Hanna búnað fyrir blinda

Prófanir á búnaði Rúnars Unnþórssonar og félaga hafa gengið mjög …
Prófanir á búnaði Rúnars Unnþórssonar og félaga hafa gengið mjög vel til þessa. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Rúnars Unnþórssonar, prófessors í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hannað búnað sem hjálpar blindum og sjónskertum að skynja umhverfi sitt betur.

Vonir standa til þess að búnaðurinn verði kominn á markað innan tveggja ára, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Sunnudagsmogganum sem út kemur í dag.

Búnaðurinn er tvennskonar. Annars vegar er um að ræða höfuðbúnað með myndavélum sem les umhverfið, ef svo má segja og táknar einstaka hluti með hljóðum sem notandinn lærir að greina í sundur. Hins vegar er notandinn með belti um sig miðjan sem gefur upplýsingar um umhverfið með titringi. Beltið er alfarið hannað hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert