Nöpur norðanátt

Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu ...
Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Köld norðanátt leikur um landið í dag og nær hún stormstyrk á suðaustanverðu landinu. Á Norður- og Austurlandi gengur á með éljum eða snjókomu en bjartviðri verður í öðrum landshlutum. Á morgun dregur smám saman úr vindi og léttir til, en herðir á frostinu. Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu daga, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland.

Austfirðir: Norðan og norðvestan 15-23 m/s og hviður 25-40 m/s. Gengur á með éljum og líkur á skafrenningi. Varasamar aðstæður til aksturs, sér í lagi á fjallvegum.

Suðausturland: Norðan 18-25 m/s í vindstrengjum við Vatnajökul ásamt hviðum 30-45 m/s. Snjóþekja er á vegum og líkur á skafrenningi og hálku. Varasamar aðstæður til aksturs.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 10-18 m/s, en 18-25 SA-lands. Snjókoma eða él N- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Lægir og birtir til S- og V-lands í dag, en áfram norðanhvassviðri eða -stormur og él fyrir austan. Lægir V-til á morgun og léttir til, en norðvestan 10-15 m/s og dálítil él fyrir austan. Kólnandi veður.

Á föstudag:

Norðvestan 10-18 m/s A-lands framan af degi, hvassast og dálítil él með ströndinni, en lægir síðan smám saman. Annars hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 4 til 15 stig, mest í innsveitum. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost. Suðaustan 10-15 m/s við SV-ströndina síðdegis og dregur úr frosti þar. 

Á sunnudag:
Austan- og norðaustankaldi og víða léttskýjað, en dálítil él við N- og A-ströndina. Áfram kalt í veðri. 

Á mánudag:
Norðankaldi og léttskýjað sunnan heiða, en dálítil él NA-til. Dregur úr frost í bili. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Yfirleitt fremur hægir austlægir vindar og úrkomulítið, en dálítil él við sjávarsíðuna. Frost um allt land.

mbl.is

Innlent »

Snjór á einhverjum leiðum

07:01 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum fjallvegum og eitthvað um snjóþekju. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi

06:59 Spáð er norðaustlægri átt í dag, strekkingur norðvestantil, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðantil. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast á Suðurlandi. Meira »

Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

06:48 V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Meira »

Margrét í efsta sæti Á-listans

06:43 Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Meira »

Elliði næði ekki kjöri

05:41 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meira »

Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi

05:30 Samkvæmt rannsókn meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Vesturbæ/Seltjarnarnesi, voru 24,5% af sjúklingunum með svokölluð starfræn einkenni. Meira »

„Fjárhæðir sem skipta máli“

05:30 „Auk þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni er verið að meta aðra kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, en tillögur til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða kynntar í sumar. Meira »

Vinnustöðvun er boðuð

05:30 Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem haldinn var hjá Ríkissáttasemjara í gær lauk án árangurs. Meira »

Bóluefni eru ekki tiltæk

05:30 Ekki er tiltækt í landinu bóluefni gegn lifrarbólgu A og B eins og margir láta sprauta sig með fyrir ferðalög á framandi slóðir. Meira »

Sveitarfélögin taki við

05:30 Best færi á því að forræði sjúkraflutninga yrði að nýju hjá sveitarfélögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt viðbragð á vegum slökkviliðanna. Meira »

Nýju íbúðirnar of dýrar

05:30 Fátt bendir til að skorti á smærri og ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuðborgarsvæðinu verði eytt á næstu misserum. Nýjar íbúðir sem eru að koma á markað eru enda of dýrar. Meira »

20 kjarasamningar frá áramótum

05:30 Frá áramótum hefur verið lokið við gerð alls 20 nýrra kjarasamninga, sem samþykktir hafa verið í atkvæðagreiðslum félagsmanna sem þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti embættis Ríkissáttasemjara. Meira »

Næturfrost á Norðurlandi

Í gær, 23:54 Það kólnar heldur í veðri næsta sólarhringinn. Von er á norðlægri eða breytileg átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast vestanlands. Búast má við rigningu með köflum sunnan til en stöku éljum fyrir norðan, einkum inn til landsins. Meira »

Tilkynnt um gasleka

Í gær, 21:44 Tilkynning barst til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á níunda tímanum í kvöld um gasleka í Hagkaupum í Garðabæ. Kom tilkynningin frá öryggisvörðum. Meira »

„Þetta var ekki byrjunin á ofbeldinu“

Í gær, 20:13 „Hann passaði að lemja mig alltaf á stöðum sem voru almennt huldir fötum, axlirnar mínar fengu sérstaka útreið. Ég man það vel þar sem mér var oft illt í öxlunum á þessum tíma.“ Þetta er brot út einni af 52 frásögnum sem konur úr #metoo-hópnum „fjölskyldutengsl“ hafa sent frá sér. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Bílvelta varð á Bústaðavegi á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um minni háttar atvik að ræða og komst bílstjórinn út úr bílnum án aðstoðar. Meira »

Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari

Í gær, 20:30 Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Meira »

Sumarvegir flestir ófærir

Í gær, 19:49 Vegir eru víðast hvar greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir eða krap á fáeinum fjallvegum. Meira »
PENNAR
...
Stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal
Til sölui stór fálki eftir Guðmund frá Miðdal,, uppl. í síma 772-2990 eða á netf...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...