Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Þá komu einnig nokkur vitni fyrir dóminn. Í dag kom fyrir dóminn lögmaður eins ákærða, en hann sat á tímabili í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Er um að ræða umfangsmikið mál sem teyg­ir anga sína meðal ann­ars til Suður-Kór­eu, Hong Kong og Ítal­íu. Þrír sak­born­ing­anna eru Íslend­ing­ar en sá fjórði er níg­er­ísk­ur. Heild­ar­upp­hæðin sem til rann­sókn­ar var í mál­inu nam rúm­um fimm­tíu millj­ón­um króna sem send­ar voru hingað til lands í tveim­ur milli­færsl­um, sú fyrri upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir og síðari upp rúm­ar 20 millj­ón­ir. Voru fjármunirnir lagðir inn á reikning fyrirtækis í eigu eins ákærða í málinu, Gunnars Rúnars Gunnarssonar, en hann er sá eini með sakaferil á bakinu.

Um var að ræða illa fengið fé sem rakið er til fjársvika sem áttu sér stað í lok árs 2015. Hluti peninganna var svo fluttur úr landi meðal annars með millfærslum inn á bankareikning í Hong Kong.

Lögmaðurinn sem kom fyrir dóm í dag var upphaflega verjandi annars íslenska karlmannsins, en sá virðist hafa verið fenginn að málinu til að aðstoða við að millifæra peningana úr landi. Peningarnir voru millifærðir af reikningi Gunnars Rúnars yfir á hans reikning áður en þeir voru millifærðir til Hong Kong.

Maðurinn sagði fyrir dómi á föstudag að hann hefði hringt í lögmann sinn og ráðfært sig áður en hann ákvað að aðstoða við að millifæra peningana. Lögmaðurinn hefði sagt honum að það væri ekki ólöglegt að aðstoða við að millifæra fjármunina með þeim hætti sem skjólstæðingur hans kynnti fyrir honum.

Var með vangaveltur um gjaldeyrishöft

Lögmaðurinn sagði fyrir dómi í dag að maðurinn hefði sagt sér að vinafólk hans væri í viðskiptum og þyrfti að millifæra peninga erlendis. Það hafi gengið illa en maðurinn sagðist ekki skilja af hverju. Lögmaðurinn sagði hann hafa spurt sig út í gjaldeyrishöft, sem hann var þó ekki sérfræðingur í, en tjáði skjólstæðingi sínum að það væri óheimilt að flytja peninga óheft á milli landa. Það þyrfti alltaf að vera ástæða fyrir peningaflutningunum.

Aðspurður sagðist lögmaðurinn ekki kannast við að hafa sagt skjólstæðingi sínum að það væri löglegt að hann millifærði peningana inn á sinni eigin reikning og þaðan áfram til Hong Kong.

„Hann var með vangaveltur um hvort það væri óheimilt að flytja peninga á milli landa. Þetta kvöld minnir mig að hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann millifærði peningana fyrir þau. Það hvort þau myndu flytja pening á einhvern reikning var ekki eitthvað sem var spurt um. Ef það hefði legið fyrir í þessu símtali að um þjófnað hefði verið að ræða hefði ráðgjöf mín verið öðruvísi,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að maðurinn hefði gefið sér leyfi til að upplýsa um samskipti þeirra á milli.

Starfsaðferðir sem þekkjast í Suður-Ameríku

Lögmaðurinn gerðist svo verjandi mannsins á rannsóknarstigi málsins, en hann sagðist fyrir dómi hafa á ákveðnum tímapunkti verið plataður í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum og handtekinn þegar hann kom á staðinn. Sat lögmaðurinn í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa vegna gruns lögreglu um aðild að málinu. Þá var gerð hjá honum húsleit.

Spurður hvaða skoðun hann hefði á gæsluvarðhaldinu sagði lögmaðurinn svona starfsaðferðir ekki þekkjast hér á landi. Þær þekktust kannski í Suður-Ameríku. Hann sagði öll gögn lögmannsstofunnar hafa verið gerð upptæki, þar á meðal öll gögn er vörðuðu þáverandi skjólstæðing hans, minnispunktar og fleira úr skýrslum. Sagði hann slíkt ekki eiga sér neitt fordæmi og hann velti fyrir sér hvort fyrrverandi skjólstæðingur hans fengi réttlæta málsmeðferð fyrir dómi.

Mál gegn lögmanninum var fellt niður þegar ákæra á hendur sakborninginum fjórum var gefin út.

Aðspurður hvort honum hefði fundist brotið á fyrrverandi skjólstæðingi sínum sagði lögmaðurinn: „Já, gjörsamlega. Héraðssaksóknari tekur gögnin hans, varnagögnin hjá manninum,  sem ég held að eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þá var mér gert að upplýsa um mín samskipti við hann langt fyrir utan hans hlut í málinu.“

Í kjölfar þess að lögmaðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald var skipt um verjanda í málinu, enda lögmanninum ekki gert kleift að vera áfram verjandi mannsins, að hans sögn.

mbl.is

Innlent »

Samherji keypti í Eimskip

18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »

Keilir opnar starfsstöð á Spáni

14:49 Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir utan Barcelona á Spáni og er Keilir, að fram kemur í fréttatilkynningu, þar með fyrsti flugskóli landsins til að halda úti verklegu flugnámi í tveimur löndum. Er þetta sagt gert „til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring.“ Meira »

Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal

14:45 Valtýr Valtýsson hefur verið ráðinn í embætti sveitarstjóra Ásahrepps, en hann hefur áður gegnt embætti sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Ekki virðist hafa ríkt fullkomin sátt í hreppsnefndinni um ráðningaferlið og gerði minnihlutinn athugasemd við að aðeins einn af 19 væri boðaður í viðtal. Meira »

Kostnaður er áætlaður 55 milljarðar króna

14:15 Áætluð verklok vegna nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut eru árið 2024 og heildarkostnaður er áætlaður tæpir 55 milljarðar króna, án virðisaukaskatts. Meira »

„Staðan er kolsvört“

14:02 „Það er ekkert á borðinu,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fundi þeirra hjá ríkissáttasemjara lauk rétt í þessu. „Það verður ekki skrifað undir í dag og það hefur ekki verið boðað til nýs fundar.“ Meira »

Sagðist hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni

13:51 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Brotin áttu sér stað á árabilinu frá 2010 til 2014. Meira »

Fundi samninganefndanna lokið

13:42 Fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10:30 er lokið. Báðar samn­inga­nefnd­ir gáfu það út fyr­ir fund­inn að þær hefðu ekki lagt fram nýj­ar til­lög­ur. Meira »

Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“

13:25 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 að gagnrýni þingmanna vegna veru hennar á hátíðarfundi á Þingvöllum í gær sé fáránleg. Hún hafi hins vegar ekki tekið eftir mótmælum og notið dvalarinnar á Íslandi. Meira »

Sjálfsagt að bjóða Kjærsgaard

13:21 Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans, Piu Kjærsgaard, hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin á Þingvöllum í gær þegar hátíðarfundur var haldinn í tilefnis þess að þá voru 100 ár liðin frá und­ir­rit­un sam­bands­samn­ings um full­veldi Íslands, sem tók svo gildi 1. des­em­ber 1918. Meira »
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Til sölu Rav 4 2014
Til sölu Rav 4 Til sölu fallegur Rav 4 VX árgerð 2014 leður,topplúga,krókur E...