Allt um Söngvakeppnina

Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í ...
Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í fyrra. Ljósmynd/Mummi Lú

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu.

Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar og Aron Hannes snúa aftur til leiks. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu keppninnar, songvakeppni.is, sem og á streymisveitunni Spotify, Youtube og tonlist.is. Lögin verða flutt á íslensku í undankeppninni, en í úrslitum er þátttakendum heimilt að flytja lagið á öðrum málum.

Erlend Eurovision-stjarna treður upp

Keppnin í ár verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Undanúrslit fara fram í Háskólabíói laugardagana 10. og 17. febrúar, en í hvorri keppni stíga sex flytjendur á stokk.  Þeir þrír flytjendur sem hljóta flest atkvæði í símakosningu í hvorri keppni fara svo áfram í úrslitakeppnina. Hún verður haldin í Laugardalshöll 3. mars og mun erlend Eurovision-stjarna koma fram, líkt og undanfarin ár, að því er segir í tilkynningu frá RÚV.

Í fyrra var norski hjartaknúsarinn Alexander Rybak leynigestur Söngvakeppninnar en hann vann Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale en ásamt honum flutti Svíinn Måns Zelmerlöw tvö lög. Hann sigraði keppnina 2015.

Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt ...
Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt Alexander Rybak. DIETER NAGL


Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV en fólki gefst einnig kostur á að kaupa sér miða á viðburðina og hefst sala fimmtudaginn 25. janúar á vefnum tix.is. Miðaverð er 2.900 krónur á undankeppnirnar en 4.900 krónur á úrslitin. Sigurlagið verður framlag svo Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Lissabon í Portúgal 8., 10. og 12. maí.

Stýrir keppninni í tíunda sinn

Kynnir keppninnar er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem einnig situr í framkvæmdastjórn. Þetta er í tíunda sinn sem hún stýrir keppninni, en hún hefur gert það allar götur frá árinu 2007, að undanskildum árunum 2012 og 2013.

„Hún er orðin ansi reynslumikil í þessu. Það er mikið meira en að segja það að halda uppi svona showi,“ segir Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV sem einnig situr í framkvæmdastjórn keppninnar. „Þú þarft að vera með útsendingarbílinn í eyrunum og halda utan um þetta allt saman, og maður treystir ekki hverjum sem er í það. Við verðum að nota fólk sem er með mikla reynslu og hún hefur hana. Hún er ótrúlega dýrmæt í þessu.“

Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015.
Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015. Skjáskot af Rúv.is

Ragnhildur sér um alla dagskrárgerð í aðdraganda keppninnar, þar á meðal kynningarþáttinn sem sýndur var á RÚV í kvöld og innslög um keppendur sem sýnd eru áður en þeir stíga á stokk. „Þetta er miklu meira en að fá smink og fara í kjól,“ segir Birna.

Lög og flytjendur

Lag:  Golddigger / Gold Digger

Höfundar lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman

Höfundur íslensks texta:  Valgeir Magnússon

Höfundar ensks texta:  Valgeir Magnússon og Tara Nabavi

Flytjandi:  Aron Hannes

Lag:  Hér með þér / Here for you

Höfundar lags:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar íslensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar ensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Flytjendur:  Áttan - Sonja Valdín og Egill Ploder

Lag: Heim / Our Choice

Höfundur lags:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur ensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Flytjandi:  Ari Ólafsson

Lag:  Aldrei gefast upp / Battleline

Höfundur/ar lags:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff

Höfundur/ar ensks texta:  Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen

Flytjandi/Flytjendur:  Fókus hópurinn:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Lag:  Í stormi / Saviours

Höfundur/ar lags: Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen

Höfundur/ar ensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjandi/Flytjendur:  Dagur Sigurðarson

Lag:  Svaka stuð / Heart Attack

Höfundur/ar lags:  Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marino Breki Benjamínsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Höfundur/ar ensks texta:  Agnes Marinósdóttir

Flytjandi/Flytjendur:  Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir

Lag:  Ég mun skína / Shine

Höfundur/ar lags:  Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Antonía

Höfundur/ar ensks texta:  Þórunn Antonía

Flytjandi/Flytjendur:  Þórunn Antonía

Lag:  Litir / Colours

Höfundur/ar lags:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Guðmundur Þórarinsson

Lag:  Brosa / With You

Höfundur/ar lags:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir

Lag:  Ég og þú / Think It Through

Höfundur/ar lags:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Höfundur/ar íslensks texta:  Davíð Guðbrandsson

Höfundur/ar ensks texta:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Flytjandi/Flytjendur:  Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir

Lag:  Óskin mín / My Wish

Höfundur/ar lags:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar ensks texta:  Hallgrimur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi/Flytjendur:  Rakel Pálsdóttir

Lag: Kúst og fæjó

Höfundur/ar lags:  Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)

Höfundur/ar íslensks texta:  Heimilistónar

Flytjandi/Flytjendur:  Heimilistónar.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...