Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

Dario Schwoerer og Sabine kona hans vi skútuna Pachamama sem ...
Dario Schwoerer og Sabine kona hans vi skútuna Pachamama sem hefur verið heimili þeirra í 17 ár. Þau voru hætt komin ásamt börnum sínum í ofsaveðrinu í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svissneski loftslagsfræðingurinn og skíða- og fjallaleiðsögumaðurinn Dario Schwoerer var á fullu við að dæla vatni úr skútu sinni þegar mbl.is hringdi í hann í morgun. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði Dario.

Dario var hætt komin í ofsaveðrinu í gær ásamt fjölskyldu sinni sem býr um borð í skútunni Pachamama, sem hefur landfestar í Akureyrarhöfn í vetur. Dario hefur ásamt Sabine konu sinni siglt skútunni um heiminn í 17 ár. Þau hjón eiga sex börn fæðst hafa á ferðalagi þeirra um heiminn og yngsta barnið kom einmitt í heiminn á sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir tveimur mánuðum. Með fjölskyldunni í för er svo ein aðstoðarkona Miriam.

Dario ásamt starfsmanni Akureyrarhafnar, sem drógu kútuna á öruggan stað ...
Dario ásamt starfsmanni Akureyrarhafnar, sem drógu kútuna á öruggan stað í aðalhöfninni í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar blaðamaður hringdi aftur klukkutíma síðar var ástand skútunnar orðið stöðugt og ljóst að Pachamama muni ekki sökkva, svo framarlega sem dælibúnaðurinn haldi áfram að virka. Skútan var með landfestar við Torfunefsbryggju sem var mjög illa varin fyrir suðaustanáttinni í gær og nótt. Það mátti því vart tæpara standa þegar björgunarsveitarfólki og lögreglu tókst að bjarga þeim á land í nótt.

Björgunarbátar og brimbretti voru sett upp við flotbryggjuna til að ...
Björgunarbátar og brimbretti voru sett upp við flotbryggjuna til að koma í veg fyrir að skútan lemdist í bryggjuna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verulegt áfall fyrir fjölskylduna

„Þetta var erfið nótt hjá fjölskyldunni,“ segir Dario en á þeim 17 árum sem þau Sabine hafa siglt um heimsins höf hafa þau aldrei lent í sambærilegum aðstæðum. „Við höfum lent í vondu veðri í Alaska þar sem vindhraðinn náði 100 hnútum, en við höfum aldrei lent í svona kröftugum og öfgafullum vindi. Skútan hefur líka einu sinni skemmst. Það var í Suður-Kyrrahafi árið 2004, þegar við fengum utan í okkur gám sem hafði losnað í stormi af fraktskipi og olli nokkrum skemmdum. Núna eru skemmdirnar hins vegar umtalsverðar,“ segir hann. „Þetta er verulegt áfall fyrir okkur sem fjölskyldu, af því að þetta er heimili okkar.“

Dario segir ölduhæðina hafa verið mikla og þá hafi vindstrengurinn legið þannig að skútan barst frá bryggjunni. Nokkr­ar minni skút­ur voru í höfn­inni sem lömdust utan í flotbryggjuna og voru nokkrar þeirra við það að lenda í klettunum, eng­inn var hins vegar um borð í þeim.

Skúta fjöl­skyld­unn­ar, sem er mun stærri, losnaði hins vegar  al­veg frá, en að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Akureyri slitnuðu fest­ing­ar (fing­ur) sem skút­urn­ar eru fest­ar sam­an með við flot­bryggj­una. 

Urðu að skríða yfir bryggjuna

Fjölskyldan hringdi því í strandgæsluna sem hafði samband við Neyðarlínuna. „Öldugangurinn var svo mikill að það var erfitt fyrir björgunarsveitirnar að komast út á flotbryggjuna. Þetta var alveg bilað,“ rifjar Dario upp. „Þegar loksins dró aðeins úr ölduganginum þá gátu þeir notað kaðla og ólar til að skríða rólega yfir bryggjuna. Við réttum þeim síðan börnin yfir á bryggjuna.“

Töluverðar skemmdir eru á skútunni og m.a. eru veggir sprungnir ...
Töluverðar skemmdir eru á skútunni og m.a. eru veggir sprungnir og brotnir í vistarverum fjölskyldunnar. Skapti Hallgrímsson

Hann segir börnin vissulega hafa verið smeyk en þó róleg, en skútan sé eina heimilið sem þau hafa átt. Hann er líka stoltur af elstu börnunum tveimur, 11 og 12 ára, sem hafi voru dugleg við að hjálpa til við að reyna að hindra að skútan brotnaði við bryggjuna. „Þetta var sannkallað fjölskylduframtak og teymisvinna.“

Dario kann björgunarsveitum og öðrum þeim sem hafa hjálpað þeim miklar þakkir. Hann nefnir að Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar hafi sent aðstoðarmann sinn til að kanna hvort bærinn gæti aðstoðað. „Það voru um 50 manns að reyna að hjálpa okkur,“ segir Dario.

Leita að húsnæði á Akureyri 

„Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar fór með öll börnin og Miriam heim til sín hér á Akureyri og svo komu hafnarstarfsmenn nú í morgun og náðu að draga skútuna á öruggan stað í aðalhöfninni.“

Hliðar skútunnar eru töluvert skemmdar eftir að hún lamdist hressilega ...
Hliðar skútunnar eru töluvert skemmdar eftir að hún lamdist hressilega við bryggju. Fyrst lá hún með bakborðshlið að bryggju en síðan stjórnborðshlið eftir að skútan var færð nær menningarhúsinu Hofi á ögn skárri stað. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þar verður Dario að halda áfram að dæla úr henni sjó svo hún sökkvi ekki, en skemmdirnar á skútunni eru umtalsverðar að hans sögn.

„Nú verðum við að taka þetta eitt skref í einu,“ segir hann. „Það fyrsta sem að við þurfum að gera er að athuga hvort að við getum fundið okkur húsnæði á Akureyri, því við getum ekki búið í skútunni eins og er.“

Fjölskyldan þurfi sömuleiðis að finna geymslu til að flytja alla sína persónulegu muni skútunni – fatnað, dagbækur, námsbækur og annað til að koma í veg fyrir að það blotni. „Svo þurfum við að sjá hvort og þá hvernig við getum gert við skútuna. Við höfum heyrt að það sé góð skipasmíðastöð hér á Akureyri og það væri best að geta gert þetta hér.“

mbl.is

Innlent »

Harður árekstur á Stokkseyrarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Stokkseyrarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við Mbl ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

15:55 Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullan skrið. Meira »

Dæmdur fyrir árás á barn

15:51 Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Meira »

„Þetta á ekki að vera svona“

15:38 „Hér er ég komin í dag til að vekja athygli á vandamáli sem hefur verið til staðar í mörg ár. Það er vandamál framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem flytja á höfuðborgarsvæðið til að stunda nám,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir í jómfrúarræðu sinni á þingi. Meira »

„Mér blöskrar þetta framferði“

15:33 „Lesi maður blöðin eða veffjölmiðla í dag sér maður að fjórir þingmenn séu að stefna öryrkja,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Ræddi hann þar um ákvörðun þingmanna Miðflokksins að senda Báru Halldórsdóttur bréf þar sem hún er boðuð til þinghalds í héraðsdómi. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

14:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

„Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds

14:39 „Það var eiginlega bara svolítið hjákátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá lög­manni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einkamáls. Meira »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »

Met slegið í fjölda útkalla

13:12 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

13:04 Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Margir kærðir fyrir hraðakstur

11:56 Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur. Meira »

Mældu fjölda eldinga í gær

11:48 Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti. Meira »

Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

11:35 Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 var kynnt í dag. Meira »
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...