Sækja þarf varahlut til útlanda

Hoffell á siglingu. Mynd úr safni.
Hoffell á siglingu. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Hoffell, flutningaskip Samskipa sem varð vélarvana skammt utan Reyðarfjarðar á sunnudagskvöld eftir að bilun kom upp í ventli vélar þess, er enn á Eskifirði.

Þetta segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

Von­ast var til að skipið gæti lagt úr höfn frá Eskif­irði í gær. Ekki reyndist þó vera til staðar varahlutur í vélina og því verður að sækja hann til útlanda. Einhver tími mun því líða þar til skipið kemst aftur á siglingu, að sögn Önnu Guðnýjar.

Hof­fell varð vél­ar­vana á leið sinni til Rotter­dam á sunnudag. Það kom til hafn­ar á Eskif­irði skömmu fyr­ir miðnætti aðfaranótt mánudags eft­ir að hafa siglt þangað fyr­ir eig­in vélarafli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert