Sóley aðstoðar Ásmund

Sóley Ragnarsdóttir.
Sóley Ragnarsdóttir.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 

Sóley útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk réttindum til að starfa sem héraðsdómslögmaður vorið 2012. Undanfarin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu. Áður vann hún um tveggja ára skeið hjá Útlendingastofnun. Síðastliðin tvö ár var Sóley varamaður í úrskurðarnefnd velferðarmála. Einnig hefur hún tekið þátt í nefndastörfum á vegum Kópavogsbæjar frá árinu 2016.

Sóley á sæti í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs, situr í fulltrúaráði Framsóknar í Kópavogi og er varamaður í stjórn þess ráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert