Spá allt að 3.000 störfum

Vinnumálastofnun telur að Íslandsmet í fjölgun starfa sé að falla.
Vinnumálastofnun telur að Íslandsmet í fjölgun starfa sé að falla. mbl.is/RAX

Sérfræðingar Vinnumálastofnunar spá 2.500-3.000 nýjum störfum í ár. Gangi það eftir munu hafa orðið til allt að 29.300 störf á sjö árum.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur sennilegt að það sé Íslandsmet. Það hafi aldrei áður orðið til jafn mörg störf á Íslandi á svo fáum árum.

Til samanburðar horfir hann til uppgangstímans 1984-87 og um aldamótin, áður en netbólan sprakk. Þá hafi orðið til fjöldi starfa á fáum árum. Eftir fyrri uppsveiflur hafi komið niðursveifla með fækkun starfa. Slíkt virðist hins vegar ekki í kortunum nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert