Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar ...
Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar seldu og byggðu nýtt á nafni konunnar. Kristinn Benediktsson

Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Var konunni því gert að greiða þrotabúi mannsins helming þeirrar upphæðar, en maðurinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 vegna skuldarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þar sem dómurinn var kveðinn upp í gær.

Maðurinn, sem heitir Guðmundur Þór Gunnarsson, er fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Í dóminum kemur fram að hann hafi verið með launahæstu starfsmönnum bankans fyrir hrun með um 8 milljónir á mánuði og frá árinu 2011 hafi tekjur hans verið tæplega 22 milljónir á ári. Á sama tíma hafi konan, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, ekki verið skráð fyrir neinum tekjum.

Fékk 82 milljónir lánaðar án veða 

Fékk Guðmundur þrjú lán, samtals að upphæð 82 milljónir, frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008 vegna kaupa á á nýju húsi þeirra hjóna í Garðabæ án veða. Við hrunið hækkuðu skuldirnar mikið, enda í erlendri mynt, og óskaði hann eftir því við Kaupþing í Lúxemborg að semja um skuldirnar. Sagði hann húsið 80 milljóna virði, en þau höfðu keypt það á 149 milljónir tveimur árum fyrr. Á skattaframtali þeirra var eignin metin á 129 milljónir.

Bankinn hafnaði þessu boði og fór fram á fulla greiðslu. Fór málið meðal annars fyrir dóm í Lúxemborg þar sem dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið fyrir hér á landi. Var í framhaldinu gert árangurslaust fjárnám hjá Guðmundi og í kjölfarið var hann úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánið á þessum tíma, en krafan hafði farið til Banque Havilland eftir að Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp.

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Seldu sameiginlegt hús og byggðu nýtt á nafni konunnar

Í millitíðinni höfðu hjónin selt húsið og fékkst fyrir það 133 milljónir árið 2011. Sama dag keypti Jóhanna einbýlishúsalóð í Garðabæ fyrir 12 milljónir og var í kjölfarið byggt þar einbýlishús sem var selt árið 2016 fyrir 125 milljónir. Var Guðmundur aldrei skráður eigandi nýja hússins.

Taldi Havilland bankinn að þetta hefði verið gjafagjörningur þar sem söluupphæðin frá fyrra húsinu hefði verið notuð til að kaupa nýja lóð og byggja þar hús í nafni konunnar í stað þess að nýta fjármunina til að greiða inn á skuld Guðmundar við bankann. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir að Jóhanna hafi ein verið skráð fyrir húsinu hafi þau bæði verið skráð fyrir lánum sem Kvika banki veitti til þess að byggja nýja húsið.

Skráður á lánið en átti ekki neitt

„Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar,“ segir í afstöðu Havilland í dóminum, en bankinn gerði yfir 200 milljóna kröfu í þrotabú Guðmundar.

Þá bendir bankinn á að  skattaskýrslur og húsbyggingarskýrslur bendi til þess að Guðmundur hafi verið kaupandi lóðarinnar. Þá sé augljóst að eigið fé vegna byggingar nýja hússins hafi myndast með söluandvirði þess eldra.

Kom sjálf með fjármuni til kaupanna

Hjónin komu bæði fyrir dóm til að veita skýrslu, en Jóhanna neitaði sök í málinu og vísaði til þess að hún hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar á sínum tíma hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá hafi hún ekki verið meðgreiðandi að láninu eða veitt bankanum veð í eignum sínum. Þá bendir hún á að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvors annars.

Vísaði hún til þess að hún hafi sjálf reitt fram fjármuni til að kaupa lóðina og byggja nýja húsið auk þess sem þau hafi fengið lán frá Kviku. Hafnar hún því að eitthvað óeðlilegt sé við að hann sé skráður með henni á lánið án þess að eiga neitt í eigninni. „Alþekkt sé hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum,“ segir um afstöðu hennar í dóminum.

Kröfuhafar urðu fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi

Í niðurstöðu dómsins segir að Jóhanna hafi vitað af láninu vegna fyrri eignarinnar og þá hafi hún einnig vitað af málaferlum Havilland gegn Guðmundi. Með því hafi þau reynt að koma eignum undan bankanum. „Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu,“ segir í dóminum.

Þá segir jafnfram að með þessari háttsemi hafi hún ollið kröfuhöfum Guðmundar tjóni og verði tekið undir með bankanum að „með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.“

Dómurinn telur hins vegar að eignarhluti Jóhönnu í fyrri eigninni komi til frádráttar kröfu bankans og því verði aðeins fallist á að hún greiði helming upphæðarinnar sem stóð eftir við sölu fyrri eignarinnar, eða 42,5 milljónir. Þá er henni einnig gert að greiða 4,4 milljónir í málskostnað.

Lesa má dóminn í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Óánægja með veiðar í dragnót

05:30 „Þeir voru að veiða nálægt landi innarlega á firðinum og ég hef fengið símtöl út af þessu frá sjómönnum og öðrum bæjarbúum sem fannst bátarnir vera komnir fullnálægt.“ Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »