Þriðjungi færri umsóknir um vernd

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umsækjendur um alþjóðlega vernd í september voru 104 og voru flestir þeirra ríkisborgarar Georgíu og Albaníu.

Þetta eru þriðjungi færri umsóknir en í ágúst (154) og 40% færri en í september á síðasta ári (176). Heildarfjöldi umsókna á fyrstu níu mánuðum ársins var 883, tæpum 60% fleiri en á sama tímabili árið 2016 (561). Umsóknir það sem af er októbermánuði eru 35.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun.

Umsækjendur í september voru af 27 þjóðernum og komu flestir frá Georgíu (39) og Albaníu (21). 63% umsækjenda komu frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki. 81% umsækjenda voru karlkyns og 19% kvenkyns. 87% umsækjenda voru fullorðnir og 13% yngri en 18 ára. Einn umsækjandi kvaðst vera fylgdarlaust ungmenni.

Niðurstaða fékkst í 130 mál í september. 49 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar og þar af voru 27 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir. 26 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þrjú mál voru afgreidd með synjun á grundvelli þess að umsækjendurnir höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 52 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

43 þeirra 49 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og sex með ákvörðun um veitingu verndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Flestir þeirra sem var synjað um vernd komu frá Georgíu (15) og Kósóvó (13) en flestir þeirra sem var veitt vernd komu frá Írak (4).

Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna um vernd sem voru afgreiddar með ákvörðun á þriðja ársfjórðungi 2017 var 127 dagar. Að meðaltali tók 103 daga að afgreiða umsókn á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar (55 mál), 190 daga í hefðbundinni efnismeðferð (74 mál) og 41 dag í forgangsmeðferð fyrir tilhæfulausar umsóknir (39 mál).

Um miðjan september var verklagi við afgreiðslu tilhæfulausra umsókna breytt. Breytingarnar voru gerðar á grundvelli reglugerðarbreytingar frá 30. ágúst sem meðal annars heimilaði ákvarðanatöku án samhliða rökstuðnings í málum sem sæta forgangsmeðferð. 14 umsóknir voru teknar til forgangsmeðferðar á grundvelli nýja verklagsins í september og var þeim lokið á þremur dögum að jafnaði, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Um 580 einstaklingar nutu þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um síðastliðin mánaðamót, þar af voru um 260 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 320 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 46 einstaklinga úr landi í september. 38 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og þrír með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

mbl.is

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...