Fjárlagafrumvarp samþykkt á Alþingi

Frá þingfundi í dag.
Frá þingfundi í dag. mbl.is/Hari

Fjárlagafrumvarp ársins 2018 hefur verið samþykkt á Alþingi. Þriðja og síðasta umræða um fjár­laga­frum­varp næsta árs hófst klukk­an hálf­sjö í kvöld. 

Frumvarpið í heild sinni var samþykkt með 34 at­kvæðum, 24 greiddu ekki at­kvæði. Frumvarpið verður sent til ríkisstjórnar sem lög frá Alþingi. 

Fjáraukalög voru samþykkt með 34 atkvæðum, 23 greiddu ekki atkvæði. 

„Ég mun með mikilli ánægju styðja þessi fjárlög,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún kvaddi sér hljóðs á meðan atkvæðagreiðslu stóð. Hún sagði jafnframt að með afgreiðslu frumvarpsins væru stigin gríðarlega mikilvæg skref til uppbyggingu samfélagslegra innviða og nefndi hún heilbrigðismálin sem helsta forgangsatriði fjárlagafrumvarpsins.

Ræða Katrínar Jakobsdóttur í atkvæðagreiðslu um fjárlögin

 Ræða Bjarna Benediktssonar í atkvæðagreiðslu um fjárlögin

Að atkvæðagreiðslu lokinni var fundum þingsins frestað til 22. janúar 2018. Búast má við því að nefndir þingsins hittist töluvert áður, eða 16. janúar. 

 Ræða Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við þingfrestun

 Ræða Katrínar Jakobsdóttir við þingfrestunina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert