Yfirbyggður völlur raunhæfur á 2-3 árum

Ísland leikur fleiri þýðingarmikla landsleiki á komandi árum. Ný deild ...
Ísland leikur fleiri þýðingarmikla landsleiki á komandi árum. Ný deild er handan við hornið. Eggert Jóhannesson

Raunhæft er að byggja nýjan Laugardalsvöll á tveimur til þremur árum eftir að ákvörðun þar um hefur verið tekin. Þetta er mat Péturs Marteinssonar, verkefnastjóra hjá Borgarbrag, og Guðna Bergssonar, formanns Knattspyrnusambands Íslands. Þeir segja raunhæft að yfirbyggður fjölnota leikvangur geti orðið rekstrareining sem stendur undir sér.

Pétur er verkefnastjóri félagsins Borgarbragur, sem teiknað hefur upp fyrir KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið, þrjár mögulegar sviðsmyndir þegar kemur að framtíð Laugardalsvallar. Fyrsta sviðsmyndin er að Laugardalsvöllur fengi andlitslyftingu, önnur sviðsmyndin að byggður yrði knattspyrnuvöllur með stúku allan hringinn en sú þriðja að byggður yrði yfirbyggður fjölnota leikvangur, sem hýst gæti stóra tónleika, ráðstefnur og sýningar, auk þess að vera heimavöllur landsliða Íslands í knattspyrnu.

Að sögn Péturs var málið á góðum skriði áður en til tíðinda dró í pólitíkinni. „Áður en þessi ríkisstjórn sprakk var búið að kynna þetta fyrir KSÍ, borginni, ráðherrum og formönnum flokkanna,“ segir Pétur í samtali við mbl.is. Nú sé engin ríkisstjórn starfandi sem hafi umboð til ákvarðana af þessum toga.  Málið sé því stopp fram yfir kosningar.

Fleiri stórleikir á Íslandi

Íslendingar, sem tryggðu sér sæti á HM í knattspyrnu um helgina, hefja þátttöku í nýrri Þjóðadeild UEFA á næsta ári, sem er fyrirkomulag sem leysir þýðingarlitla vináttulandsleiki af hólmi. Ísland er, eins og Morgunblaðið greindi frá í dag, í efsta styrkleikaflokki af fjórum. Það þýðir að liðið mun að lágmarki leika tvo til þrjá heimaleiki við sterkustu þjóðir Evrópu, í þeirri deild. Dregið verður í riðla í janúar en sigurvegarar hverrar deildar munu sæti á EM. Það verður því mikið í húfi þegar þessir leikir fara fram og líklegt að ásókn verði mikil. Jafnan hafa miðar á heimaleiki Íslands selst upp á örfáum mínútum, undanfarin misseri.

Fyrstu leikirnir verða leiknir september, október og nóvember á næsta ári en deildin verður líka spiluð í mars. Guðni segir í samtali við mbl.is að vegna bágborinnar aðstöðu á Laugardalsvelli gæti til þess komið að færa þyrfti einhverja heimaleiki Íslands út fyrir landsteinanna. „Það er auðvitað staða sem enginn kærir sig um. Við verðum að gera eitthvað,“ segir hann. Tími sé kominn til að endurbyggja Laugardalsvöll.

Pétur, sem hefur unnið að málinu í tvö ár, segir að ríki og borg hafi tekið mjög jákvætt í þær hugmyndir sem Borgarbragur hefur unnið að. „Það hefur verið jákvæður andi yfir þessum viðræðum. Ég held að allir sjái að þetta sé skynsamlegt, það sem við höfum verið að kynna. Mikilvægast af öllu er að það er ekki í boði að taka enga ákvörðun. Völlurinn er ólöglegur og  að þarf að eyða peningum til að gera hann löglegan.“ Hann nefnir að svo hefði allt eins geta farið að Ísland hefði þurft að spila umspilsleik á Laugardalsvelli í nóvember. Völlurinn sé ekki upphitaður og veðrið hefði getað skapað mikil vandræði.

Færri komast jafnan að en vilja á heimaleiki karlalandsliðs Íslands ...
Færri komast jafnan að en vilja á heimaleiki karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sviðsmyndirnar þrjár

Fyrsta og ódýrasta sviðsmyndin sem Pétur og félagar hafa teiknað upp og kynnt er að Laugardalsvöllur, í núverandi mynd, fái andlitslyftingu. Þá yrði búningsaðstaða meðal annars bætt og salernisaðstaða sömuleiðis, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða. Nýtt dren yrði lagt í völlinn og hiti lagður undir hann auk þess sem skipt yrði um gras. Þessar framkvæmdir myndu að sögn Péturs kosta nokkur hundruð milljónir króna.

Næsta sviðsmynd felst í því að byggja upp knattspyrnuleikvang, með stúkum hringinn, sem myndi aðeins nýtast til knattspyrnuviðburða. Í þeirri sviðsmynd er gert ráð fyrir allnokkru fjölgun sæta en völlurinn í dag tekur tæplega 10 þúsund manns í sæti. Önnur aðstaða yrði bætt, frá því sem nú er.

Þriðja sviðsmyndin felst í því að byggja fjölnota leikvang sem væri með opnanlegu þaki. Pétur segir að þar væri kannski verið að tala um allt að tvöföldun í sætafjölda. „Það er búið að gera rekstraráætlanir og grófar kostnaðaráætlanir fyrir allar þessar sviðsmyndir,“ segir Pétur sem vill þó ekki gefa upp tölur í því sambandi fyrr en hagsmunaðilar hafi tekið ákvörðun. Hann leggur áherslu á að þeir hafi leitað erlendrar fagþekkingar við þá vinnu sem unnin hafi verið af hendi. Leitað hafi verið til „reynslubolta“ í þessum fræðum. Bæði verkfræðistofur hér á Íslandi og í útlöndum hafi komið að málum en alls hafi á bilinu 500-600 blaðsíður af efni verið skrifaðar. Sviðsmyndirnar þrjár séu unnar upp úr því efni en vinna liggi á bak við hverja einustu tölu sem þar birtist.

Pétur Marteinsson hefur unnið að hugmyndum um stækkun Laugardalsvallar í ...
Pétur Marteinsson hefur unnið að hugmyndum um stækkun Laugardalsvallar í tvö ár. mbl.is/Ómar

Framkvæmdatíminn

Spurður innan hvaða tímaramma raunhæft væri að taka nýjan yfirbyggðan knattspyrnuleikvang í notkun segir Pétur að bygging á slíkum velli gæti tekið 18 mánuði til tvö ár, eftir að öll hönnun sé klár. Raunhæft sé að miða við tvö til þrjú ár, þegar allt er talið. Framkvæmdatíminn ráðist þó af því hvort völlurinn verði byggður upp á þann hátt að hægt sé að leika á honum á framkvæmdatímanum eða ekki.

Hann segir að mikil vinna sé að baki og að henni hafi verið mjög faglega staðið. „Þetta myndi styrkja knattspyrnuhreyfinguna í heild og það yrði sómi að,“ segir Pétur um uppbyggingu nýs knattspyrnuvallar.

Ein hliðin fullbyggð

Knattspyrnufélagið Vålerenga í Noregi tók nýverið í notkun nýjan 18 þúsund manna knattspyrnuvöll. Kostnaðurinn var um 9 milljarðar króna. Pétur vill ekki gefa upp hvað áætlað sé að sviðsmyndirnar þrjár gætu kostað en bendir í því samhengi á að litið sé svo á að ein hliðin á Laugardalsvelli sé fullbyggð, en vesturstúkan á Laugardalsvelli var tekin í notkun 2007. Hún tekur 6.300 manns í sæti. Þá flestir innviðir til staðar, og vísar til þeirrar aðstöðu sem KSÍ hefur. „Það er vel hægt að fara skynsama leið í þessu.“

U2 eða Beyonce?

Á Guðna Bergssyni má heyra að yfirbyggður fjölnotavöllur hugnast KSÍ. Hann nefnir sem dæmi að þar gætu farið fram tónleikar með heimsþekktum listamönnum á borð við U2 og Beyonce, auk þess sem völurinn gæti hýst stórar sýningar og allra stærstu ráðstefnur með „glæsibrag“.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Ljósmynd/KSÍ

Guðni segir að við núverandi aðstöðu verði ekki unað, enda sé ekkert skjól að hafa á vellinum, fyrir veðri og vindum. Fyrirhugaðir leikir seint á haustin og snemma á vorin á komandi árum kalli enn frekar á framkvæmdir. „Við þurfum að geta leikið á heimavelli í mars og nóvember. Við erum undir ákveðinni tímapressu og vonandi verður hægt að taka ákvörðun um þetta sem fyrst.“ Hann segir að um samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, ríkisins og KSÍ væri að ræða.

Hreyfingin greiðir á annan milljarð

Aðspurður segir Guðni að hann hafi viðrað hugmyndir um endurbyggingu vallarins bæði við Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) en að skýrari línur þurfi að liggja fyrir áður en hann leggur þyngri áherslu á slíkar viðræður. Hann segir að Ísland njóti sérstöðu vegna veðurfars og fámennis auk þess sem árangur landsliða Íslands geti ekki skemmt fyrir. Hann áréttar þó að reglur um stuðning af þessu tagi, frá knattspyrnusamböndunum, lúti lögmálum gagnsæis og hlutlægni. Á honum má heyra að hann er nokkuð bjartsýnn á að hægt verði að sækja stuðning til FIFA eða UEFA.

Guðni segir að yfirbyggður þjóðarleikvangur gæti orðið hagstæður í rekstri og bendir á að afleiddar tekjur fyrir ríkisvaldið, vegna stórra tónleika og annarra viðburða sem slíkur völlur gæti hýst, gætu orðið þó nokkrar. Hann bendir líka á að knattspyrnuhreyfingin, sem stærsta íþróttagreinin á Íslandi, greiði á annan milljarð í skatta og gjöld til hins opinbera. Þannig skapi knattspyrnan tekjur fyrir ríkið án þess að ríkið láti mikið fé af hendi rakna til knattspyrnunnar. Yfirbyggður völlur væri til þess fallinn að auka þau umsvif sem knattspyrnan skilar til þjóðarbúsins í formi afleiddra tekna.

mbl.is

Innlent »

Urðum fljótt að taka miðann niður

20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...