Allt um Söngvakeppnina

Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í ...
Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í fyrra. Ljósmynd/Mummi Lú

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu.

Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar og Aron Hannes snúa aftur til leiks. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu keppninnar, songvakeppni.is, sem og á streymisveitunni Spotify, Youtube og tonlist.is. Lögin verða flutt á íslensku í undankeppninni, en í úrslitum er þátttakendum heimilt að flytja lagið á öðrum málum.

Erlend Eurovision-stjarna treður upp

Keppnin í ár verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Undanúrslit fara fram í Háskólabíói laugardagana 10. og 17. febrúar, en í hvorri keppni stíga sex flytjendur á stokk.  Þeir þrír flytjendur sem hljóta flest atkvæði í símakosningu í hvorri keppni fara svo áfram í úrslitakeppnina. Hún verður haldin í Laugardalshöll 3. mars og mun erlend Eurovision-stjarna koma fram, líkt og undanfarin ár, að því er segir í tilkynningu frá RÚV.

Í fyrra var norski hjartaknúsarinn Alexander Rybak leynigestur Söngvakeppninnar en hann vann Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale en ásamt honum flutti Svíinn Måns Zelmerlöw tvö lög. Hann sigraði keppnina 2015.

Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt ...
Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt Alexander Rybak. DIETER NAGL


Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV en fólki gefst einnig kostur á að kaupa sér miða á viðburðina og hefst sala fimmtudaginn 25. janúar á vefnum tix.is. Miðaverð er 2.900 krónur á undankeppnirnar en 4.900 krónur á úrslitin. Sigurlagið verður framlag svo Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Lissabon í Portúgal 8., 10. og 12. maí.

Stýrir keppninni í tíunda sinn

Kynnir keppninnar er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem einnig situr í framkvæmdastjórn. Þetta er í tíunda sinn sem hún stýrir keppninni, en hún hefur gert það allar götur frá árinu 2007, að undanskildum árunum 2012 og 2013.

„Hún er orðin ansi reynslumikil í þessu. Það er mikið meira en að segja það að halda uppi svona showi,“ segir Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV sem einnig situr í framkvæmdastjórn keppninnar. „Þú þarft að vera með útsendingarbílinn í eyrunum og halda utan um þetta allt saman, og maður treystir ekki hverjum sem er í það. Við verðum að nota fólk sem er með mikla reynslu og hún hefur hana. Hún er ótrúlega dýrmæt í þessu.“

Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015.
Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015. Skjáskot af Rúv.is

Ragnhildur sér um alla dagskrárgerð í aðdraganda keppninnar, þar á meðal kynningarþáttinn sem sýndur var á RÚV í kvöld og innslög um keppendur sem sýnd eru áður en þeir stíga á stokk. „Þetta er miklu meira en að fá smink og fara í kjól,“ segir Birna.

Lög og flytjendur

Lag:  Golddigger / Gold Digger

Höfundar lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman

Höfundur íslensks texta:  Valgeir Magnússon

Höfundar ensks texta:  Valgeir Magnússon og Tara Nabavi

Flytjandi:  Aron Hannes

Lag:  Hér með þér / Here for you

Höfundar lags:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar íslensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar ensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Flytjendur:  Áttan - Sonja Valdín og Egill Ploder

Lag: Heim / Our Choice

Höfundur lags:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur ensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Flytjandi:  Ari Ólafsson

Lag:  Aldrei gefast upp / Battleline

Höfundur/ar lags:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff

Höfundur/ar ensks texta:  Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen

Flytjandi/Flytjendur:  Fókus hópurinn:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Lag:  Í stormi / Saviours

Höfundur/ar lags: Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen

Höfundur/ar ensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjandi/Flytjendur:  Dagur Sigurðarson

Lag:  Svaka stuð / Heart Attack

Höfundur/ar lags:  Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marino Breki Benjamínsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Höfundur/ar ensks texta:  Agnes Marinósdóttir

Flytjandi/Flytjendur:  Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir

Lag:  Ég mun skína / Shine

Höfundur/ar lags:  Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Antonía

Höfundur/ar ensks texta:  Þórunn Antonía

Flytjandi/Flytjendur:  Þórunn Antonía

Lag:  Litir / Colours

Höfundur/ar lags:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Guðmundur Þórarinsson

Lag:  Brosa / With You

Höfundur/ar lags:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir

Lag:  Ég og þú / Think It Through

Höfundur/ar lags:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Höfundur/ar íslensks texta:  Davíð Guðbrandsson

Höfundur/ar ensks texta:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Flytjandi/Flytjendur:  Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir

Lag:  Óskin mín / My Wish

Höfundur/ar lags:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar ensks texta:  Hallgrimur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi/Flytjendur:  Rakel Pálsdóttir

Lag: Kúst og fæjó

Höfundur/ar lags:  Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)

Höfundur/ar íslensks texta:  Heimilistónar

Flytjandi/Flytjendur:  Heimilistónar.

mbl.is

Innlent »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóna vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbann

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket-máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...