Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar ...
Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar seldu og byggðu nýtt á nafni konunnar. Kristinn Benediktsson

Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Var konunni því gert að greiða þrotabúi mannsins helming þeirrar upphæðar, en maðurinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 vegna skuldarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þar sem dómurinn var kveðinn upp í gær.

Maðurinn, sem heitir Guðmundur Þór Gunnarsson, er fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Í dóminum kemur fram að hann hafi verið með launahæstu starfsmönnum bankans fyrir hrun með um 8 milljónir á mánuði og frá árinu 2011 hafi tekjur hans verið tæplega 22 milljónir á ári. Á sama tíma hafi konan, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, ekki verið skráð fyrir neinum tekjum.

Fékk 82 milljónir lánaðar án veða 

Fékk Guðmundur þrjú lán, samtals að upphæð 82 milljónir, frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008 vegna kaupa á á nýju húsi þeirra hjóna í Garðabæ án veða. Við hrunið hækkuðu skuldirnar mikið, enda í erlendri mynt, og óskaði hann eftir því við Kaupþing í Lúxemborg að semja um skuldirnar. Sagði hann húsið 80 milljóna virði, en þau höfðu keypt það á 149 milljónir tveimur árum fyrr. Á skattaframtali þeirra var eignin metin á 129 milljónir.

Bankinn hafnaði þessu boði og fór fram á fulla greiðslu. Fór málið meðal annars fyrir dóm í Lúxemborg þar sem dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið fyrir hér á landi. Var í framhaldinu gert árangurslaust fjárnám hjá Guðmundi og í kjölfarið var hann úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánið á þessum tíma, en krafan hafði farið til Banque Havilland eftir að Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp.

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Seldu sameiginlegt hús og byggðu nýtt á nafni konunnar

Í millitíðinni höfðu hjónin selt húsið og fékkst fyrir það 133 milljónir árið 2011. Sama dag keypti Jóhanna einbýlishúsalóð í Garðabæ fyrir 12 milljónir og var í kjölfarið byggt þar einbýlishús sem var selt árið 2016 fyrir 125 milljónir. Var Guðmundur aldrei skráður eigandi nýja hússins.

Taldi Havilland bankinn að þetta hefði verið gjafagjörningur þar sem söluupphæðin frá fyrra húsinu hefði verið notuð til að kaupa nýja lóð og byggja þar hús í nafni konunnar í stað þess að nýta fjármunina til að greiða inn á skuld Guðmundar við bankann. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir að Jóhanna hafi ein verið skráð fyrir húsinu hafi þau bæði verið skráð fyrir lánum sem Kvika banki veitti til þess að byggja nýja húsið.

Skráður á lánið en átti ekki neitt

„Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar,“ segir í afstöðu Havilland í dóminum, en bankinn gerði yfir 200 milljóna kröfu í þrotabú Guðmundar.

Þá bendir bankinn á að  skattaskýrslur og húsbyggingarskýrslur bendi til þess að Guðmundur hafi verið kaupandi lóðarinnar. Þá sé augljóst að eigið fé vegna byggingar nýja hússins hafi myndast með söluandvirði þess eldra.

Kom sjálf með fjármuni til kaupanna

Hjónin komu bæði fyrir dóm til að veita skýrslu, en Jóhanna neitaði sök í málinu og vísaði til þess að hún hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar á sínum tíma hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá hafi hún ekki verið meðgreiðandi að láninu eða veitt bankanum veð í eignum sínum. Þá bendir hún á að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvors annars.

Vísaði hún til þess að hún hafi sjálf reitt fram fjármuni til að kaupa lóðina og byggja nýja húsið auk þess sem þau hafi fengið lán frá Kviku. Hafnar hún því að eitthvað óeðlilegt sé við að hann sé skráður með henni á lánið án þess að eiga neitt í eigninni. „Alþekkt sé hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum,“ segir um afstöðu hennar í dóminum.

Kröfuhafar urðu fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi

Í niðurstöðu dómsins segir að Jóhanna hafi vitað af láninu vegna fyrri eignarinnar og þá hafi hún einnig vitað af málaferlum Havilland gegn Guðmundi. Með því hafi þau reynt að koma eignum undan bankanum. „Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu,“ segir í dóminum.

Þá segir jafnfram að með þessari háttsemi hafi hún ollið kröfuhöfum Guðmundar tjóni og verði tekið undir með bankanum að „með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.“

Dómurinn telur hins vegar að eignarhluti Jóhönnu í fyrri eigninni komi til frádráttar kröfu bankans og því verði aðeins fallist á að hún greiði helming upphæðarinnar sem stóð eftir við sölu fyrri eignarinnar, eða 42,5 milljónir. Þá er henni einnig gert að greiða 4,4 milljónir í málskostnað.

Lesa má dóminn í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...