Eldur kom upp í fjósi

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Tilkynning barst um eld í fjósi á bænum Gunnbjarnarholti á Skeiðunum um klukkan hálftvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu er verið að stækka fjósið og var innanhúss margt nautgripa og kálfa og viðbúnaður því mikill.

Brunalið frá Flúðum var sent á staðinn og körfubíll frá Selfossi. Fljótlega bárust hins vegar upplýsingar um að búið væri að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn frá Árnesi komu fyrstir á staðinn og gengu úr skugga um að engin eldhreiður væru í þakinu. Má segja að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu, segir á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.

Þar segir enn fremur að rekja megi upptök eldsins til þess að unnið hafi verið með keðjusög á þakklæðningu og við það hafi lítill neisti komist undir klæðninguna og kveikt eldinn. Þakka megi skjótum og góðum viðbrögðum iðnaðarmannanna á staðnum að ekki hafi farið verr.

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert