Ólst upp við bensíndæluna

Bjarni Haraldsson við eldsneytisdælurnar. Verslun hans á Sauðárkróki hefur selt …
Bjarni Haraldsson við eldsneytisdælurnar. Verslun hans á Sauðárkróki hefur selt eldsneyti á bíla í meira en 85 ár. Fyrst var eldsneytissalan í samvinnu við Olíuverslun Íslands BP og síðar Olís. mbl.is/Björn Björnsson

Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki hefur ekki lengur leyfi til að selja eldsneyti. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra afturkallaði leyfið um áramótin, að því er Feykir greindi frá í gær.

Ástæðan var að búnaðurinn og aðstaðan uppfylltu ekki núgildandi kröfur. Bjarni Haraldsson kaupmaður hyggst sækja um nýja lóð fyrir eldsneytistankana því Olís á fasta kúnna á Króknum.

„Það er ómögulegt að vísa gömlum kúnnum í Varmahlíð, 26 kílómetra leið, þar sem næsta Olís-dæla er,“ segir Bjarni í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag. „Við byrjuðum að selja eldsneyti 1932 eða '33. Fyrst bensín og seinna líka dísilolíu. Árið 1933 kostaði bensínlítrinn 37 aura og smurolían eina krónu lítrinn. Ég á þetta allt skrifað í bók.“

Sjá viðtal við Bjarna Haraldsson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert