Ungir sýnendur unnu hundasýningu erlendis

Norðurlandameistarar. Frá vinstri á myndinni eru Jason Lynn dómari, Auður …
Norðurlandameistarar. Frá vinstri á myndinni eru Jason Lynn dómari, Auður Sif Sigurgeirsdóttir þjálfari, Berglind Gunnarsdóttir, Vaka Víðisdóttir, Elena Mist Theodórsdóttir og Ingunn Birta Ómarsdóttir.

Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda.

Nordic Winner-sýningin var haldin í Helsinki í Finnlandi. Ísland hefur tekið þátt í keppninni á hverju ári síðan 2006 og ávallt vegnað vel en árangurinn um helgina er sá besti hingað til.

Í flokki ungra sýnenda hunda er hæfni sýnanda til að sýna hund dæmd ásamt sambandi hunds og sýnanda og þekkingu sýnandans á tegundinni, að sögn Auðar Sifjar Sigurgeirsdóttur sem er þjálfari stúlknanna. Hundurinn sjálfur er ekki dæmdur, að því er fram kemur í umfjöllun um mótið í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert