Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Þá komu einnig nokkur vitni fyrir dóminn. Í dag kom fyrir dóminn lögmaður eins ákærða, en hann sat á tímabili í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Er um að ræða umfangsmikið mál sem teyg­ir anga sína meðal ann­ars til Suður-Kór­eu, Hong Kong og Ítal­íu. Þrír sak­born­ing­anna eru Íslend­ing­ar en sá fjórði er níg­er­ísk­ur. Heild­ar­upp­hæðin sem til rann­sókn­ar var í mál­inu nam rúm­um fimm­tíu millj­ón­um króna sem send­ar voru hingað til lands í tveim­ur milli­færsl­um, sú fyrri upp á rúm­ar 30 millj­ón­ir og síðari upp rúm­ar 20 millj­ón­ir. Voru fjármunirnir lagðir inn á reikning fyrirtækis í eigu eins ákærða í málinu, Gunnars Rúnars Gunnarssonar, en hann er sá eini með sakaferil á bakinu.

Um var að ræða illa fengið fé sem rakið er til fjársvika sem áttu sér stað í lok árs 2015. Hluti peninganna var svo fluttur úr landi meðal annars með millfærslum inn á bankareikning í Hong Kong.

Lögmaðurinn sem kom fyrir dóm í dag var upphaflega verjandi annars íslenska karlmannsins, en sá virðist hafa verið fenginn að málinu til að aðstoða við að millifæra peningana úr landi. Peningarnir voru millifærðir af reikningi Gunnars Rúnars yfir á hans reikning áður en þeir voru millifærðir til Hong Kong.

Maðurinn sagði fyrir dómi á föstudag að hann hefði hringt í lögmann sinn og ráðfært sig áður en hann ákvað að aðstoða við að millifæra peningana. Lögmaðurinn hefði sagt honum að það væri ekki ólöglegt að aðstoða við að millifæra fjármunina með þeim hætti sem skjólstæðingur hans kynnti fyrir honum.

Var með vangaveltur um gjaldeyrishöft

Lögmaðurinn sagði fyrir dómi í dag að maðurinn hefði sagt sér að vinafólk hans væri í viðskiptum og þyrfti að millifæra peninga erlendis. Það hafi gengið illa en maðurinn sagðist ekki skilja af hverju. Lögmaðurinn sagði hann hafa spurt sig út í gjaldeyrishöft, sem hann var þó ekki sérfræðingur í, en tjáði skjólstæðingi sínum að það væri óheimilt að flytja peninga óheft á milli landa. Það þyrfti alltaf að vera ástæða fyrir peningaflutningunum.

Aðspurður sagðist lögmaðurinn ekki kannast við að hafa sagt skjólstæðingi sínum að það væri löglegt að hann millifærði peningana inn á sinni eigin reikning og þaðan áfram til Hong Kong.

„Hann var með vangaveltur um hvort það væri óheimilt að flytja peninga á milli landa. Þetta kvöld minnir mig að hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann millifærði peningana fyrir þau. Það hvort þau myndu flytja pening á einhvern reikning var ekki eitthvað sem var spurt um. Ef það hefði legið fyrir í þessu símtali að um þjófnað hefði verið að ræða hefði ráðgjöf mín verið öðruvísi,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að maðurinn hefði gefið sér leyfi til að upplýsa um samskipti þeirra á milli.

Starfsaðferðir sem þekkjast í Suður-Ameríku

Lögmaðurinn gerðist svo verjandi mannsins á rannsóknarstigi málsins, en hann sagðist fyrir dómi hafa á ákveðnum tímapunkti verið plataður í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum og handtekinn þegar hann kom á staðinn. Sat lögmaðurinn í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa vegna gruns lögreglu um aðild að málinu. Þá var gerð hjá honum húsleit.

Spurður hvaða skoðun hann hefði á gæsluvarðhaldinu sagði lögmaðurinn svona starfsaðferðir ekki þekkjast hér á landi. Þær þekktust kannski í Suður-Ameríku. Hann sagði öll gögn lögmannsstofunnar hafa verið gerð upptæki, þar á meðal öll gögn er vörðuðu þáverandi skjólstæðing hans, minnispunktar og fleira úr skýrslum. Sagði hann slíkt ekki eiga sér neitt fordæmi og hann velti fyrir sér hvort fyrrverandi skjólstæðingur hans fengi réttlæta málsmeðferð fyrir dómi.

Mál gegn lögmanninum var fellt niður þegar ákæra á hendur sakborninginum fjórum var gefin út.

Aðspurður hvort honum hefði fundist brotið á fyrrverandi skjólstæðingi sínum sagði lögmaðurinn: „Já, gjörsamlega. Héraðssaksóknari tekur gögnin hans, varnagögnin hjá manninum,  sem ég held að eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Þá var mér gert að upplýsa um mín samskipti við hann langt fyrir utan hans hlut í málinu.“

Í kjölfar þess að lögmaðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald var skipt um verjanda í málinu, enda lögmanninum ekki gert kleift að vera áfram verjandi mannsins, að hans sögn.

mbl.is

Innlent »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...