Allt um Söngvakeppnina

Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í ...
Daði Freyr heillaði landsmenn upp úr skónum í Söngvakeppninni í fyrra. Ljósmynd/Mummi Lú

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu.

Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar og Aron Hannes snúa aftur til leiks. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu keppninnar, songvakeppni.is, sem og á streymisveitunni Spotify, Youtube og tonlist.is. Lögin verða flutt á íslensku í undankeppninni, en í úrslitum er þátttakendum heimilt að flytja lagið á öðrum málum.

Erlend Eurovision-stjarna treður upp

Keppnin í ár verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Undanúrslit fara fram í Háskólabíói laugardagana 10. og 17. febrúar, en í hvorri keppni stíga sex flytjendur á stokk.  Þeir þrír flytjendur sem hljóta flest atkvæði í símakosningu í hvorri keppni fara svo áfram í úrslitakeppnina. Hún verður haldin í Laugardalshöll 3. mars og mun erlend Eurovision-stjarna koma fram, líkt og undanfarin ár, að því er segir í tilkynningu frá RÚV.

Í fyrra var norski hjartaknúsarinn Alexander Rybak leynigestur Söngvakeppninnar en hann vann Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale en ásamt honum flutti Svíinn Måns Zelmerlöw tvö lög. Hann sigraði keppnina 2015.

Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt ...
Måns Zelmerlöw tróð upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í fyrra ásamt Alexander Rybak. DIETER NAGL


Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV en fólki gefst einnig kostur á að kaupa sér miða á viðburðina og hefst sala fimmtudaginn 25. janúar á vefnum tix.is. Miðaverð er 2.900 krónur á undankeppnirnar en 4.900 krónur á úrslitin. Sigurlagið verður framlag svo Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Lissabon í Portúgal 8., 10. og 12. maí.

Stýrir keppninni í tíunda sinn

Kynnir keppninnar er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem einnig situr í framkvæmdastjórn. Þetta er í tíunda sinn sem hún stýrir keppninni, en hún hefur gert það allar götur frá árinu 2007, að undanskildum árunum 2012 og 2013.

„Hún er orðin ansi reynslumikil í þessu. Það er mikið meira en að segja það að halda uppi svona showi,“ segir Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV sem einnig situr í framkvæmdastjórn keppninnar. „Þú þarft að vera með útsendingarbílinn í eyrunum og halda utan um þetta allt saman, og maður treystir ekki hverjum sem er í það. Við verðum að nota fólk sem er með mikla reynslu og hún hefur hana. Hún er ótrúlega dýrmæt í þessu.“

Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015.
Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Guðrún Dís kynntu Söngvakeppnina 2015. Skjáskot af Rúv.is

Ragnhildur sér um alla dagskrárgerð í aðdraganda keppninnar, þar á meðal kynningarþáttinn sem sýndur var á RÚV í kvöld og innslög um keppendur sem sýnd eru áður en þeir stíga á stokk. „Þetta er miklu meira en að fá smink og fara í kjól,“ segir Birna.

Lög og flytjendur

Lag:  Golddigger / Gold Digger

Höfundar lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman

Höfundur íslensks texta:  Valgeir Magnússon

Höfundar ensks texta:  Valgeir Magnússon og Tara Nabavi

Flytjandi:  Aron Hannes

Lag:  Hér með þér / Here for you

Höfundar lags:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar íslensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar ensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Flytjendur:  Áttan - Sonja Valdín og Egill Ploder

Lag: Heim / Our Choice

Höfundur lags:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur ensks texta:  Þórunn Erna Clausen

Flytjandi:  Ari Ólafsson

Lag:  Aldrei gefast upp / Battleline

Höfundur/ar lags:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff

Höfundur/ar ensks texta:  Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen

Flytjandi/Flytjendur:  Fókus hópurinn:  Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Lag:  Í stormi / Saviours

Höfundur/ar lags: Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen

Höfundur/ar ensks texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjandi/Flytjendur:  Dagur Sigurðarson

Lag:  Svaka stuð / Heart Attack

Höfundur/ar lags:  Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marino Breki Benjamínsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Höfundur/ar ensks texta:  Agnes Marinósdóttir

Flytjandi/Flytjendur:  Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir

Lag:  Ég mun skína / Shine

Höfundur/ar lags:  Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Þórunn Antonía

Höfundur/ar ensks texta:  Þórunn Antonía

Flytjandi/Flytjendur:  Þórunn Antonía

Lag:  Litir / Colours

Höfundur/ar lags:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:   Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Guðmundur Þórarinsson

Lag:  Brosa / With You

Höfundur/ar lags:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundur/ar ensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi/Flytjendur:  Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir

Lag:  Ég og þú / Think It Through

Höfundur/ar lags:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Höfundur/ar íslensks texta:  Davíð Guðbrandsson

Höfundur/ar ensks texta:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Flytjandi/Flytjendur:  Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir

Lag:  Óskin mín / My Wish

Höfundur/ar lags:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar íslensks texta:  Hallgrímur Bergsson

Höfundur/ar ensks texta:  Hallgrimur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi/Flytjendur:  Rakel Pálsdóttir

Lag: Kúst og fæjó

Höfundur/ar lags:  Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)

Höfundur/ar íslensks texta:  Heimilistónar

Flytjandi/Flytjendur:  Heimilistónar.

mbl.is

Innlent »

Rúta fór út af við Reynisfjall

16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »

Kæra útgáfu bráðabirgðaleyfisins

13:54 Útgáfa bráðabirgðarekstrarleyfis til fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hefur verið kærð, en leyfið var gefið út í nóvember eftir að samþykkt voru á Alþingi lög til að koma í veg fyrir að starfsemi fyrirtækisins legðist af. Meira »

Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað

13:01 Meirihluti lækna á Íslandi telur staðsetningu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík óheppilega og að þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala samkvæmt niðurstöðum viðamikillar skoðanakönnunar, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands, eða rúmlega 60%. Meira »

Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

12:12 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Meira »

Nægur snjór í Bláfjöllum eftir helgina

12:05 „Þetta er allt að koma,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, en þar er stefnt að opnun skíðasvæða á miðvikudag eða fimmtudag. Meira »

Græn viðvörun á Suðurlandi

11:58 Veðurstofa Íslands hefur gefið út græna viðvörun fyrir Suðurland en þar er spáð suðvestanhríð. Þar sem spáin er óstöðug er um grænt ástand að ræða sem gildir til klukkan 16. Vegagerðin hefur afturkallað spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands. Meira »

Mikil óvissa um afrán hvala

11:48 Ekki er hægt að fullyrða að verulega þurfi að auka veiðar á hvölum til að þær hafi áhrif á afrakstur annarra nytjastofna sjávar til lengri tíma litið. Meira »

Meðalhraði mældur í stað punkthraða

11:47 Hraðamyndavélar af nýrri kynslóð hafa verið settar upp við Norðfjarðargöng, en í stað þess að mæla hraða bifreiða á ákveðnum tímapunkti, svokallaðan punkthraða, líkt og hefðbundnar hraðamyndavélar reikna þær út meðalhraða á tiltekinni vegalengd. Meira »

„Undarleg tímaskekkja puritanisma“

10:52 Bandalag íslenskra listmanna furðar sig á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti. Meira »

Þýðir ekki að opna fyrr en það er öruggt

10:47 Vegagerðin gefur lítið fyrir þá gagnrýni að hún sé of lengi að kanna aðstæður eftir að vegum er lokað. Löng röð myndaðist við vegalokun á Þjóðvegi 1 við gatnamót Þingvallavegar í gær þegar veginum um Kjalarnes var lokað en tvær rútur fóru þar út af um kvöldmatarleytið. Meira »

Vilja hvalaskýrslu dregna til baka

10:44 Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að draga til baka skýrslu sína um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Telur Landvernd rétt að vinna skýrsluna upp á nýtt í samráði við vistfræðinga. Meira »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...