Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Þá komu einnig nokkur vitni fyrir dóminn. Í dag kom fyrir dóminn lögmaður eins ákærða, en hann sat á tímabili í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Er um að ræða umfangsmikið mál sem teyg­ir anga sína meðal ann­ars til Suður-Kór­eu, Hong Kong og Ítal­íu. Þrír sak­born­ing­anna eru Íslend­ing­ar en sá fjórði er níg­er­ísk­ur. Heild­ar­upp­hæðin sem til rann­sókn­ar var í mál­inu nam rúm­um fimm­tíu millj­ón­um króna sem send­ar voru hingað til lands í tveim­ur milli­færsl­um, sú fyrri upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir og síðari upp rúm­ar 20 millj­ón­ir. Voru fjármunirnir lagðir inn á reikning fyrirtækis í eigu eins ákærða í málinu, Gunnars Rúnars Gunnarssonar, en hann er sá eini með sakaferil á bakinu.

Um var að ræða illa fengið fé sem rakið er til fjársvika sem áttu sér stað í lok árs 2015. Hluti peninganna var svo fluttur úr landi meðal annars með millfærslum inn á bankareikning í Hong Kong.

Lögmaðurinn sem kom fyrir dóm í dag var upphaflega verjandi annars íslenska karlmannsins, en sá virðist hafa verið fenginn að málinu til að aðstoða við að millifæra peningana úr landi. Peningarnir voru millifærðir af reikningi Gunnars Rúnars yfir á hans reikning áður en þeir voru millifærðir til Hong Kong.

Maðurinn sagði fyrir dómi á föstudag að hann hefði hringt í lögmann sinn og ráðfært sig áður en hann ákvað að aðstoða við að millifæra peningana. Lögmaðurinn hefði sagt honum að það væri ekki ólöglegt að aðstoða við að millifæra fjármunina með þeim hætti sem skjólstæðingur hans kynnti fyrir honum.

Var með vangaveltur um gjaldeyrishöft

Lögmaðurinn sagði fyrir dómi í dag að maðurinn hefði sagt sér að vinafólk hans væri í viðskiptum og þyrfti að millifæra peninga erlendis. Það hafi gengið illa en maðurinn sagðist ekki skilja af hverju. Lögmaðurinn sagði hann hafa spurt sig út í gjaldeyrishöft, sem hann var þó ekki sérfræðingur í, en tjáði skjólstæðingi sínum að það væri óheimilt að flytja peninga óheft á milli landa. Það þyrfti alltaf að vera ástæða fyrir peningaflutningunum.

Aðspurður sagðist lögmaðurinn ekki kannast við að hafa sagt skjólstæðingi sínum að það væri löglegt að hann millifærði peningana inn á sinni eigin reikning og þaðan áfram til Hong Kong.

„Hann var með vangaveltur um hvort það væri óheimilt að flytja peninga á milli landa. Þetta kvöld minnir mig að hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann millifærði peningana fyrir þau. Það hvort þau myndu flytja pening á einhvern reikning var ekki eitthvað sem var spurt um. Ef það hefði legið fyrir í þessu símtali að um þjófnað hefði verið að ræða hefði ráðgjöf mín verið öðruvísi,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að maðurinn hefði gefið sér leyfi til að upplýsa um samskipti þeirra á milli.

Starfsaðferðir sem þekkjast í Suður-Ameríku

Lögmaðurinn gerðist svo verjandi mannsins á rannsóknarstigi málsins, en hann sagðist fyrir dómi hafa á ákveðnum tímapunkti verið plataður í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum og handtekinn þegar hann kom á staðinn. Sat lögmaðurinn í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa vegna gruns lögreglu um aðild að málinu. Þá var gerð hjá honum húsleit.

Spurður hvaða skoðun hann hefði á gæsluvarðhaldinu sagði lögmaðurinn svona starfsaðferðir ekki þekkjast hér á landi. Þær þekktust kannski í Suður-Ameríku. Hann sagði öll gögn lögmannsstofunnar hafa verið gerð upptæki, þar á meðal öll gögn er vörðuðu þáverandi skjólstæðing hans, minnispunktar og fleira úr skýrslum. Sagði hann slíkt ekki eiga sér neitt fordæmi og hann velti fyrir sér hvort fyrrverandi skjólstæðingur hans fengi réttlæta málsmeðferð fyrir dómi.

Mál gegn lögmanninum var fellt niður þegar ákæra á hendur sakborninginum fjórum var gefin út.

Aðspurður hvort honum hefði fundist brotið á fyrrverandi skjólstæðingi sínum sagði lögmaðurinn: „Já, gjörsamlega. Héraðssaksóknari tekur gögnin hans, varnagögnin hjá manninum,  sem ég held að eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þá var mér gert að upplýsa um mín samskipti við hann langt fyrir utan hans hlut í málinu.“

Í kjölfar þess að lögmaðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald var skipt um verjanda í málinu, enda lögmanninum ekki gert kleift að vera áfram verjandi mannsins, að hans sögn.

mbl.is

Innlent »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Ukulele
...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...