Veggir, skilti og betri lýsing til varnar kanínum

Kanínur í Elliðaárdal.
Kanínur í Elliðaárdal. mbl.is/Golli

„Við höfum skoðað ýmis úrræði til að draga úr hættu af völdum kanínanna í dalnum,“ segir Smári Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, spurður um aðgerðir sem lagðar voru til í lok október á síðasta ári til að takmarka fjölda og draga úr hættu vegna kanína á tiltölulega afmörkuðu svæði í neðanverðum Elliðaárdalnum, norðvestan við Stekkjarbakka.

Í minnisblaði sem lagt var fram af skrifstofu umhverfisgæða og lagt var fyrir á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar fyrir rúmu ári er m.a. lagt til að fækkað verði í stofni kanína á svæðinu.

„Þetta er nokkuð stór stofn og búast má við því að hann sé að stækka núna í ljósi þess að haustið er búið að vera óvenju milt. Við munum þó að svo stöddu ekki grípa til þess að fækka þeim heldur leita annarra leiða til að koma í veg fyrir slys á fólki og dýrum.“

Við lagningu nýs hjólastígs um Elliðaárdal verður að sögn Smára t.d. lögð sérstök áhersla á lýsingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert