Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Hjörtur

Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Dæmi heyrði ég í dag um þrjá sem eru saman um átta fermetra herbergi og borga [hver fyrir sig] 70 þúsund kall.“

Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, tók um aðbúnað og húsnæðisaðstæður erlendra starfsmanna hér á landi, á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar í gær um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.

Verulegur hluti starfsmanna sem hér eru á vegum starfsmannaleiga býr við algerlega óviðunandi aðstæður, sumir í blokkaríbúðum þar sem tveir eða þrír deila oft sama herberginu og hafa svo aðgang að sameiginlegu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu með öðrum eða er gert að búa í atvinnuhúsnæði.

Halldór sýndi dæmi um svefnaðstöðu erlendra starfsmanna í Reykjanesbæ sem þeir þyrftu að greiða stórfé fyrir, m.a. á efri hæð í fiskverkunarhúsi og annað dæmi um starfsmenn sem búa yfir gamalli netageymslu. Halldór tók fram að ekki væri allt þetta húsnæði ólöglegt en það kosti sitt að búa þar.

Ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »