Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn um kostnað við ...
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn um kostnað við bæklinginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum.

Um er að ræða 40 síðna bækling, unnin fyrir Reykjavíkurborg, þar sem gerð er grein fyrir ýmsum þáttum sem snúa að húsnæðismálum borgarbúa og framtíðarsýn hvað þau varðar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn á borgarstjórnarfundi í dag um málið þar sem óskað var eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað við bæklinginn, sem hann kallar „kosningabækling“.

„Hluti af kosningabaráttu Samfylkingarinnar“

Í fyrirspurn hans segir meðal annars: „Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti.“ Þá hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, einnig tjáð sig um málið á Facebook. „Það er algjörlega óviðunandi að meirihlutinn í borginni, þ.e. Samfylkingin, Vinstri græn, Píratar og Björt framtíð, sem skapað hefur mikinn húsnæðisvanda í borginni misnoti aðstöðu sína korter fyrir kosningar og dreifir auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra.“

Blaðamaður náði tali af Kjartani þegar hann var rétt stigin úr pontu á borgarstjórnarfundi fyrr í dag, þar sem rætt var um húsnæðismál í borginni.

„Það sjá allir hvað er að gerast. Það eru ellefu dagar til kosninga. Maður getur ímyndað sér hvað yrði sagt ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi senda einhvern bækling inn á öll heimili. Þrátt fyrir að það standi ekki XS á þessu eða séu ekki áberandi myndir af borgarstjóra eða eitthvað slíkt, þá átta sig allir á að þarna er meirihlutinn fyrst og fremst að koma að sínum verkum og húsnæðismálin eru mjög stór fyrir alþingiskosningar. Þetta er bara hluti af kosningabaráttu Samfylkingarinnar, fyrst og fremst, og kannski hinna flokkanna sem í henni standa,“ segir Kjartan.

Ámælisvert rétt fyrir kosningar

Hann bendir að leiðari sé fremst í bæklingunum þar sem komi fram ýmsar upplýsingar sem megi deila um. Þá beri bæklingurinn þess merki að vera unninn í flýti.

Hann segir engan í minnihlutanum hafa vitað að því að til stæði að gefa út umræddan bækling, hvað þá að vinna stæði yfir við hann. „Við áttuðum okkur bara á þessu þegar við fengum þetta inn um lúguna. Það hafði ekkert verið talað um þetta við okkur áður.“

Kjartan gerir ráð fyrir því að einhvern tíma taki að að fá upplýsingar um kostnaðinn, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, svaraði stuttlega fyrir málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Borgarstjóri svaraði þessu þannig að hann hafi viljað koma upplýsingum til skila, en það sjá það allir að það getur verið ámælisvert að gera það svona rétt fyrir kosningar, og með þessum hætti. Ekki nema hann ætli að leggja til fjárveitingu til þess að aðrir flokkar fái sambærilega upphæð til að kynna sínar áherslur í þessum  málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...