Þingflokkunum kynntur sáttmálinn

Bjarni Benediktsson, Birgir Ármannsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á þingflokksfundi …
Bjarni Benediktsson, Birgir Ármannsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/​Hari

Þingflokkar flokkanna þriggja sem staðið hafa í stjórnarmyndunarviðræðum koma nú saman í Alþingishúsinu hver til síns fundar, þar sem formenn flokkanna kynna fyrirhugaðan stjórnarsáttmála. Fundur sjálfstæðismanna hófst klukkan 13, en vinstri græn og framsóknarmenn koma saman klukkan 13.30. 

Formenn flokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, funduðu með formönnum annarra flokka á Alþingi klukkan 12 í dag, en þeim fundi verður fram haldið klukkan 15. Verður þar farið yfir störf þingsins framundan. 

mbl.is/​Hari

Flokks­stofn­an­ir VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa verið boðaðar til fund­ar á miðviku­dag­inn þar sem stjórn­arsátt­máli fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar verður lagður fram. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, í sam­tali við mbl.is í dag.

Þá sagði hún að nú þyrfti bara að ræða ráðuneytaskiptingu, en gengið er út frá því að hún verði forsætisráðherra. Þá sagði Katrín fyrr í dag að yrði stjórnarsáttmálinn samþykktur í flokksstofnunum flokkanna á miðvikudag gæti þingið komið saman fljótlega upp úr því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert