Vara við 35 m hviðum við Svínafell

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og …
Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur er á fjallvegum.

Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar.  Það sama eigi við um Mýrdal og undir Eyjafjöllum í kvöld. 

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur er á fjallvegum.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Lokað er vegna óveðurs á Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Ófært er um Klettsháls og í Ísafjarðardjúpi. Þungfært og stórhríð er á Þröskuldum en þæfingsfærð og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur. Þæfingsfærð og éljagangur er á þónokkrum leiðum en þungfært frá Hofsósi að Ketilási.

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi. Þæfingsfærð og snjókoma er á  Möðrudalsöræfum, einnig á Fjarðarheiði.  Hálka er með suðausturströndinni og nokkuð hvasst.

mbl.is