Fleiri ökumenn nota handfrjálsan búnað

Þeim sem tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar …
Þeim sem tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar hefur fækkað stöðugt frá árinu 2010. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumönnum sem tala í farsíma án handfrjáls búnaðar fer fækkandi. Samkvæmt könnun MMR hafa 47% Íslendinga talað í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er 9% fækkun frá sömu könnun sem framkvæmd var fyrir ári síðan. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem tala í farsímann með handfrjálsum búnaði aukist nokkuð og stendur nú í 44%.

Þeim sem tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar hefur fækkað stöðugt frá árinu 2010, samkvæmt könnunum MMR. Í síðustu könnun sögðust 47% tala í símann án handfrjáls búnaðar en hlutfallið var 71% árið 2010. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem tala í símann undir stýri með handfrjálsum búnaði aukist úr 24% árið 2010 í 44% árið 2017.

Framkvæmd könnunarinnar fór þannig fram að tekið var handahófskennt úrtak úr hópi álitsgjafa MMR. 944 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu könnuninni sem var gerð 14.-17. nóvember 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert