Vinstri grænir lækka flugið

Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Flokkur fólksins tapar fylgi og fær engan mann kjörinn. Sama er að segja um Bjarta framtíð. Fylgi VG minnkar og einnig dregst fylgi Pírata saman.

Sjálfstæðisflokkurinn eflist

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni með 25,1% fylgi. Fengi hann 17 þingmenn kjörna , en hefur nú 21. Í könnuninni fyrir viku var fylgi hans 22,6%. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er næst stærst með 23,2% fylgi og 16 þingmenn, en hefur nú 10 þingmenn. Í síðustu könnun mældist fylgið 27,4%. Fylgistapið er því umtalsvert.

Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn og hefur fylgi hennar lítið breyst frá síðustu viku þegar hún var á mikilli siglingu. Hún nýtur nú stuðnings 15,6% kjósenda og fengi 11 þingmenn, en hefur aðeins 3 núna. Miðflokkurinn mælist með 9,8% fylgi og fengi 6 þingmenn kjörna. Það er mun betri árangur en í síðustu könnun þegar fylgið var 6,4%. Framsóknarflokkurinn mælist með 7,1% og fengi 5 þingmenn kjörna í stað 8 sem kosnir voru í fyrra. Í síðustu könnun var fylgi flokksins 5,9%. Píratar njóta fylgis 8,2% kjósenda og fengju 6 þingmenn, en hafa núna 10. Viðreisn er með 5,7% fylgi og fengi 3 menn kjörna, en hefur 7 núna. Flokkurinn mældist með 3,4% í síðustu könnun og hefur því sótt í sig veðrið.

Flokkur fólksins úti

Flokkur fólksins mælist með 3,3% fylgi og Björt framtíð með 1,5%. Hvorugur flokkanna fengi samkvæmt því mann kjörinn á þing. Önnur framboð sem nefnd voru í könnuninni voru Dögun, sem nýtur 0,2% fylgis, og Alþýðufylkingin, sem nýtur 0,1% fylgis. Þá nefndu 0,2% þátttakenda að þeir vildu kjósa „annan flokk eða lista“.

Heildarfjöldi í úrtakinu var mun stærri en í síðustu könnunum Félagsvísindastofnunar, 3.900 manns. Fjöldi þeirra sem afstöðu tóku til framboða var 1.940 eftir vigtun, en þar fyrir utan ætlaði 71 að skila auðu, 10 ekki að kjósa, 309 svöruðu „veit ekki“ og 57 vildu ekki svara; samtals 2.396.

Fylgistap Vinstri grænna er umtalsvert frá því í síðustu könnun.
Fylgistap Vinstri grænna er umtalsvert frá því í síðustu könnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breytt aðferðafræði

Að þessu sinni spurði Félagsvísindastofnun þátttakendur í könnuninni tveggja sömu spurninga og áður: „Ef gengið yrði til kosninga í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ og „En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú munir kjósa?“ Þriðja spurningin, sem notuð var í fyrri könnunum, „Hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?“, var ekki notuð að þessu sinni. „Að jafnaði mun þetta hafa þær afleiðingar að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist um 2% hærra en það hefur gert í könnunum Félagsvísindastofnunar hingað til, þó sá munur sé breytilegur milli kannana. Fylgi annarra flokka mun minnka á móti og mun mest draga úr fylgi þeirra flokka annarra en Sjálfstæðisflokksins sem mælst hafa stærstir hverju sinni,“ segir í skýringum sérfræðinga Félagsvísindastofnunar.

Einn möguleiki á stjórn tveggja

Ef niðurstöður könnunarinnar gengju eftir í kosningunum í lok mánaðarins yrði eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna með 33 þingmenn. VG og Samfylkingin gætu myndað þriggja flokka stjórn með annað hvort Framsóknarflokknum eða Pírötum og myndu slíkar stjórnir styðjast við 32 þingsæta meirihluta. Ef Miðflokkurinn kæmi í þeirra stað hefði slík stjórn 34 þingmenn. Samkvæmt þessu eru líkur á því að erfiðlega muni ganga að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar.

Konur hrifnastar af VG

Sem fyrr er nokkur munur á fylgi flokkanna eftir kynjum. VG nýtur þannig fylgis 31% kvenna en 16% karla. Fylgi Framsóknarflokksins, Pírata og Miðflokksins er meira meðal karla en kvenna. Lítill kynjamunur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Þegar horft er til aldurs nýtur VG mest fylgis meðal yngsta kjósendahópsins á aldrinum 18 til 29 ára, hefur þar 23% fylgi, og er einnig sterkasti flokkurinn meðal kjósenda á aldrinum 30 til 44 ára, þar sem fylgi flokksins er 29%, Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi meðal kjósenda sem eru 45 ára og eldri.

Munur eftir búsetu

Fylgi flokkanna er sem fyrr nokkuð misjafnt eftir búsetu. Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa mun meira fylgi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en þessu er öfugt farið með Pírata. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli höfuðborgar og landsbyggðar.

Innlent »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Sveinsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Draumabílskúr Tómasar Jónssonar

05:30 Þegar kemur að því að finna rétta bílinn er tónlistarfólk oft með allt aðrar þarfir og áherslur en gengur og gerist. Tómas Jónsson hljómborðsleikari þurfti t.d. nýlega að kaupa bíl sem gæti rúmað heilt Hammond-orgel. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Fallega jólaskeiðin frá ERNU er komin
Jólaskeiðin 2018 er nú fáanleg í verslun okkar í Skipholti 3. Sama verð frá 2015...