Enn töluverð úrkoma á Austurlandi

Enn er tölvuerð úrkoma á Austurlandi.
Enn er tölvuerð úrkoma á Austurlandi. Mynd/Veðurstofa Íslands

Enn þá er töluvert mikil rigning á Austurlandi, en úrkoman færist smátt og smátt austur af landinu. „Núna milli miðnættis og kl. 2 þá held ég að flestir þessir staðir komi undan,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hann segir vatn eiga eftir að skila sér niður úr fjöllunum og það taki því sjálfsagt alla vega nóttina að sjá minnkun á vatni á vegum. Veg­ur­inn á milli Fá­skrúðsfjarðar og Stöðvar­fjarðar er lokaður vegna vatna­skemmda og verður hann lokaður til morg­uns.

Ekki verður orðið alveg þurrt fyrr en seint í nótt en þá verður hlé á úrkomu þangað til annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert