Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð styðja #metoo

740 karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa lýst yfir fullum ...
740 karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa lýst yfir fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu metoo.

Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa lýst yfir stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem 740 karlar hafa skrifað undir þar sem þeir lýsa vilja til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar.

Í yfirlýsingunni viðurkenna karlmennirnir að kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun valdi óþolandi ástandi í starfsumhverfi listafólks og lýsa þeir samstöðu með samstarfskonum sem greint hafa frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni.  

Nöfn þeirra sem skrifa undir fylgir ekki yfirlýsingunni en fram kemur að um er að ræða leikara, leikstjóra, leikmyndahönnuðir leikhússtjóra, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir sviðshöfundar leikskáld, dansarar danshöfunda, þýðendur, tæknistjórar sýningastjóra, framleiðendur, tónskáld, handritahöfunda, ráðgjafa, klippara, gripla, upptökustjóra, sviðstjóra, uppistandara, nemendur, kennara, grafíklistamenn, tónlistarstjóra, aðstoðarmenn, framkvæmdastjóra, kynningarfulltrúa, smiði, brúðuleiklistamenn, óperusöngvara, brellumeistara, hljóðhönnuði, hljómsveitarstjóra, myndbandahönnuði, dagskrárstjóra, kvikmyndatökumenn og fleiri.

Íslenskar konur úr fjölbreyttum starfsstéttum hafa stigið fram síðustu daga og vikur og greint frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni í störfum sínum. Í dag klukkan 16 munu fulltrúar úr mörgum starfsstéttum lesa upp sögur sem hafa litið dagsins ljós í #metoo baráttunni.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

„Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu metoo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar. Við lýsum yfir samstöðu með þeim samstarfskonum okkar sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“

mbl.is

Innlent »

Kveikt í gervigrasi á ÍR-vellinum

00:10 Kveikt var í gervigrasrúllum á umráðasvæði ÍR í Breiðholti í kvöld. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. Meira »

Byssa fannst hjá bílþjófum

Í gær, 22:59 Í morgun stöðvuðu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu par á stolnum bíl, en í bílnum fundust einnig fíkniefni og skotvopn, en búið var að saga framan af hlaupi byssunnar og stytta skeftið. Meira »

Íslendingar forðist að elta Breta

Í gær, 22:30 Allyson Pollock hefur staðið í málaferlum við breska ríkið vegna breytinga á opinbera heilbrigðiskerfi landsins. Í lögsókninni naut hún stuðnings enska eðlisfræðingsins Stephen Hawking, sem hún segir í samtali við mbl.is að hafi brunnið fyrir NHS. Meira »

Gerðardómur eins og happadrættismiði

Í gær, 21:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram áður felldan samning. Meira »

Hringvegurinn í sjötta sæti

Í gær, 20:25 Ferðalag um íslenska hringveginn er í sjötta sæti á lista yfir heimsins bestu ferðalög (e. The World‘s Best Journeys) sem settur var saman af kanadísku ferðaskrifstofunni Flight Network í samstarfi við rúmlega fimm hundruð aðra aðila. Meira »

Öflugasta hljóðkerfi í sögu Íslands

Í gær, 20:20 Mikill hasar verður í Laugardalnum næstu vikuna þar sem að undirbúningur fyrir tónleika Guns N‘ Roses er farinn á fullt. Um 160 manns koma að verkefninu sem er gríðarlega umfangsmikið. Hljóðkerfið verður það stærsta í íslenskri tónlistarsögu, segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna. Meira »

Vinna stöðvuð á þaki húss

Í gær, 19:27 Vinnueftirlitið bannaði vinnu á þaki húss við Nethyl 2b í Reykjavík, þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum. Meira »

Tekist „ótrúlega vel“ þrátt fyrir vætu

Í gær, 19:20 Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni, segir malbikunarverkefni sumarsins á landinu öllu ganga vel þrátt fyrir vætutíð. Skilyrði til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu ekki verið með besta móti og því hafa stór verkefni setið nokkuð á hakanum það sem af er sumri. Meira »

Samherji keypti í Eimskip

Í gær, 18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

Í gær, 18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

Í gær, 17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

Í gær, 17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

Í gær, 16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

Í gær, 15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

Í gær, 15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

Í gær, 15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

Í gær, 15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

Í gær, 15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

Í gær, 15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...