Vopnaðir og dópaðir í innbrotshugleiðingum

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lögreglan fékk ábendingu um menn sem væntanlega væru í innbrotshugleiðingum í vesturbæ Reykjavíkur um fjögur í nótt.

Mennirnir reyndust vera með eggvopn og fíkniefni á sér sem lögreglan lagði hald á. Ekki fara sögur af því hvort mennirnir höfðu brotist inn einhvers staðar.

Skömmu eftir miðnætti var maður handtekinn vegna líkamsárásar á knæpu í Hafnarfirði og er málið í rannsókn lögreglu. 

Að öðru leyti var rólegt hjá lögreglu en 16 verkefni komu á borð hennar í nótt, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina