Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

Stjórnskipuð samstarfsnefnd fundar við Barónsstíg.
Stjórnskipuð samstarfsnefnd fundar við Barónsstíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík.

Fundurinn fer fram í húsnæði embættis landlæknis við Barónsstíg.

Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítala, er einn þeirra sem sitja fundinn. Þeim tilmælum var beint til starfsmanna Landspítalans í gær að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks.

„Við höfum haldið okkur við þessar ráðleggingar frá því í gærkvöldi. Við tökum stöðuna eftir þennan fund,“ segir Ólafur og talar um að ástandið sem er uppi á spítalanum núna flæki hlutina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert