Mál Thomasar fer líklega fyrir Landsrétt

Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst.
Thomas Møller Olsen leiddur fyrir dómara í ágúst. mbl.is/Eggert

Allar líkur eru á því að áfrýjun Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fari fyrir Landsrétt en ekki Hæstarétt. RÚV greinir frá þessu. 

Áfrýjunin hefði að öllum líkindum fengið flýtimeðferð fyrir Hæstarétti ef ekki hefði komið fram beiðni frá verjanda Thomasar um dómkvaðningu matsmanns. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 

Thomas er enn í gæsluvarðhaldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert