Áfram vont veður víða

Vindaspá kl. 18 á landinu í dag.
Vindaspá kl. 18 á landinu í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Síðustu klukkustundir hefur þar verið mjög hvasst og hríðarveður og er fjöldi bíla enn fastur á heiðinni. „Það er ekki langt í að þessi strengur á þessum slóðum gangi niður, að minnsta kosti í bili,“ sagði Haraldur. „Við reiknum með að það dragi úr veðrinu eftir um 1-2 tíma. En svo mun veðrið ná sér aftur á strik seinni partinn [í dag].“

Haraldur segir að veður verði hvasst víðast hvar um landið í dag, einhvern tíma dagsins. „Veðrið er búið að vera rólegt í nótt á austurhelmingi landsins en þar er að hvessa með snjókomu og það mun sjóa víða, sérstaklega austan og norðan til á landinu. Suðvestanlands hvessir en það er lítil sem engin úrkoma sem mun fylgja því.“

Spá næsta sólarhringinn samkvæmt vef Veðurstofunnar er þessi: Norðaustan 15-23 m/s í dag með snjókomu og síðar éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Heldur hægari á Norður- og Austurlandi undir kvöld, en hvessir þá enn frekar á Suðausturlandi. 

Norðan 13-18 m/s á morgun, en 18-23 m/s á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.

Fylgist vel með veðurspám og færð

Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Útlit er fyrir að veðrið gangi niður svo um munar á laugardag, fyrst um landið vestanvert.

Færð á vegum

Hálka er á höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og Lyngdalsheiði og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálka er mjög víða á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. 

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. 

það er snjóþekja eða hálka á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Klettshálsi og Hjallahálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi á Drangsnesvegi og á Innstrandavegi.  

Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum og lokað yfir Þverárfjall. Þæfingsfærð er í Skagafirði og á Siglufjarðarvegi að Ketilási. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er hálka eða snjóþekja og töluverð snjókoma á Melrakkasléttu og Langanesi. Þungfært er í Hófaskarði. 

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og hálka eða hálkublettir með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður. 

Hér má sjá kort sem sýnir færð á vegum eftir landshlutum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »
Vordagar
...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Stimplar
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...