Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar ...
Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar seldu og byggðu nýtt á nafni konunnar. Kristinn Benediktsson

Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Var konunni því gert að greiða þrotabúi mannsins helming þeirrar upphæðar, en maðurinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 vegna skuldarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þar sem dómurinn var kveðinn upp í gær.

Maðurinn, sem heitir Guðmundur Þór Gunnarsson, er fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Í dóminum kemur fram að hann hafi verið með launahæstu starfsmönnum bankans fyrir hrun með um 8 milljónir á mánuði og frá árinu 2011 hafi tekjur hans verið tæplega 22 milljónir á ári. Á sama tíma hafi konan, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, ekki verið skráð fyrir neinum tekjum.

Fékk 82 milljónir lánaðar án veða 

Fékk Guðmundur þrjú lán, samtals að upphæð 82 milljónir, frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008 vegna kaupa á á nýju húsi þeirra hjóna í Garðabæ án veða. Við hrunið hækkuðu skuldirnar mikið, enda í erlendri mynt, og óskaði hann eftir því við Kaupþing í Lúxemborg að semja um skuldirnar. Sagði hann húsið 80 milljóna virði, en þau höfðu keypt það á 149 milljónir tveimur árum fyrr. Á skattaframtali þeirra var eignin metin á 129 milljónir.

Bankinn hafnaði þessu boði og fór fram á fulla greiðslu. Fór málið meðal annars fyrir dóm í Lúxemborg þar sem dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið fyrir hér á landi. Var í framhaldinu gert árangurslaust fjárnám hjá Guðmundi og í kjölfarið var hann úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánið á þessum tíma, en krafan hafði farið til Banque Havilland eftir að Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp.

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Seldu sameiginlegt hús og byggðu nýtt á nafni konunnar

Í millitíðinni höfðu hjónin selt húsið og fékkst fyrir það 133 milljónir árið 2011. Sama dag keypti Jóhanna einbýlishúsalóð í Garðabæ fyrir 12 milljónir og var í kjölfarið byggt þar einbýlishús sem var selt árið 2016 fyrir 125 milljónir. Var Guðmundur aldrei skráður eigandi nýja hússins.

Taldi Havilland bankinn að þetta hefði verið gjafagjörningur þar sem söluupphæðin frá fyrra húsinu hefði verið notuð til að kaupa nýja lóð og byggja þar hús í nafni konunnar í stað þess að nýta fjármunina til að greiða inn á skuld Guðmundar við bankann. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir að Jóhanna hafi ein verið skráð fyrir húsinu hafi þau bæði verið skráð fyrir lánum sem Kvika banki veitti til þess að byggja nýja húsið.

Skráður á lánið en átti ekki neitt

„Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar,“ segir í afstöðu Havilland í dóminum, en bankinn gerði yfir 200 milljóna kröfu í þrotabú Guðmundar.

Þá bendir bankinn á að  skattaskýrslur og húsbyggingarskýrslur bendi til þess að Guðmundur hafi verið kaupandi lóðarinnar. Þá sé augljóst að eigið fé vegna byggingar nýja hússins hafi myndast með söluandvirði þess eldra.

Kom sjálf með fjármuni til kaupanna

Hjónin komu bæði fyrir dóm til að veita skýrslu, en Jóhanna neitaði sök í málinu og vísaði til þess að hún hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar á sínum tíma hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá hafi hún ekki verið meðgreiðandi að láninu eða veitt bankanum veð í eignum sínum. Þá bendir hún á að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvors annars.

Vísaði hún til þess að hún hafi sjálf reitt fram fjármuni til að kaupa lóðina og byggja nýja húsið auk þess sem þau hafi fengið lán frá Kviku. Hafnar hún því að eitthvað óeðlilegt sé við að hann sé skráður með henni á lánið án þess að eiga neitt í eigninni. „Alþekkt sé hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum,“ segir um afstöðu hennar í dóminum.

Kröfuhafar urðu fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi

Í niðurstöðu dómsins segir að Jóhanna hafi vitað af láninu vegna fyrri eignarinnar og þá hafi hún einnig vitað af málaferlum Havilland gegn Guðmundi. Með því hafi þau reynt að koma eignum undan bankanum. „Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu,“ segir í dóminum.

Þá segir jafnfram að með þessari háttsemi hafi hún ollið kröfuhöfum Guðmundar tjóni og verði tekið undir með bankanum að „með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.“

Dómurinn telur hins vegar að eignarhluti Jóhönnu í fyrri eigninni komi til frádráttar kröfu bankans og því verði aðeins fallist á að hún greiði helming upphæðarinnar sem stóð eftir við sölu fyrri eignarinnar, eða 42,5 milljónir. Þá er henni einnig gert að greiða 4,4 milljónir í málskostnað.

Lesa má dóminn í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...