Vill fá lögreglustöð aftur í Breiðholtið

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að komið verði á fót hverfislögreglustöð í Breiðholti.

Hann flutti tillögu um það á fundi borgarráðs í síðustu viku og lagði jafnframt til að borgin legði lögreglunni til húsnæði fyrir þessa starfsemi. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

Fram kemur hjá Kjartani að lögreglan hafi lengi verið með stöð í Breiðholti og hafi reynslan af því verið góð. Stöð í hverfinu hafi hins vegar verið lögð niður árið 2009 vegna sparnaðaraðgerða og ýmissa skipulagsbreytinga. Í dag sinnir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Breiðholtshverfinu frá Stöð 3 við Dalveg í Kópavogi, en starfssvæði hennar er það bæjarfélag og Breiðholt þar sem nú búa 21.400 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert