Aðeins British Airways með fleiri áfangastaði vestra

Áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada eru 23.
Áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada eru 23.

Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas.

Með nýjustu viðbótinni hefur fyrirtækið skipað sér í hóp þeirra félaga sem fljúga á flesta áfangastaði vestanhafs. Raunar er það nú aðeins British Airways sem býður upp á fleiri áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Þá býður Lufthansa upp á 23 áfangastaði, jafnmarga og Icelandair.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að félagið leiti enn nýrra áfangastaða og m.a. sé litið til þess að sækja dýpra inn á Evrópumarkað og jafnvel til Asíu einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert