Elíza heimsótti flóttamannabúðir

Elíza Reid forsetafrú heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu.
Elíza Reid forsetafrú heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu. UN Women

„Þetta eru konur sem áttu sér drauma, vonir og þrár eins og hver önnur kona á Íslandi. En þær eru í þessum aðstæðum og vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Við viljum hjálpa þeim,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Stella fór ásamt landsnefnd UN Women og þeim Elízu Reid forsetafrú og Evu Maríu Jónsdóttur, verndara UN Women á Íslandi, til Jórdaníu í september síðastliðnum. Þar kynntu þær sér griðastaði UN Women í Zaatari-flóttamannabúðunum en þar dveljast konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. Nú er hafin neyðarsöfnun fyrir þessar konur. Landsmenn eru hvattir til að senda SMS-ið KONUR í númerið 1900 til að leggja sitt af mörkum.

Um 80 þúsund Sýrlendingar dvelja í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í heimalandi sínu. Búðirnar eru þær næststærstu í heiminum og jafnframt eru þær fjórða fjölmennasta borg Jórdaníu. Konur og börn eru um 80% íbúa í Zaatari og eiga erfitt uppdráttar í búðunum. Á griðastöðunum eru konur öruggar, fá atvinnutækifæri, menntun og daggæslu fyrir börn sín.

„Konurnar í flóttamannabúðunum eru berskjaldaðar gagnvart ofbeldi og öðru. Griðastaðirnir veita þeim vernd, öryggi og atvinnu. Raddir þeirra heyrast mjög sjaldan en við viljum hlusta á raddir þeirra. Þær eru oft fyrirvinna fjölskyldu sinnar en flest störf í flóttamannabúðunum, 5.000 talsins, eru unnin af körlum. Á griðastöðunum fá þær tækifæri til að vinna,“ segir Stella.

Hafa upplifað hræðilega hluti

„Margar hverjar hafa upplifað hræðilega hluti, misst maka, fjölskyldur og börn, hluti sem enginn ætti að þurfa að upplifa. Þær búa í litlum gámum og þessir griðastaðir hjálpa þeim að komast út úr þunglyndi og einangrun, veita þeim trú og von fyrir framtíðina.

Það veit enginn hvað þær verða lengi þarna en á meðan þær komast á griðastaðina þurfa þær ekki að sitja og bíða. Við viljum gefa fleiri konum tækifæri á að fá atvinnu og þessa vernd. Öruggt skjól og tækifæri á nýju upphafi. Það eru hundruð kvenna á biðlista og sá peningur sem safnast mun renna til að fleiri konur geti notið þessa,“ segir hún.

Eliza Reid forsetafrú í flóttamannabúðum UN Women í Zaatari
Eliza Reid forsetafrú í flóttamannabúðum UN Women í Zaatari
Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu.
Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu. AFP
Sýrlenskar flóttakonur í Zaatari-búðunum.
Sýrlenskar flóttakonur í Zaatari-búðunum. AFP
Forseti UEFA, Aleksander Ceferin og franski knattspyrnumaðurinn Christian Karembeu heimsóttu ...
Forseti UEFA, Aleksander Ceferin og franski knattspyrnumaðurinn Christian Karembeu heimsóttu Zaatari búðirnar í september. AFP

Innlent »

Einlægur áhugi skiptir máli

19:30 Foreldraráð Hafnarfjarðar óskar árlega eftir tilnefningum og veitir þeim sem þær hljóta hvatningarverðlaun. Viðurkenningu fyrir að hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi milli heimilis og skóla og óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna hlaut Sigurborg Geirdal Ægisdóttir grunnskólakennari. Hún kennir á miðstigi í Öldutúnsskóla, núna 5. bekk, allar bóklegar greinar. Meira »

Grunur um að Sindri sé á Spáni

19:24 Grunur lögreglu beinist að því að Sindri Þór Stefánsson, sem flúði opna fangelsið að Sogni aðfaranótt þriðjudags og flaug síðan til Svíþjóðar með vél Icelandair, sé á Spáni, samkvæmt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Meira »

Andrésar Andar-leikarnir í 43. sinn

17:37 Andrésar Andar-leikarnir eru haldnir í 43. sinn og taka 860 keppendur þátt. Þeir eru á aldrinum 4-15 ára. Leikarnir standa fram á laugardag. Talið er að um 2.500-3.000 manns sæki leikana sem haldnir eru af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli. Meira »

Hreyfillinn ekki notaður á Íslandi

17:19 Enginn flugrekstraraðili sem heyrir undir flugmálayfirvöld á Íslandi notar hreyfla af tegundinni CFM56-7B sem sprakk fljótlega eftir flugtak þotu Southwest Airlines í gær. Meira »

Góð mæting á sumardaginn fyrsta

16:45 Hátíðarhöld skátafélaga vegna sumardagsins fyrsta hafa farið fram víða um land í dag. Í Bústaðahverfinu í Reykjavík stóð skátafélagið Garðbúar fyrir skrúðgöngu frá Grímsbæ að Bústaðakirkju. Meira »

Vegabréf Sindra Þórs afturkallað

16:06 Vegabréf strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur verið afturkallað af íslenskum yfirvöldum og er því ekki lengur í gildi. Það var gert í gær, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki er þó víst hvort Sindri Þór er yfirhöfuð með vegabréfið á sér. Meira »

Púsluðu stærsta púsl í heimi

14:44 Púslað var stærsta púsl í heimi fyrir utan ritfangaverslunina A4 í Smáralind í dag, en um er að ræða púsl sem er 13 fermetrar að flatarmáli með 40.320 púslbitum. A4 stóð fyrir atburðinum í samstarfi við Ravensburger sem framleiðir púslið. Meira »

Tuttugu börn fengu ferðastyrk

14:52 Tuttugu börnum og fjölskyldum þeirra, samanlagt um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag en alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 15 árum. Meira »

Kristján leiðir XD í Norðurþingi

14:10 Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en hann var ráðinn sveitarstjóri í kjölfar síðustu kosninga. Meira »

Samgöngur, umhverfismál og aldraðir

13:37 Talsvert önnur staða er uppi í sveitarfélögunum á Suðurnesjunum nú, en þegar íbúar þar kusu síðast til sveitarstjórna fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur atvinnutækifærum fjölgað mikið og sömuleiðis hefur fólksfjölgun verið þar fordæmalaus. Meira »

Endurnýjuð Ásgarðslaug opnuð

12:56 Ásgarðslaug í Garðabæ var opnuð á ný í dag við hátíðlega athöfn eftir miklar endurbætur en í tilefni þess verður ókeypis aðgangur í laugina í dag og fram á sunnudag. Meira »

Ópíóíðafíklum fjölgað um 68%

12:45 Skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Meira »

Gamalt bankaútibú verður að heimili

12:29 „Þetta fer örugglega að verða með víðförulli húsum á suðvesturhorninu,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir sem festi kaup á húsinu síðastliðið haust. Síðan þá hefur hún unnið að því hörðum höndum að gera það að heimili fyrir sig og son sinn. Meira »

Strokufangar hafa alltaf náðst aftur

11:09 Engum íslenskum fanga hefur tekist að strjúka án þess að komast á ný undir manna hendur. „Oftast tekur það skamman tíma,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Strok úr fangelsum hér á landi er raunar fátítt. Meira »

Víðavangshlaup ÍR fer fram að venju

09:54 Víðavangshlaup ÍR fer fram í dag sumardaginn fyrsta og munu rúmlega 500 þátttakendur taka á rás um miðborg Reykjavíkur. Hlaupið er jafnfram Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira »

Rannsóknin beinist að leigubílnum

12:28 Rannsókn lögreglunnar á flótta Sindra Þórs Stefánssonar frá Sogni og úr landi fyrr í vikunni beinist aðallega að því að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók honum út á Keflavíkurflugvöll. Þetta segir Gunnar Schram, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Segir Pírata „stefnulaust skip“

10:25 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, hefur sagt skilið við Pírata en tilefnið er val á nýju bankaráði Seðlabanka Íslands í gær. Þór var fulltrúi Pírata í ráðinu en var ekki tilnefndur af flokknum til áframhaldandi setu innan þess. Meira »

Mengunarvörn fannst á ruslahaugum

09:24 „Þetta gæti orðið grunnur að nýjum endurvinnsluaðferðum fyrir plast,“ segir Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, við mbl.is. Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Hobby 560UL hjólhýsi til sölu
2 rúm, sólarsella, makrísa og loftnet aukalega. 2012 vel með farið. innigeymsla ...
Kynlífsvörur (ódýrar ) www.cupid.is
Kynlífsvörur (ódýrar ) www.cupid.is...
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal
Listvinahúsið - Guðmundur frá Miðdal Mjög sjaldgæft Geirfuglapar Hæð: 27 cm *...
 
Framhald uppbos
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalsafnaðarfundur aðalsafnaðarfundur g
Fundir - mannfagnaðir
Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Landssambands sumarhúsa...
L edda 6018041719 i lf.
Félagsstarf
? EDDA 6018041719 I Lf. Mynd af auglý...