Katrín: Línur við það að skýrast

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að línur í sjónarmyndunarviðræðunum muni skýrast í dag eða á morgun. „Algjörlega,“ sagði hún í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í dag eða á morgun samkvæmt okkar eigin áætlun,“ sagði Katrín. Hún segir að sá tími sem flokkarnir þrír hafi gefið sér til að komast að niðurstöðu sé að verða á enda. 

Hún segir nú unnið að því að ljúka málefnasamningi en einnig að fara yfir fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót. „Það er hluti af þeirri vinnu sem við höfum ráðist í síðustu daga, að fara yfir fjárlagafrumvarpið.“

 Spurð nákvæmlega hvenær málin fari að skýrast segir hún að það ætti að gerast á morgun, mánudag. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“

Katrín sagðist nokkuð bjartsýn á að flokkarnir þrír, VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, næðu saman. Hún segir flokkana ólíka og að samstarf við flokka með ólíkar áherslur sé öðruvísi. Málið snúist hins vegar um málefnin.

 Hún sagði að í raun hefði stjórnarkreppa ríkt í landinu frá árinu 2016. Það gekk illa að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í fyrra og sú stjórn hafi svo strax verið gagnrýnd fyrir skort á sýn. Hún sagði því stjórnarmyndunarviðræður nú öðruvísi og snúast um þau mikilvægu mál er sem búið er að ræða tvennar kosningar í röð. 

Stóru málin væru heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál. Hún sagði málið ekki snúast um að flokkarnir þrír sem nú væru að ræða saman væru að renna saman í einn flokk, eins og einhverjir hafa haldið fram heldur að þessir ólíku flokkar nái saman um stóru málin og nái sáttum um mál sem þeir eru ósammála um. Ágreiningurinn snúist um hvernig fjármagna eigi verkefnin og forgangsraða fjármununum.

Áhætta í stjórnmálum

Katrín rifjaði upp að hún hefði tekið þátt í Reykjavíkurlistanum og þar hefði gengið á ýmsu þó að þeir flokkar hefðu unnið lengi saman og legið þétt saman málefnalega. Sama hefði verið uppi á teningnum í samstarfi VG og Samfylkingar í ríkisstjórn. „Það er allt annað verkefni en þegar þú ert með jafnólíka flokka og raun ber vitni núna.“

Hún minnti á að fólk væri í stjórnmálum til að hafa áhrif og gera gagn. Sem stjórnmálahreyfing væri það hlutverk VG að grípa þau tækifæri sem gæfust til að hafa raunveruleg áhrif. Vissulega hefðu viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn verið ákveðin áhætta fyrir VG sem er skilgreindur lengst til vinstri á hinu pólitíska litrófi af þeim flokkum sem eiga fulltrúa á þingi. „En það er þannig að ef maður tekur ekki áhættu í stjórnmálum þá hefur maður ekki áhrif.“

Katrín sagði stjórnmál fyrst og fremst snúast um málefni og hvaða árangri væri hægt að ná með þau. 

mbl.is

Innlent »

Dagur vonbrigða segir Drífa

23:20 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir á Facebook-síðu sinni nú í kvöld að það hafi verið dagur vonbrigða þegar ríkisstjórnin kynnti stéttarfélögunum skattatillögur sínar í dag. Meira »

Getur komið til lokana í nótt

23:02 Fyrsta viðvörunin tók gildi fyrir sjö mínútum síðan,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, en austanstormur með úrkomu yfir landið frá suðri til norður og er gul viðvörun er í gildi á landinu öllu. Þá varar Vegagerðin við að komið geti til lokanna vega. Meira »

Hafa rætt kosningamálið í rúma 4 tíma

21:40 Umræður um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa hafa staðið í rúma fjóra klukkutíma á fundi borgarstjórnar. Meira »

Tortryggnin hefur aukist

20:48 Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Hann segir ávinninginn af svindli sem þessu geta verið mikinn. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

20:37 „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Viðbrögð verkalýðsfélaganna koma á óvart

20:20 „Það er ekki þannig að einstök stéttarfélög semji fyrir sitt leyti um skattkerfisbreytingar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is um viðbrögð stéttarfélaganna við skattkerfistillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verða tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar

17:58 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar að því er fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs, sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Meira »

Oft eldri en þeir segðust vera

17:48 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til þess að breyta framkvæmd aldursgreininga og álítur þær ekki siðferðislega ámælisverðar, enda sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki umsækjanda í hvert sinn auk þess sem gerðar séu kröfur um að framkvæmdin sé mannúðleg og gætt að réttindum og reisn þeirra sem undir slíkar rannsóknir gangast. Meira »

Efla Lyfjaeftirlitið

17:36 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og dr. Skúli Skúlason formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands hafa skrifað undir langtímasamning um starfsemi Lyfjaeftirlitsins og fjármögnun þess að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Meira »

Boða nýtt 32,94% skattþrep

17:23 Nýtt neðsta skattþrep sem verður 4 prósentustigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuafsláttar ásamt afnáms samnýtingar þrepa eru helstu tillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Tíndu 22 tonn af lambahornum

17:08 Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum fékk frekar óhefðbundið útkall í gær þegar liðsmenn sveitarinnar voru fengnir til að handtína 22 tonn af lambahornum sem voru um borð í flutningabíl sem valt á hliðina í Gufufirði á föstudag. Tæma þurfti hornin úr bílnum áður en hann var réttur við. Meira »

Sækja áfram að fullu fram til SA

16:50 Formaður Eflingar ætlar ekki að segja til um hvort hún sjái fram á að viðræðum félagsins og þriggja annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði slitið á næsta fundi fyrr en hún hefur fundað með samninganefnd félagsins. Hún segir þó ljóst að staðan í viðræðunum sé orðin mjög erfið. Meira »

Segir bankann hafa miðlað lánasögunni

16:46 Það var bankinn sem miðlaði upplýsingum um lánasöguna úr viðskiptamannakerfi sínu, segir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna fréttar sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Slíkt sé bankanum ekki heimilt að gera og málið verði sent Persónuvernd til meðferðar. Meira »

Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum

16:20 „Það var full eining í samninganefnd ASÍ um að tillögur stjórnvalda hafi verið mikil vonbrigði. Við teljum þetta ekki verða til þess að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ sagði Drífa Snædal, formaður ASÍ, þegar blaðamaður mbl.is náði af henni tali eftir fund samninganefndar ASÍ. Meira »

Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar

15:22 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands fundar nú um þær tillögur sem ríkisstjórnin kynnti sambandinu í dag. Fundurinn hófst í höfuðstöðvum ASÍ nú klukkan 15. Meira »

Reiði og sár vonbrigði

15:16 Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag. Meira »

Spurði hvar óhófið byrjaði

15:05 „Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1200.- Er í Garðabæ s: 8691204...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...