Atkvæðagreiðslan hefst á miðnætti

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Eggert

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Flug­virkja­fé­lags Íslands við Icelanda­ir hefst á miðnætti en þetta staðfestir Óskar Ein­ars­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands, í samtali við mbl.is.

Samningurinn var kynntur félagsmönnum í kvöld en um 150 félagsmenn voru á fundinum. 

Aðspurður telur Óskar að menn hafi tekið vel í kynninguna á samningnum. „Þeir tóku nokkuð vel í þetta held ég,“ segir Óskar.

Flugvirkjum var kynntur samningurinn í kvöld.
Flugvirkjum var kynntur samningurinn í kvöld. mbl.is/Eggert

Atkvæðagreiðslan hefst á miðnætti og lýkur 28. desember. „Hún mallar yfir jólin,“ segir Óskar og bætir við að menn geti melt samninginn og jólamatinn á sama tíma.

Óskar sagði í gær að flug­virkj­ar hefðu kom­ist lang­leiðina með að ná fram þeirri leiðrétt­ingu sem þeir fóru fram á í kjara­samn­ingn­um sem var und­ir­ritaður við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins aðfaranótt þriðjudags vegna Icelanda­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert