Pattstaða er í kjaradeilu FÍN og ríkisins

Maríanna H. Helgadóttir
Maríanna H. Helgadóttir

Pattstaða er í kjaraviðræðum Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Samninganefndar ríkisins en árangurslaus sáttafundur var haldinn í gær.

Maríanna H. Helgadóttir, formaður FÍN, segir að ekkert nýtt hafi komið fram á fundinum í gær. Ekki er reiknað með öðrum sáttafundi fyrr en eftir tvær vikur.

FÍN stendur fast á kröfunni um að lágmarkslaun félagsmanna verði leiðrétt í 400 þús. kr. ,,Þessi krafa okkar hefur verið rædd aftur og aftur á fundum okkar með SNR og ljóst að það er pattstaða hjá okkur og engar lausnir í sjónmáli,“ segir hún.

Í umfjöllun um samnigamál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, að félagið horfi m.a. til breytinga sem urðu á lífeyriskerfinu á nýliðnu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert