Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar ...
Hjónin keyptu hús í Akrahverfi í Garðabæ sem þau síðar seldu og byggðu nýtt á nafni konunnar. Kristinn Benediktsson

Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Var konunni því gert að greiða þrotabúi mannsins helming þeirrar upphæðar, en maðurinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2016 vegna skuldarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness þar sem dómurinn var kveðinn upp í gær.

Maðurinn, sem heitir Guðmundur Þór Gunnarsson, er fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings og núverandi framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Í dóminum kemur fram að hann hafi verið með launahæstu starfsmönnum bankans fyrir hrun með um 8 milljónir á mánuði og frá árinu 2011 hafi tekjur hans verið tæplega 22 milljónir á ári. Á sama tíma hafi konan, Jóhanna Kristín Gústavsdóttir, ekki verið skráð fyrir neinum tekjum.

Fékk 82 milljónir lánaðar án veða 

Fékk Guðmundur þrjú lán, samtals að upphæð 82 milljónir, frá Kaupþingi í Lúxemborg árið 2008 vegna kaupa á á nýju húsi þeirra hjóna í Garðabæ án veða. Við hrunið hækkuðu skuldirnar mikið, enda í erlendri mynt, og óskaði hann eftir því við Kaupþing í Lúxemborg að semja um skuldirnar. Sagði hann húsið 80 milljóna virði, en þau höfðu keypt það á 149 milljónir tveimur árum fyrr. Á skattaframtali þeirra var eignin metin á 129 milljónir.

Bankinn hafnaði þessu boði og fór fram á fulla greiðslu. Fór málið meðal annars fyrir dóm í Lúxemborg þar sem dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið fyrir hér á landi. Var í framhaldinu gert árangurslaust fjárnám hjá Guðmundi og í kjölfarið var hann úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánið á þessum tíma, en krafan hafði farið til Banque Havilland eftir að Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp.

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Seldu sameiginlegt hús og byggðu nýtt á nafni konunnar

Í millitíðinni höfðu hjónin selt húsið og fékkst fyrir það 133 milljónir árið 2011. Sama dag keypti Jóhanna einbýlishúsalóð í Garðabæ fyrir 12 milljónir og var í kjölfarið byggt þar einbýlishús sem var selt árið 2016 fyrir 125 milljónir. Var Guðmundur aldrei skráður eigandi nýja hússins.

Taldi Havilland bankinn að þetta hefði verið gjafagjörningur þar sem söluupphæðin frá fyrra húsinu hefði verið notuð til að kaupa nýja lóð og byggja þar hús í nafni konunnar í stað þess að nýta fjármunina til að greiða inn á skuld Guðmundar við bankann. Í dóminum kemur fram að þrátt fyrir að Jóhanna hafi ein verið skráð fyrir húsinu hafi þau bæði verið skráð fyrir lánum sem Kvika banki veitti til þess að byggja nýja húsið.

Skráður á lánið en átti ekki neitt

„Það sé ekkert eðlilegt við það að þrotamaður skuldbindi sig sem skuldara vegna allra lána á eigninni og greiði af þeim með tekjum sínum en eigi engan eignarhluta í henni né rétt til að fá greiðslu af söluverði hennar,“ segir í afstöðu Havilland í dóminum, en bankinn gerði yfir 200 milljóna kröfu í þrotabú Guðmundar.

Þá bendir bankinn á að  skattaskýrslur og húsbyggingarskýrslur bendi til þess að Guðmundur hafi verið kaupandi lóðarinnar. Þá sé augljóst að eigið fé vegna byggingar nýja hússins hafi myndast með söluandvirði þess eldra.

Kom sjálf með fjármuni til kaupanna

Hjónin komu bæði fyrir dóm til að veita skýrslu, en Jóhanna neitaði sök í málinu og vísaði til þess að hún hafi með engu móti komið að lántöku Guðmundar á sínum tíma hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þá hafi hún ekki verið meðgreiðandi að láninu eða veitt bankanum veð í eignum sínum. Þá bendir hún á að hjón beri ekki ábyrgð á skuldum hvors annars.

Vísaði hún til þess að hún hafi sjálf reitt fram fjármuni til að kaupa lóðina og byggja nýja húsið auk þess sem þau hafi fengið lán frá Kviku. Hafnar hún því að eitthvað óeðlilegt sé við að hann sé skráður með henni á lánið án þess að eiga neitt í eigninni. „Alþekkt sé hérlendis að annað hjóna sé eitt skráð fyrir heimili fjölskyldunnar jafnvel þó svo að báðir aðilar greiði af fasteignalánum,“ segir um afstöðu hennar í dóminum.

Kröfuhafar urðu fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi

Í niðurstöðu dómsins segir að Jóhanna hafi vitað af láninu vegna fyrri eignarinnar og þá hafi hún einnig vitað af málaferlum Havilland gegn Guðmundi. Með því hafi þau reynt að koma eignum undan bankanum. „Vissi stefnda að háttsemi Guðmundar og hennar um að setja allt söluverð eignarinnar á hennar reikning og fjárfesta eingöngu í hennar nafni í framhaldi, myndi valda því að kröfuhafar Guðmundar gætu ekki gengið í og/eða fengið fullnustu krafna sinna í fasteign skráða á hennar nafn eingöngu,“ segir í dóminum.

Þá segir jafnfram að með þessari háttsemi hafi hún ollið kröfuhöfum Guðmundar tjóni og verði tekið undir með bankanum að „með þessum gjörningi hafi bæði verið um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu að ræða.“

Dómurinn telur hins vegar að eignarhluti Jóhönnu í fyrri eigninni komi til frádráttar kröfu bankans og því verði aðeins fallist á að hún greiði helming upphæðarinnar sem stóð eftir við sölu fyrri eignarinnar, eða 42,5 milljónir. Þá er henni einnig gert að greiða 4,4 milljónir í málskostnað.

Lesa má dóminn í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

Í gær, 16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

Í gær, 16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Í gær, 16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

Í gær, 15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...