Sinubruni við Skógafoss vegna flugelda

Hluti hlíðarinnar austan megin við fossinn, sem jafnan er grasi …
Hluti hlíðarinnar austan megin við fossinn, sem jafnan er grasi gróin, er ansi sviðin. Talið er að kviknað hafi í út frá flugeldum. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Það var ófögur sjón sem blasti við landverði Umhverfisstofnunar á Suðurlandi þegar hann sneri aftur til starfa eftir áramót. Í eftirlitsferð hans að Skógafossi kom í ljós að hluti hlíðarinnar austan megin við fossinn, sem jafnan er grasi gróin, var sviðinn. 

Þetta kemur fram á facebooksíðu Umhverfisstofnunar og talið er líklegt að kviknað hafi í út frá flugeldum á gamlárskvöld. 

Þá er jafnframt talið að eldurinn hafi líklega slokknað af sjálfu sér og stöðvast við rof sem er í hlíðinni og við tröppurnar sem liggja upp á Skógaheiði. 

Gróðurskemmdir eru ekki miklar þar sem enginn trjágróður er á svæðinu. Mjög þurrt er á svæðinu og lítill sem enginn snjór og því afar mikilvægt að fara varlega með eld á viðkvæmu og grónu landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert