Dæmd til að búa í myrkri eins og mýs í holu

Ingrid Backman Björnsdóttir á lóðinni við hlið heimilis síns þar ...
Ingrid Backman Björnsdóttir á lóðinni við hlið heimilis síns þar sem byggja á átta hæða háhýsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum í sjokki hérna í húsinu,“ segir Ingrid Backman Björnsdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara á Skúlagötu 20 í Reykjavík.

Reykjavíkurborg er með áform uppi um að byggja átta hæða fjölbýlishús við hlið hússins á Skúlagötu 20, svo nálægt vesturgafli þess að Ingrid segist nánast eiga eftir að geta snert það út um gluggann hjá sér.

Íbúð Ingridar er á fyrstu hæð og úr henni sér hún aðeins út á sundið og sólarlagið sem er henni afar kært. „Háhýsið á að koma alveg við húsgaflinn hjá okkur og fyrir stofugluggann og svalirnar sem eru vestanmegin. Ef þessi bygging rís þýðir það að við sem búum vestanmegin í húsinu missum allt útsýni og erum dæmd til að búa í myrkri eins og mýs í holu.“  Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Ingrid núverandi borgarmeirihluta fara offari í þéttingu byggðar í miðborginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »