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til hvers er þjóðarsátt um læsi, ef við leggjum ekkert upp úr því að styrkja útgáfu barna- og unglingabóka? Það eru settir miklir peningar í læsisátök, en börn munu ekki lesa meira þótt gefnir séu út rándýrir bæklingar um nauðsyn lesturs,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir sem er með ákveðnar skoðanir á því hvað þurfi að gera. Hún segir snobb og barnabækur ekki eiga samleið.

Kannski eru einhverjir sem trúa því ekki, en íslenskir krakkar tala orðið mjög mikið saman á ensku sín á milli. Fólk áttar sig ekki á því hvað þetta hefur gerst hratt, ég finn mun á þessu hjá nemendum mínum, ekki aðeins frá því í fyrra, heldur líka frá einum mánuði til annars. Íslensk börn í leikskólum eru líka farin að tala saman á ensku og þau svara oft á ensku þegar leikskólakennarar spyrja þau að einhverju á íslensku. Þetta er staðreynd úr raunheimum. Við lifum í gjörbreyttum veruleika og nú standa öll spjót á íslenskunni. Öll afþreying sem íslensk börn og unglingar sækja í, hún er meira og minna á ensku og hún er fljótsótt í síma eða tölvur. Það er ögurstund núna fyrir íslenskuna; ef við bregðumst ekki við verður enginn hér sem talar íslensku eftir miklu færri ár en okkur órar fyrir,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur á bókasafni Seljaskóla í Reykjavík, en erindi sem hún flutti á ráðstefnu um barnabækur nýlega vakti mikla athygli. Þar sagði hún svarið í baráttunni fyrir íslenskri tungu liggja í stuðningi við útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka. Og í því að efla skólasöfnin.

Líður eins og búið sé að höggva af mér hendurnar

Galdur á sér stað þegar barn sökkvir sér í góða ...
Galdur á sér stað þegar barn sökkvir sér í góða bók og skapar sjálft myndir í huganum. Orðaforði eykst og tök á tungumálinu eflast. mbl.is/Ómar Óskarsson


„Til hvers er þjóðarsátt um læsi, ef við leggjum ekkert upp úr því að styrkja útgáfu barna- og unglingabóka? Það eru settir miklir peningar í læsisátök, en börn munu ekki lesa meira þótt gefnir séu út rándýrir bæklingar um nauðsyn lesturs,“ segir Dröfn og bætir við að gáttin til að ná til barnanna í þessum efnum sé í gegnum bókasöfnin innan skólanna.

„Níutíu prósent þess sem krakkar í grunnskólum lesa í heimalestri eru bækur sem þau sækja sér innan skólans, á skólasöfnin. Þetta segir okkur allt um það hversu miklu það skiptir að til sé nóg af bókum á skólasöfnum og að úrvalið sé sem mest, krakkar hafa ólíkan smekk á bókum rétt eins og við fullorðna fólkið.“

Afþreying nútímabarna er fljótsótt í snjallsíma og flest er þar ...
Afþreying nútímabarna er fljótsótt í snjallsíma og flest er þar á enskri tungu sem þau lesa eða hlusta á. Bókin keppir við þessa afþreyingu. ThinkstockPhotos


Hún segir þá staðreynd að allt of lítið sé gefið út á íslensku af barna- og unglingabókum, bæði frumsömdum og þýddum, birtast í því að krakkarnir séu strax í janúar búnir að lesa þær fáu bækur sem koma út um jólin.

„Þegar þau hungrar í meira af nýjum bókum, þá eru þær ekki til. Og þau nenna ekki að bíða til næstu jóla eftir nýjum bókum. Það var eins og himnasending þegar bókin Gestir utan úr geimnum, eftir Ævar vísindamann, kom út í vor, krakkarnir eru rosalega spennt fyrir öllu sem frá honum kemur. Auðvitað á að gefa út barna- og unglingabækur allan ársins hring, því börn þurfa sífellt að fá nýtt og ferskt lesefni, ef viðhalda á áhuganum. Mér líður eins og það sé búið að höggva af mér hendurnar þegar ég þarf að segja nei þegar þau koma og spyrja spennt: „Áttu einhverja nýja bók?“

Vilja ekki leiðinlegar bækur

Góðar barnabækur eru gull og gersemi. Myndir skipta líka máli.
Góðar barnabækur eru gull og gersemi. Myndir skipta líka máli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson


Dröfn segir að þau sem starfa á skólasöfnum undrist hvers vegna ekki sé sett króna í að efla skólasöfnin af þeim háu upphæðum sem settar eru í læsisátök á landsvísu. „Á skólasöfnum er okkur ætlað að skaffa öllum börnum landsins á grunnskólaaldri lesefni. Hvers vegna eru þá enn til skólasöfn sem eru svelt og hafa ekki fé til að kaupa bækur? Hvernig má það vera að ekki sé ákveðin upphæð eyrnamerkt bókakaupum á söfnin? Þetta þarf að laga,“ segir Dröfn og tekur fram að vel sé búið að bókasafninu í Seljaskóla þar sem hún starfar, stjórnendur hafi skilning á mikilvægi þess.

Dröfn segir svelti skólasafna aðeins eina hlið vandans, hin hliðin sé að íslenska rithöfunda og þýðendur skorti líka peninga til að skrifa barnabækur og þýða þær. „Fyrir vikið eru til dæmis allt of oft aðeins tvær bækur af þremur í seríu þýddar, og þá biðja krakkarnir um þessa þriðju á ensku, þau vilja auðvitað fá að vita hvernig sagan endar,“ segir Dröfn og bætir við að nauðsynlegt sé að gefa út það sem krakkarnir vilja lesa. „Kiddi klaufi er ein af langvinsælustu barnabókunum núna og þótt þær séu ekki neinar heimsbókmenntir er það allt í lagi, því börn þurfa að fara í gegnum ákveðin stig í lestri til að verða þjálfaðir lesarar. Snobb og barnabækur eiga ekki samleið, börn nenna ekki að lesa leiðinlegar bækur sem ætlaðar eru til að vekja aðdáun fullorðinna.“

Örþjóðir þurfa að hlúa að

Emil Örn Gunnarsson hlaut þann titil 2008 í Reykjanesbæ. Dröfn ...
Emil Örn Gunnarsson hlaut þann titil 2008 í Reykjanesbæ. Dröfn segir að lestrarhestar bóka séu í útrýmingarhættu. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir


Dröfn vill að yndislestur verði settur á stundaskrá í skólum og börn fái frið til að lesa. „Foreldrar og kennarar verða líka að vera lestrarfyrirmyndir. Við berum öll ábyrgð og við þurfum öll að standa saman í þessu. Við verðum að hætta að setja þennan stein í götu barnanna okkar: Að gefa ekki út nógu mikið af bókum á íslensku fyrir þau. Í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar er Ísland afar aftarlega á merinni þegar kemur að útgáfu á barna- og unglingabókum. Norðmenn skilgreina sig sem örþjóð með eigið tungumál, þeir eru fimm milljónir. Þeir eru með sérstaka aðferð til að vernda og viðhalda sinni tungu, en ákveðið menningarráð kaupir 1.500 eintök af hverri barna- og unglingabók sem kemur út á norskri tungu og dreifir til allra bókasafna á landinu. Þetta er hvatning fyrir forlög og höfunda og mikill fengur fyrir söfnin. En fyrst og fremst er þetta fengur fyrir börn og unglinga,“ segir Dröfn og bætir við að það sé lífsnauðyn fyrir íslenska tungu að afnema virðisaukaskatt af bókum. „Við sem þjóð eigum að ákveða að við ætlum að tryggja útgáfu barna- og unglingabóka á íslensku af því bækur eru tæki fyrir börnin okkar til að eflast í móðurmálinu og til að búa til framtíðarlesendur. Við verðum líka að stofna sjóð sem höfundar barna- og unglingabóka geta sótt í til að skrifa bækur fyrir börnin okkar og þýða bækur fyrir þau. Það er ekki nóg að það sé í orði að efla eigi læsi og lestur og hlúa að tungunni. Það verður líka að vera á borði.“

Innlent »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Skoðun Jóns Þórs ekkert nýtt

16:18 „Það er málefnalegt að allur þingheimur hafi allt sem allur þingheimur þarf til að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þetta þing treystir þessum ráðherra. Það að grafa undan því í einhverjum pólitískum tilgangi til þess að koma sér undan eigin ábyrgð er algjört hneyksli. Það er algjörlega óboðlegt.“ Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

16:23 Sambærileg lán höfðu verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum. Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Minnst matarsóun hjá yfir 60 ára

15:57 Um 75% þeirra sem tóku þátt í könnun Umhverfisstofnunar síðasta haust á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar reyna að lágmarka matar- og drykkjarsóun. Hlutfallið er mjög svipað og mældist í sambærilegri könnun sem var framkvæmd haustið 2015. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...