Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar ...
Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar seldu og byggðu nýtt á nafni konunnar. Kristinn Benediktsson

Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Var konunni því gert að greiða þrotabúi mannsins helming þeirrar upphæðar, en maðurinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 vegna skuldarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þar sem dómurinn var kveðinn upp í gær.

Maðurinn, sem heitir Guðmundur Þór Gunnarsson, er fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Í dóminum kemur fram að hann hafi verið með launahæstu starfsmönnum bankans fyrir hrun með um 8 milljónir á mánuði og frá árinu 2011 hafi tekjur hans verið tæplega 22 milljónir á ári. Á sama tíma hafi konan, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, ekki verið skráð fyrir neinum tekjum.

Fékk 82 milljónir lánaðar án veða 

Fékk Guðmundur þrjú lán, samtals að upphæð 82 milljónir, frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008 vegna kaupa á á nýju húsi þeirra hjóna í Garðabæ án veða. Við hrunið hækkuðu skuldirnar mikið, enda í erlendri mynt, og óskaði hann eftir því við Kaupþing í Lúxemborg að semja um skuldirnar. Sagði hann húsið 80 milljóna virði, en þau höfðu keypt það á 149 milljónir tveimur árum fyrr. Á skattaframtali þeirra var eignin metin á 129 milljónir.

Bankinn hafnaði þessu boði og fór fram á fulla greiðslu. Fór málið meðal annars fyrir dóm í Lúxemborg þar sem dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið fyrir hér á landi. Var í framhaldinu gert árangurslaust fjárnám hjá Guðmundi og í kjölfarið var hann úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánið á þessum tíma, en krafan hafði farið til Banque Havilland eftir að Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp.

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Seldu sameiginlegt hús og byggðu nýtt á nafni konunnar

Í millitíðinni höfðu hjónin selt húsið og fékkst fyrir það 133 milljónir árið 2011. Sama dag keypti Jóhanna einbýlishúsalóð í Garðabæ fyrir 12 milljónir og var í kjölfarið byggt þar einbýlishús sem var selt árið 2016 fyrir 125 milljónir. Var Guðmundur aldrei skráður eigandi nýja hússins.

Taldi Havilland bankinn að þetta hefði verið gjafagjörningur þar sem söluupphæðin frá fyrra húsinu hefði verið notuð til að kaupa nýja lóð og byggja þar hús í nafni konunnar í stað þess að nýta fjármunina til að greiða inn á skuld Guðmundar við bankann. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir að Jóhanna hafi ein verið skráð fyrir húsinu hafi þau bæði verið skráð fyrir lánum sem Kvika banki veitti til þess að byggja nýja húsið.

Skráður á lánið en átti ekki neitt

„Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar,“ segir í afstöðu Havilland í dóminum, en bankinn gerði yfir 200 milljóna kröfu í þrotabú Guðmundar.

Þá bendir bankinn á að  skattaskýrslur og húsbyggingarskýrslur bendi til þess að Guðmundur hafi verið kaupandi lóðarinnar. Þá sé augljóst að eigið fé vegna byggingar nýja hússins hafi myndast með söluandvirði þess eldra.

Kom sjálf með fjármuni til kaupanna

Hjónin komu bæði fyrir dóm til að veita skýrslu, en Jóhanna neitaði sök í málinu og vísaði til þess að hún hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar á sínum tíma hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá hafi hún ekki verið meðgreiðandi að láninu eða veitt bankanum veð í eignum sínum. Þá bendir hún á að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvors annars.

Vísaði hún til þess að hún hafi sjálf reitt fram fjármuni til að kaupa lóðina og byggja nýja húsið auk þess sem þau hafi fengið lán frá Kviku. Hafnar hún því að eitthvað óeðlilegt sé við að hann sé skráður með henni á lánið án þess að eiga neitt í eigninni. „Alþekkt sé hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum,“ segir um afstöðu hennar í dóminum.

Kröfuhafar urðu fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi

Í niðurstöðu dómsins segir að Jóhanna hafi vitað af láninu vegna fyrri eignarinnar og þá hafi hún einnig vitað af málaferlum Havilland gegn Guðmundi. Með því hafi þau reynt að koma eignum undan bankanum. „Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu,“ segir í dóminum.

Þá segir jafnfram að með þessari háttsemi hafi hún ollið kröfuhöfum Guðmundar tjóni og verði tekið undir með bankanum að „með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.“

Dómurinn telur hins vegar að eignarhluti Jóhönnu í fyrri eigninni komi til frádráttar kröfu bankans og því verði aðeins fallist á að hún greiði helming upphæðarinnar sem stóð eftir við sölu fyrri eignarinnar, eða 42,5 milljónir. Þá er henni einnig gert að greiða 4,4 milljónir í málskostnað.

Lesa má dóminn í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt 10-20 metrum á sekúndu og rigning eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast veðrur á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »

Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg

Í gær, 17:53 Mikill meirihluti íbúa Vestfjarða er hlynntur því að nýr vegur í Gufudalssveit verði lagður samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, en hún gerir ráð fyrir að vegurinn liggi að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði. Leiðin hefur verið kölluð Þ-H leið. Meira »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Í gær, 17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

Í gær, 17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

Í gær, 16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingar byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka stjórnsýsluskrefum vegna veitingar byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

Í gær, 16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

Í gær, 16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

Í gær, 15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

Í gær, 15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Húsgögn til sölu
Hillusamstæða til sölu 2 glerskápar 3 einigar sýrð eyk. /ódýrt---...
 
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...